Þriggja hesta kapphlaup á nýju ári Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 06:00 Hlynur Bæringsson var frábær í síðasta leik á móti KR. Vísir/Ernir „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að Tindastóll gerði rétt með að skipta um þjálfara og fá sér annan útlending. Það eru Stólarnir búnir að sýna með því að vinna fimm leiki í röð og vera í efsta sætinu um jólin,“ segir Kristinn G. Friðriksson, fyrrverandi landsliðsmaður og sérfræðingur íþróttadeildar 365 um Domino’s-deild karla í körfunni, sem fer aftur af stað á nýju ári í kvöld. Stólarnir voru búnir að ná fjórum sigrum og tapa tveimur leikjum þegar þeir skiptu út Joe Costa fyrir Israel Martin í þjálfarastólnum og fengu Bandaríkjamanninn Antonio Hester. Síðan hefur liðið ekki tapað leik. Það er allt annað að sjá það. „Andrúmsloftið virðist líka hafa snarbreyst,“ segir Kristinn sem Fréttablaðið fékk til að horfa fram á veginn og rýna í seinni ellefu umferðirnar í deildinni áður en kemur að úrslitakeppninni. „Þar sem andrúmsloftið hefur breyst svona mikið grunar mig að undirliggjandi hafi verið kergja og það er erfitt að spila í þannig umhverfi. Ég þekki það vel enda lenti ég í nokkrum þannig liðum. Þessar breytingar hafa leyst eitthvað úr læðingi þarna og það kæmi mér verulega á óvart, í raun yrði ég bara fyrir vonbrigðum, ef Stólarnir fara ekki alla leið í úrslit.“Jón Arnór Stefánsson.Vísir/DaníelKR bíður eftir Jóni Arnóri Kristinn segir að þetta verði þriggja hesta kapphlaup að Íslandsmeistaratitlinum á milli Tindastóls, Stjörnunnar og KR en tvö síðarnefndu liðin eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar. „Þau ættu öll að fara í lokaúrslitin en þangað komast bara tvö. Það er svekkjandi því eitt liðið verður að heltast úr lestinni á endanum,“ segir Kristinn. Stjarnan skipti út Bandaríkjamanninum Devon Austin fyrir nýjan bakvörð þar sem þeir hafa fengið styrk í kraftframherjastöðuna. Tímabilið ræðst á því hvað þessi nýi maður getur. „Fyrir mér er þetta einfalt. Þessi gæi „meikar eða breikar“ tímabilið hjá Stjörnunni. Ef hann er nógu góður þá er liðið nógu gott til að verða Íslandsmeistari. Þetta er áhætta sem Stjarnan er að taka en það er bara gott því líf án áhættu er sorglegt. Það er bara að vonast eftir því að þessi nýi gaur sé betri en skuggamaðurinn sem var fyrir áramót.“ En hvað með KR? „Þeir eru ekki enn búnir að skipta um Kana og eru bara að bíða eftir Jóni Arnóri. Það finnst mér mistök hjá þeim. Þeir eiga að vera í stakk búnir til að vinna titilinn án Jóns og svo fá hann bara inn þegar hann kemur inn. KR vann titilinn ekkert rosalega sannfærandi í fyrra og er núna án Craions þannig að mér finnst þetta viðhorf ekki nógu gott,“ segir Kristinn.Skallagrímsmenn.Vísir/ErnirNýliðarnir dala Grindavík er í fjórða sæti og þar telur Kristinn að liðið verði eftir 22 umferðir. Engin breyting verður á efstu fjórum en Haukarnir eiga eftir að koma upp á meðan nýliðarnir munu lenda í erfiðleikum. „Skallagrímur er búinn að vinna nokkra leiki án þess að vera að spila eitthvað rosalega vel. Skallarnir treysta svolítið á gamla menn eins og Magga Gunn og Darrell Flake sem er ekki nógu gott. Þeir munu dala verulega og Þór frá Akureyri missir flugið, held ég. Þorlákshafnar-Þórsarar og Haukar fara að vinna leiki og verða sterkari núna í seinni hlutanum,“ segir Kristinn.Jákvæðara en erfitt hjá Njarðvík Stórlið Njarðvíkur er í fallsæti eftir fyrri hlutann sem er fáheyrt og óboðlegt þar á bæ. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari liðsins, þarf ekki lengur að vera með Bonneau-drauginn svífandi yfir sér því liðið er búið að fá Myron Dempsey sem áður spilaði með Tindastóli. „Danni er kominn með liðið sem hann fær þannig að hann þarf ekkert að vesenast í því lengur. Það er algjörlega fráleitt að halda að þetta lið núna sé ekki betra en það sem spilaði fyrir áramót,“ segir Kristinn en fljúga þeir grænu þá inn í úrslitakeppnina? „Þeir munu þurfa að hafa fyrir því að komast í úrslitakeppnina ef það verður rétt hjá mér að Haukarnir fari á flug. Þetta verður erfitt hjá Njarðvík en liðið ætti að komast í úrslitakeppnina með þessu nýja blóði,“ segir Kristinn G. Friðriksson. Dominos-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira
„Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að Tindastóll gerði rétt með að skipta um þjálfara og fá sér annan útlending. Það eru Stólarnir búnir að sýna með því að vinna fimm leiki í röð og vera í efsta sætinu um jólin,“ segir Kristinn G. Friðriksson, fyrrverandi landsliðsmaður og sérfræðingur íþróttadeildar 365 um Domino’s-deild karla í körfunni, sem fer aftur af stað á nýju ári í kvöld. Stólarnir voru búnir að ná fjórum sigrum og tapa tveimur leikjum þegar þeir skiptu út Joe Costa fyrir Israel Martin í þjálfarastólnum og fengu Bandaríkjamanninn Antonio Hester. Síðan hefur liðið ekki tapað leik. Það er allt annað að sjá það. „Andrúmsloftið virðist líka hafa snarbreyst,“ segir Kristinn sem Fréttablaðið fékk til að horfa fram á veginn og rýna í seinni ellefu umferðirnar í deildinni áður en kemur að úrslitakeppninni. „Þar sem andrúmsloftið hefur breyst svona mikið grunar mig að undirliggjandi hafi verið kergja og það er erfitt að spila í þannig umhverfi. Ég þekki það vel enda lenti ég í nokkrum þannig liðum. Þessar breytingar hafa leyst eitthvað úr læðingi þarna og það kæmi mér verulega á óvart, í raun yrði ég bara fyrir vonbrigðum, ef Stólarnir fara ekki alla leið í úrslit.“Jón Arnór Stefánsson.Vísir/DaníelKR bíður eftir Jóni Arnóri Kristinn segir að þetta verði þriggja hesta kapphlaup að Íslandsmeistaratitlinum á milli Tindastóls, Stjörnunnar og KR en tvö síðarnefndu liðin eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar. „Þau ættu öll að fara í lokaúrslitin en þangað komast bara tvö. Það er svekkjandi því eitt liðið verður að heltast úr lestinni á endanum,“ segir Kristinn. Stjarnan skipti út Bandaríkjamanninum Devon Austin fyrir nýjan bakvörð þar sem þeir hafa fengið styrk í kraftframherjastöðuna. Tímabilið ræðst á því hvað þessi nýi maður getur. „Fyrir mér er þetta einfalt. Þessi gæi „meikar eða breikar“ tímabilið hjá Stjörnunni. Ef hann er nógu góður þá er liðið nógu gott til að verða Íslandsmeistari. Þetta er áhætta sem Stjarnan er að taka en það er bara gott því líf án áhættu er sorglegt. Það er bara að vonast eftir því að þessi nýi gaur sé betri en skuggamaðurinn sem var fyrir áramót.“ En hvað með KR? „Þeir eru ekki enn búnir að skipta um Kana og eru bara að bíða eftir Jóni Arnóri. Það finnst mér mistök hjá þeim. Þeir eiga að vera í stakk búnir til að vinna titilinn án Jóns og svo fá hann bara inn þegar hann kemur inn. KR vann titilinn ekkert rosalega sannfærandi í fyrra og er núna án Craions þannig að mér finnst þetta viðhorf ekki nógu gott,“ segir Kristinn.Skallagrímsmenn.Vísir/ErnirNýliðarnir dala Grindavík er í fjórða sæti og þar telur Kristinn að liðið verði eftir 22 umferðir. Engin breyting verður á efstu fjórum en Haukarnir eiga eftir að koma upp á meðan nýliðarnir munu lenda í erfiðleikum. „Skallagrímur er búinn að vinna nokkra leiki án þess að vera að spila eitthvað rosalega vel. Skallarnir treysta svolítið á gamla menn eins og Magga Gunn og Darrell Flake sem er ekki nógu gott. Þeir munu dala verulega og Þór frá Akureyri missir flugið, held ég. Þorlákshafnar-Þórsarar og Haukar fara að vinna leiki og verða sterkari núna í seinni hlutanum,“ segir Kristinn.Jákvæðara en erfitt hjá Njarðvík Stórlið Njarðvíkur er í fallsæti eftir fyrri hlutann sem er fáheyrt og óboðlegt þar á bæ. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari liðsins, þarf ekki lengur að vera með Bonneau-drauginn svífandi yfir sér því liðið er búið að fá Myron Dempsey sem áður spilaði með Tindastóli. „Danni er kominn með liðið sem hann fær þannig að hann þarf ekkert að vesenast í því lengur. Það er algjörlega fráleitt að halda að þetta lið núna sé ekki betra en það sem spilaði fyrir áramót,“ segir Kristinn en fljúga þeir grænu þá inn í úrslitakeppnina? „Þeir munu þurfa að hafa fyrir því að komast í úrslitakeppnina ef það verður rétt hjá mér að Haukarnir fari á flug. Þetta verður erfitt hjá Njarðvík en liðið ætti að komast í úrslitakeppnina með þessu nýja blóði,“ segir Kristinn G. Friðriksson.
Dominos-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Sjá meira