Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 80-73 | Fullt hús hjá Keflavík á móti nágrönnunum Kristinn Geir Friðriksson í Sláturhúsinu skrifar 5. janúar 2017 21:00 Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur. vísir/ernir Keflvíkingar unnu Njarðvíkinga í þriðja sinn í vetur í Sláturhúsinu í kvöld þegar liðið mættust í 12. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Keflavík hafði áður unnið nágranna sína í deildarleik í Njarðvík og í bikarleik á Sunnubrautinni. Þetta var þriðji deildarsigur Keflavíkurliðsins í röð en þeir skildu Njarðvíkurliðið eftir í fallsæti með þessum sigri í kvöld. Amin Khalil Stevens var með 25 stig og 17 fráköst og Magnús Már Traustason skoraði 22 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson var bara með 6 stig en gaf 9 stoðsendingar. Logi Gunnarsson skoraði sjö þrista og 28 stig alls en Jeremy Martez Atkinson var með 21 stig og 11 fráköst. Eins og svo oft áður var þetta grannaslagur af bestu gerð; spennandi naglbítur. Gæði leiksins voru kannski ekki þau sem fólk hefur átt að venjast síðustu áratugi í Reykjanesbæ en það skipti litlu þvi baráttan, spennan og sigurviljinn voru við hendina og lokamínútur leiksins gríðarlega spennandi. Svo fór að lokum að heimamenn í Keflavík sigruðu 80-73. Keflavík byrjaði leikinn mun betur; sóknarflæðið kom fljótt og vörnin small í öðrum hluta. Njarðvik þurfti að elta allan fyrri hálfleik og staðan eftir hann 41-34. Njarðvíkingar náðu ekki að bíta frá sér í þriðja hluta en á sama tíma náðu heimamenn aldrei að stinga gestina af. Um miðjan lokafjórðung kom að þætti Loga Gunnarssonar; hann smellti hverjum þrist á fætur öðrum á sama tíma og svæðisvörn Njarðvíkur náði að loka á sóknartilburði Keflavíkur. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var staðan 72-71 og allt gat gerst. Njarðvíkingar nýttu sér þetta hinsvegar ekki og heimamenn sigruðu sanngjarnt. Logi Gunnarsson var frábær í seinni hálfleik fyrir Njarðvík, Jeremy Atkinson var traustur lunga leiks en aðrir lykilleikmenn liðsins áttu í raun afleiddan dag. Hjá Keflavík voru Amin Stevens og Magnús Már Traustason bestir en Hörður Axel Vilhjálmsson og Reggie Dupree áttu einnig ágætan leik.Björn: Eigum ekki að spila svona Björn Kristjánsson leikmaður Njarðvíkur fann sig illa í leiknum í kvöld þó svo að hann hafi skilað fimmtán stigum og aðspurður hvort fjarvera Myron Dempsey hafi haft slæm áhrif á leik liðsins sagði Björn: „Auðvitað hafði það einhver áhrif en alls ekki ástæðan fyrir tapinu. Við vorum alltof flatir i fyrri hálfleik og pikkuðum þetta aðeins upp í seinni og töpum svo naumt í lokin á töpuðum boltum og klikkuðum skotum.“ Lykilmenn liðsins áttu skelfingarkvöld en Logi Gunnarsson náði að gefa liðinu líflínu með mörgum þristum á síðustu mínútum leikins en aðeins vantaði uppá til að klára leikinn. „Við vorum andlausir. Sóknin var fyrirsjáanleg og við stigum aldrei nógu vel út. Við eigum ekki að þurfa þessa stóru þrista til þess að koma okkur í gang; við eigum að mæta tilbúnir!“ sagði Björn svekktur í leikslok.Ágúst: Styrkleikamerki að halda haus í svona orrahríð Keflvíkingar spiluðu alls engan glansbolta í leiknum þó sigur hefði náðst. Liðið hefði átt að loka leiknum mun fyrr en alltaf náðu Njarðvíkingar að halda sér í seilingarfjarlægð og svo undir lokin að gefa sér tækifæri til að vinna leikinn. Ágúst Orrason leikmaður Keflavík hafði svarið við þessu, „Þeir [Njarðvík] eru með Loga í sínu liði sem getur sett þrista uppúr engu. Þessir þristar eru þeirra helsta vopn. Það virkaði hjá þeim í dag og þá geta þeir verið í hörkuleik við lið eins og okkur. Þetta er bara svo fljótt að gerast hjá þeim þegar þeir detta í þetta stuð. Við náðum hinsvegar að halda haus og það er styrkleikamerki,“ sagði Ágúst. „Það er drulluerfitt að spila þegar mótherjinn er að hitta svona eins og Njarðvík gerði í kvöld en við náðum að halda haus. Við einbeittum okkur að því að fara ekki hraðann bolta með þeim. Við stjórnuðum leiknum; tókum okkar tíma í sókninni og fengum góð skot og það hélt út.“ sagði Ágúst í sigurvímu eftir harðsóttan sigur.Textalýsing: Keflavík - Njarðvík Dominos-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira
Keflvíkingar unnu Njarðvíkinga í þriðja sinn í vetur í Sláturhúsinu í kvöld þegar liðið mættust í 12. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Keflavík hafði áður unnið nágranna sína í deildarleik í Njarðvík og í bikarleik á Sunnubrautinni. Þetta var þriðji deildarsigur Keflavíkurliðsins í röð en þeir skildu Njarðvíkurliðið eftir í fallsæti með þessum sigri í kvöld. Amin Khalil Stevens var með 25 stig og 17 fráköst og Magnús Már Traustason skoraði 22 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson var bara með 6 stig en gaf 9 stoðsendingar. Logi Gunnarsson skoraði sjö þrista og 28 stig alls en Jeremy Martez Atkinson var með 21 stig og 11 fráköst. Eins og svo oft áður var þetta grannaslagur af bestu gerð; spennandi naglbítur. Gæði leiksins voru kannski ekki þau sem fólk hefur átt að venjast síðustu áratugi í Reykjanesbæ en það skipti litlu þvi baráttan, spennan og sigurviljinn voru við hendina og lokamínútur leiksins gríðarlega spennandi. Svo fór að lokum að heimamenn í Keflavík sigruðu 80-73. Keflavík byrjaði leikinn mun betur; sóknarflæðið kom fljótt og vörnin small í öðrum hluta. Njarðvik þurfti að elta allan fyrri hálfleik og staðan eftir hann 41-34. Njarðvíkingar náðu ekki að bíta frá sér í þriðja hluta en á sama tíma náðu heimamenn aldrei að stinga gestina af. Um miðjan lokafjórðung kom að þætti Loga Gunnarssonar; hann smellti hverjum þrist á fætur öðrum á sama tíma og svæðisvörn Njarðvíkur náði að loka á sóknartilburði Keflavíkur. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var staðan 72-71 og allt gat gerst. Njarðvíkingar nýttu sér þetta hinsvegar ekki og heimamenn sigruðu sanngjarnt. Logi Gunnarsson var frábær í seinni hálfleik fyrir Njarðvík, Jeremy Atkinson var traustur lunga leiks en aðrir lykilleikmenn liðsins áttu í raun afleiddan dag. Hjá Keflavík voru Amin Stevens og Magnús Már Traustason bestir en Hörður Axel Vilhjálmsson og Reggie Dupree áttu einnig ágætan leik.Björn: Eigum ekki að spila svona Björn Kristjánsson leikmaður Njarðvíkur fann sig illa í leiknum í kvöld þó svo að hann hafi skilað fimmtán stigum og aðspurður hvort fjarvera Myron Dempsey hafi haft slæm áhrif á leik liðsins sagði Björn: „Auðvitað hafði það einhver áhrif en alls ekki ástæðan fyrir tapinu. Við vorum alltof flatir i fyrri hálfleik og pikkuðum þetta aðeins upp í seinni og töpum svo naumt í lokin á töpuðum boltum og klikkuðum skotum.“ Lykilmenn liðsins áttu skelfingarkvöld en Logi Gunnarsson náði að gefa liðinu líflínu með mörgum þristum á síðustu mínútum leikins en aðeins vantaði uppá til að klára leikinn. „Við vorum andlausir. Sóknin var fyrirsjáanleg og við stigum aldrei nógu vel út. Við eigum ekki að þurfa þessa stóru þrista til þess að koma okkur í gang; við eigum að mæta tilbúnir!“ sagði Björn svekktur í leikslok.Ágúst: Styrkleikamerki að halda haus í svona orrahríð Keflvíkingar spiluðu alls engan glansbolta í leiknum þó sigur hefði náðst. Liðið hefði átt að loka leiknum mun fyrr en alltaf náðu Njarðvíkingar að halda sér í seilingarfjarlægð og svo undir lokin að gefa sér tækifæri til að vinna leikinn. Ágúst Orrason leikmaður Keflavík hafði svarið við þessu, „Þeir [Njarðvík] eru með Loga í sínu liði sem getur sett þrista uppúr engu. Þessir þristar eru þeirra helsta vopn. Það virkaði hjá þeim í dag og þá geta þeir verið í hörkuleik við lið eins og okkur. Þetta er bara svo fljótt að gerast hjá þeim þegar þeir detta í þetta stuð. Við náðum hinsvegar að halda haus og það er styrkleikamerki,“ sagði Ágúst. „Það er drulluerfitt að spila þegar mótherjinn er að hitta svona eins og Njarðvík gerði í kvöld en við náðum að halda haus. Við einbeittum okkur að því að fara ekki hraðann bolta með þeim. Við stjórnuðum leiknum; tókum okkar tíma í sókninni og fengum góð skot og það hélt út.“ sagði Ágúst í sigurvímu eftir harðsóttan sigur.Textalýsing: Keflavík - Njarðvík
Dominos-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira