Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-30 | Kaflaskipt í tapi fyrir Ungverjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2017 18:45 Guðjón Valur Sigurðsson og strákarnir eiga erfiðan leik fyrir höndum í dag. vísir/anton brink Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi, 27-30, í öðrum leik sínum í Bygma bikarnum í Skjern í dag. Ungverjar voru með frumkvæðið nær allan tímann og Íslendingar komust aðeins tvisvar sinnum yfir í leiknum. Íslenska liðið spilaði vel á köflum en slæmur endir á fyrri hálfleik og byrjun á þeim seinni reyndist dýr. Ungverjar unnu síðustu 12 mínútur fyrri hálfleiks og fyrstu 10 mínúturnar í þeim seinni samtals 14-8. Þrátt fyrir að lenda mest sex mörkum undir, 18-24, gafst íslenska liðið ekki upp og vann sig aftur inn í leikinn, ekki síst fyrir tilstuðlan Björgvin Páls Gústavssonar sem varði mjög vel í seinni hálfleik. Kollegi hans í ungverska markinu, hinn fertugi Nándor Fazekas, reyndist Íslendingum hins vegar erfiður en hann varði frá Ómari Inga Magnússyni úr dauðafæri í stöðunni 26-27. Ungverjar nýttu sér það, skoruðu þrjú af fjórum síðustu mörkum leiksins og unnu að lokum þriggja marka sigur, 27-30. Janus Daði Smárason átti stórleik í íslensku sókninni og skoraði sjö mörk úr átta skotum. Ómar Ingi kom næstur með sex mörk, þar af fjögur úr vítum. Varnarleikurinn var aðal hausverkur íslenska liðsins í fyrri hálfleik, og þá sérstaklega seinni hluta hans. Geir Sveinsson prófaði ýmsar samsetningar í vörninni en Ungverjar áttu svör við þeim öllum. Ungverjar voru duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu, bæði í annarri bylgju í hraðaupphlaupum og með hraðri miðju, sem skilaði mörgum mörkum. Á meðan skoraði Ísland aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. Rúnar Kárason og Ólafur Guðmundsson byrjuðu í skyttustöðunum en fundu sig engan veginn. Rúnar skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum en það var eina markið frá þeim Ólafi í fyrri hálfleiknum. Sem betur fer var Janus Daði sjóðheitur en hann skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum á fyrstu 18 mínútum leiksins. Janus jafnaði metin í 10-10 með sínu fimmta marki en þá seig á ógæfuhliðina. Ungverjar stigu á bensíngjöfina, kláruðu fyrri hálfleikinn með 8-5 kafla og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 15-18. Byrjunin á seinni hálfleik var afleit hjá íslenska liðinu sem tapaði boltanum fjórum sinnum á fyrstu 10 mínútunum. Ólafur tapaði tveimur af þessum boltum auk þess sem hann fékk á sig víti og tveggja mínútna brottvísun í kjölfarið. Eins fínan leik og Hafnfirðingurinn átti gegn Egyptum í gær, þá var hann úti á túni í dag. Gergely Harsányi kom Ungverjum sex mörkum yfir, 18-24, þegar 20 mínútur voru eftir. Þá tók Geir leikhlé sem hafði góð áhrif á íslenska liðið. Varnarleikurinn, með Bjarka Má Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson í miðjunni, var mjög öflugur á lokakaflanum og Björgvin Páll var frábær í markinu. Þá átti Gunnar Steinn Jónsson fína innkomu í sóknina eins og gegn Egyptum. Ísland vann síðustu 20 mínútur leiksins 12-6 en það dugði því miður ekki til. Lokatölur 27-30, Ungverjalandi í vil. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi, 27-30, í öðrum leik sínum í Bygma bikarnum í Skjern í dag. Ungverjar voru með frumkvæðið nær allan tímann og Íslendingar komust aðeins tvisvar sinnum yfir í leiknum. Íslenska liðið spilaði vel á köflum en slæmur endir á fyrri hálfleik og byrjun á þeim seinni reyndist dýr. Ungverjar unnu síðustu 12 mínútur fyrri hálfleiks og fyrstu 10 mínúturnar í þeim seinni samtals 14-8. Þrátt fyrir að lenda mest sex mörkum undir, 18-24, gafst íslenska liðið ekki upp og vann sig aftur inn í leikinn, ekki síst fyrir tilstuðlan Björgvin Páls Gústavssonar sem varði mjög vel í seinni hálfleik. Kollegi hans í ungverska markinu, hinn fertugi Nándor Fazekas, reyndist Íslendingum hins vegar erfiður en hann varði frá Ómari Inga Magnússyni úr dauðafæri í stöðunni 26-27. Ungverjar nýttu sér það, skoruðu þrjú af fjórum síðustu mörkum leiksins og unnu að lokum þriggja marka sigur, 27-30. Janus Daði Smárason átti stórleik í íslensku sókninni og skoraði sjö mörk úr átta skotum. Ómar Ingi kom næstur með sex mörk, þar af fjögur úr vítum. Varnarleikurinn var aðal hausverkur íslenska liðsins í fyrri hálfleik, og þá sérstaklega seinni hluta hans. Geir Sveinsson prófaði ýmsar samsetningar í vörninni en Ungverjar áttu svör við þeim öllum. Ungverjar voru duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu, bæði í annarri bylgju í hraðaupphlaupum og með hraðri miðju, sem skilaði mörgum mörkum. Á meðan skoraði Ísland aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk í fyrri hálfleik. Rúnar Kárason og Ólafur Guðmundsson byrjuðu í skyttustöðunum en fundu sig engan veginn. Rúnar skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum en það var eina markið frá þeim Ólafi í fyrri hálfleiknum. Sem betur fer var Janus Daði sjóðheitur en hann skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum á fyrstu 18 mínútum leiksins. Janus jafnaði metin í 10-10 með sínu fimmta marki en þá seig á ógæfuhliðina. Ungverjar stigu á bensíngjöfina, kláruðu fyrri hálfleikinn með 8-5 kafla og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 15-18. Byrjunin á seinni hálfleik var afleit hjá íslenska liðinu sem tapaði boltanum fjórum sinnum á fyrstu 10 mínútunum. Ólafur tapaði tveimur af þessum boltum auk þess sem hann fékk á sig víti og tveggja mínútna brottvísun í kjölfarið. Eins fínan leik og Hafnfirðingurinn átti gegn Egyptum í gær, þá var hann úti á túni í dag. Gergely Harsányi kom Ungverjum sex mörkum yfir, 18-24, þegar 20 mínútur voru eftir. Þá tók Geir leikhlé sem hafði góð áhrif á íslenska liðið. Varnarleikurinn, með Bjarka Má Gunnarsson og Arnar Frey Arnarsson í miðjunni, var mjög öflugur á lokakaflanum og Björgvin Páll var frábær í markinu. Þá átti Gunnar Steinn Jónsson fína innkomu í sóknina eins og gegn Egyptum. Ísland vann síðustu 20 mínútur leiksins 12-6 en það dugði því miður ekki til. Lokatölur 27-30, Ungverjalandi í vil.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Sjá meira