Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - ÍR 82-98 | ÍR ekki í miklum vandræðum Arnór Óskarsson í Fjárhúsinu skrifar 5. janúar 2017 21:00 Quincy Hankins-Cole mætir sínum gömlu félögum í kvöld. vísir/anton ÍR-ingar unnu Snæfell sannfærandi, 82-98, í tólftu umferð Domino´s deildarinnar í Íþróttarmiðstöð Stykkishólms í kvöld. Leikurinn hófst á ágætis hittni hjá báðum liðum og einkenndist af miklum hraða en ÍR-ingar voru þó sterkari aðilinn í upphafi leiks. Gestirnir voru ávallt skrefinu á undan og kláruðu flest öll færi með sóma. Jafnframt sýndu ÍR-ingar skilvirkan varnarleik sem skilaði þó nokkrum hraðaupphlaupum og auðveldum körfum. Í öðrum leikhluta minnkaði hraði leiksins hinsvegar töluvert og fóru bæði liðin að stilla í auknum mæli upp í sóknarkerfin sín. Boltinn gekk ágætlega á milli manna hjá ÍR-ingum og enduðu flestar sóknir með öruggum körfum. Snæfell átti aftur á móti aðeins erfiðara með sinn sóknarleik en um miðjan annan leikhluta breyttist það og virtist minni hraði hafa jákvæð áhrif á sóknar- og varnarleik Snæfells. Heimamönnum tókst að minnka muninn í fimm stig áður en ÍR vaknaði aftur til lífs og setti allt í botn aftur. Mikilvægir þristar hjálpuðu gestunum í lok leikhlutans að klára fyrri hálfleik með átján stiga forskoti. Seinni hálfleikur byrjaði illa fyrir gestina. Quincy Hankins-Cole, fyrriverandi leikmaður Snæfells, fékk fljótlega dæmda á sig fjórðu villuna og fór á bekkin. Í kjölfar var stemmingin snæfellsmegin og greinilegt að allt gæti gerst í þessum leik. Á þessum tíma færðist töluverður hiti í leikin en heimamönnum tókst að nýta sér nýja andrúmsloftið sér í hag og minnkuði muninn í sjö stig. ÍR lét heimamenn fara í taugarnar á sér og hafði það augljóslega veruleg áhrif á þeirra leik en gestirnir fóru í auknum mæli að vannýta þau færi sem sköpuðust. Í fjórða leikhluta fundu gestirnir hinsvegar aftur réttan takt og með innkomu Quincy Hankins-Cole, sem hafði verið á bekknum nánast allan þriðja leikhluta, fór sóknarleikur ÍR-inga að verða betri og yfirvegaðri. Skotnýting fór aftur að batna og munurinn jókst enn á ný. Loks vann ÍR sannfærandi 16 stiga sigur á baráttuglöðu liði Snæfells sem mættu kanalausir til leiks í kvöld.Afhverju vann ÍR? ÍR-ingar búa yfir góðan mannskap og hafa ítrekað sýnt að þeir eru til alls líklegir þegar þeir mæta vel stemmdir til leiks. Sigurinn í kvöld var engu að síðu hálfgert formsatriði því kanalausir Hólmarar áttu erfitt með að ógna ÍR-ingum. ÍR stjórnaði leiknum mest allan tíman þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir heimamanna til að verja heimavöllinn sinn.Hvað gekk vel? Varnarleikur ÍR-inga var góður, einkum í fyrsta og öðrum leikhluta. Sú pressa sem sett var á heimamenn skilaði sér í hraðaupphlaupum og leiddi til þess að Snæfell þurfti að elta gestina allan leikinn. Sóknarleikur ÍR-inga var einnig til fyrirmyndar og var þá sérstaklega gaman að fylgjast með hversu vel boltinn gekk á milli manna á köflum. Hvað gekk illa? Þriðji leikhluti reyndist ÍR-ingum mjög erfiður. Um leið og ÍR-ingar tóku Quincy af vellinum fór Snæfell að auka pressuna sem leiddi greinilega til þess að menn urðu pirraðir. Kristinn Marínósson fékk dæmda á sig tæknivillu, skotnýtingin versnaði og heimamönnum tókst loks að vinna leikhlutann.Bestu menn vallarins? Hjá ÍR voru Sveinbjörn Claessen, Kristinn Marínósson og Matthías Orri mjög áberandi í bæði vörn og sókn. Quincy Hankins-Cole skilaði sínu þrátt fyrir að lenda snemma í villuvandræðum. Hjá Snæfell áttu þeir Andrée Fares Michelsson og Sveinn Arnar Davíðsson góðan leik.Borche: Allt of dýrkeyptur sigur ef meiðslin eru alvarleg „Kristinn Marínósson er meiddur og nú þurfum við að hitta lækni til að sjá hversu alvarlegt þetta er. Þetta leit alls ekki vel út,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, áhyggjufullur eftir sigurinn í kvöld. „Engu að síðu náðum við í tvö stig eins og við bjuggumst fyrirfram við. Við stjórnuðum leiknum og þrátt fyrir lítinn mun á köflum vorum við allan tíman sigurvissir.“ „Þriðji leikhluti var hinsvegar ekki góður. Við komum þó aftur til baka og kláruðum leikin þrátt fyrir villuvandræði hjá Quincy. Mig grunar að Snæfell ætlaði að fara í taugarnar á honum og spila dirty, sem getur verið hættulegt, en hann lifði þetta af. Hann á eftir að átta sig á því að fólk kemur til með að reyna að stoppa hann með ýmsum hætti. Hann verður samt að aðlagast og venjast þessu án þess að láta koma sér úr jafnvægi.“ „Ef Snæfell heldur áfram að berjast af sambærilegri ástriðu eiga þeir eftir að valda öðrum liðum miklum vandræðum,“ sagði Borche að lokum.Ingi Þór: Stoltur af mínu liði og tek hatt minn ofan fyrir því hvernig við spiluðum „Við vorum án Ameríkana og ég var mjög pirraður með það eins og var búið að tala um í dag en þeir sem spiluðu og voru á gólfinu lögðu sig allir fram,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Við lendum tuttugu stigum undir og náum í fjórgang að minnka þetta í fimm eða sex stig. Með aðeins betri frákastabaráttu hefðum við náð yfirhöndum og leikurinn hefði farið öðruvísi.“ Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
ÍR-ingar unnu Snæfell sannfærandi, 82-98, í tólftu umferð Domino´s deildarinnar í Íþróttarmiðstöð Stykkishólms í kvöld. Leikurinn hófst á ágætis hittni hjá báðum liðum og einkenndist af miklum hraða en ÍR-ingar voru þó sterkari aðilinn í upphafi leiks. Gestirnir voru ávallt skrefinu á undan og kláruðu flest öll færi með sóma. Jafnframt sýndu ÍR-ingar skilvirkan varnarleik sem skilaði þó nokkrum hraðaupphlaupum og auðveldum körfum. Í öðrum leikhluta minnkaði hraði leiksins hinsvegar töluvert og fóru bæði liðin að stilla í auknum mæli upp í sóknarkerfin sín. Boltinn gekk ágætlega á milli manna hjá ÍR-ingum og enduðu flestar sóknir með öruggum körfum. Snæfell átti aftur á móti aðeins erfiðara með sinn sóknarleik en um miðjan annan leikhluta breyttist það og virtist minni hraði hafa jákvæð áhrif á sóknar- og varnarleik Snæfells. Heimamönnum tókst að minnka muninn í fimm stig áður en ÍR vaknaði aftur til lífs og setti allt í botn aftur. Mikilvægir þristar hjálpuðu gestunum í lok leikhlutans að klára fyrri hálfleik með átján stiga forskoti. Seinni hálfleikur byrjaði illa fyrir gestina. Quincy Hankins-Cole, fyrriverandi leikmaður Snæfells, fékk fljótlega dæmda á sig fjórðu villuna og fór á bekkin. Í kjölfar var stemmingin snæfellsmegin og greinilegt að allt gæti gerst í þessum leik. Á þessum tíma færðist töluverður hiti í leikin en heimamönnum tókst að nýta sér nýja andrúmsloftið sér í hag og minnkuði muninn í sjö stig. ÍR lét heimamenn fara í taugarnar á sér og hafði það augljóslega veruleg áhrif á þeirra leik en gestirnir fóru í auknum mæli að vannýta þau færi sem sköpuðust. Í fjórða leikhluta fundu gestirnir hinsvegar aftur réttan takt og með innkomu Quincy Hankins-Cole, sem hafði verið á bekknum nánast allan þriðja leikhluta, fór sóknarleikur ÍR-inga að verða betri og yfirvegaðri. Skotnýting fór aftur að batna og munurinn jókst enn á ný. Loks vann ÍR sannfærandi 16 stiga sigur á baráttuglöðu liði Snæfells sem mættu kanalausir til leiks í kvöld.Afhverju vann ÍR? ÍR-ingar búa yfir góðan mannskap og hafa ítrekað sýnt að þeir eru til alls líklegir þegar þeir mæta vel stemmdir til leiks. Sigurinn í kvöld var engu að síðu hálfgert formsatriði því kanalausir Hólmarar áttu erfitt með að ógna ÍR-ingum. ÍR stjórnaði leiknum mest allan tíman þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir heimamanna til að verja heimavöllinn sinn.Hvað gekk vel? Varnarleikur ÍR-inga var góður, einkum í fyrsta og öðrum leikhluta. Sú pressa sem sett var á heimamenn skilaði sér í hraðaupphlaupum og leiddi til þess að Snæfell þurfti að elta gestina allan leikinn. Sóknarleikur ÍR-inga var einnig til fyrirmyndar og var þá sérstaklega gaman að fylgjast með hversu vel boltinn gekk á milli manna á köflum. Hvað gekk illa? Þriðji leikhluti reyndist ÍR-ingum mjög erfiður. Um leið og ÍR-ingar tóku Quincy af vellinum fór Snæfell að auka pressuna sem leiddi greinilega til þess að menn urðu pirraðir. Kristinn Marínósson fékk dæmda á sig tæknivillu, skotnýtingin versnaði og heimamönnum tókst loks að vinna leikhlutann.Bestu menn vallarins? Hjá ÍR voru Sveinbjörn Claessen, Kristinn Marínósson og Matthías Orri mjög áberandi í bæði vörn og sókn. Quincy Hankins-Cole skilaði sínu þrátt fyrir að lenda snemma í villuvandræðum. Hjá Snæfell áttu þeir Andrée Fares Michelsson og Sveinn Arnar Davíðsson góðan leik.Borche: Allt of dýrkeyptur sigur ef meiðslin eru alvarleg „Kristinn Marínósson er meiddur og nú þurfum við að hitta lækni til að sjá hversu alvarlegt þetta er. Þetta leit alls ekki vel út,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR, áhyggjufullur eftir sigurinn í kvöld. „Engu að síðu náðum við í tvö stig eins og við bjuggumst fyrirfram við. Við stjórnuðum leiknum og þrátt fyrir lítinn mun á köflum vorum við allan tíman sigurvissir.“ „Þriðji leikhluti var hinsvegar ekki góður. Við komum þó aftur til baka og kláruðum leikin þrátt fyrir villuvandræði hjá Quincy. Mig grunar að Snæfell ætlaði að fara í taugarnar á honum og spila dirty, sem getur verið hættulegt, en hann lifði þetta af. Hann á eftir að átta sig á því að fólk kemur til með að reyna að stoppa hann með ýmsum hætti. Hann verður samt að aðlagast og venjast þessu án þess að láta koma sér úr jafnvægi.“ „Ef Snæfell heldur áfram að berjast af sambærilegri ástriðu eiga þeir eftir að valda öðrum liðum miklum vandræðum,“ sagði Borche að lokum.Ingi Þór: Stoltur af mínu liði og tek hatt minn ofan fyrir því hvernig við spiluðum „Við vorum án Ameríkana og ég var mjög pirraður með það eins og var búið að tala um í dag en þeir sem spiluðu og voru á gólfinu lögðu sig allir fram,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Við lendum tuttugu stigum undir og náum í fjórgang að minnka þetta í fimm eða sex stig. Með aðeins betri frákastabaráttu hefðum við náð yfirhöndum og leikurinn hefði farið öðruvísi.“
Dominos-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira