Gríðarlegt umfang veðmálafyrirtækja: Falast eftir upplýsingum og útsendarar á hverjum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. janúar 2017 19:00 Gríðarlegt umfang er í tengslum við veðmálastarfssemi á íslenskum knattspyrnuleikjum og teygir það anga sína inn í leikmannahópa íslenskra liða. Í gær voru niðurstöður rannsóknar kynntar sem sýndu að leikmenn hér á landi eru margir hverjir óhræddir við að veðja á úrslit eigin leikja. 78,1 prósent karlkyns leikmanna höfðu veðjað á úrslit íslenskra leikja á erlendum vefsíðum minnst einu sinni undanfarna tólf mánuði og 28,8 prósent vikulega eða oftar. Í síðarnefnda hópnum hafði fimmti hver veðjað á úrslit eigin leiks. Sjá einnig: Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Það skal tekið fram að erlendar veðmálasíður mega ekki starfa hér á landi og allir samningsbundnir leikmenn KSÍ hafa ekki heimild til að veðja á úrslit neinna leikja hér á landi, þannig að það rýri trúverðugleika leikmannsins eða félagsins.*25 veittu upplýsingar Rannsóknin var gríðarlega umfangsmikil og náði til leikmanna í öllum deildum karla og kvenna hér á landi. Af 2170 leikmönnum svöruðu rúmlega 700 könnuninni. Hún sýndi einnig að tæplega 20 prósent leikmanna þekktu til annarra leikmanna eða þjálfara sem höfðu gefið erlendum veðmálasíðum upplýsingar um eigið lið eða önnur. Sjá einnig: Sjö prósent leikmanna á Íslandi veðja á eigin leiki Enn fremur höfðu 12,9 prósent verið sjálfir inntir eftir upplýsingum um eigið lið. 3,6 prósent, um það bil 25 einstaklingar, viðurkenndu að hafa veitt slíkar upplýsingar.Andri Steinn Birgisson.VísirFlestir þjálfarar lenda í þessu Andri Steinn Birgisson, sem var sjálfur leikmaður í efstu deild karla í fjölda ára, var í fyrra þjálfari Þróttar í Vogum sem leikur í 3. deild karla. Hann segist kannast vel við þetta. „Það virðist vera töluvert um þetta,“ sagði hann í samtali við fréttastofu í dag. „Ég hef fengið spurningar um þessi mál. Hvort að allir séu klárir í leikinn og þess háttar.“ Andri Steinn segist engar upplýsingar hafa veitt og brýnt fyrir sínum leikmönnum að gera slíkt hið sama. „Ég bað menn um að gefa alls ekki upp byrjunarliðið, hvort sem var daginn fyrir leik eða á leikdag. Ég vona að það hafi verið farið eftir því.“ Hann segist vita vel til þess að aðrir þjálfarar fái svipaðar spurningar. „Ég held að flestir þjálfarar lendi í þessu, sérstaklega í neðri deildunum. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta er hjá stóru klúbbunum.“Íslensk síða veitir upplýsingar Það eru þó ekki aðeins erlendar veðmálasíður sem afla sér upplýsinga um íslensk lið og leikmenn. TipsterTube er íslensk vefsíða sem lætur vita af veðmálum um allan heim, bæði í gegnum vefsíðu sína og smáforrit. Að sögn Sigurjóns Jónssonar, eins eiganda síðunnar, hafa þrettán þúsund aðilar víða um heim skráð sig á hana síðan hún fór í loftið fyrir ári síðan. Þar geta þeir aflað sér upplýsinga um íslenska knattspyrnu, meðal annars af sérfræðingum sem þar starfa. Þá eru fulltrúar tölfræðiveita algeng sjón á íslenskum knattspyrnuleikjum. Magnús Sigurbjörnsson var í níu ár starfandi hjá Running Ball, fyrirtæki sem safnar tölfræðiupplýsingum fyrir veðmálafyrirtæki.Fylgst með öllum leikjum Hann segir að íslenskir knattspyrnuleikir séu vinsælir þar sem þeir séu á dagskrá þegar margar aðrar keppnir eru í fríi. Þar með ná þær að uppfylla ákveðnar þarfir veðmálafyrirtækjanna. „Þetta brúar bilið á milli Evrópu og Suður-Ameríku og gefur veðbönkunum eitthvað sem vantar á því bili. Það er því mikið fylgst með íslenskum leikjum.“ „Það er verið að fylgjast með leikjum niður í fjórðu deild karla, í öðrum flokki karla jafnvel líka og í öllum kvennadeildum líka.“ „Það er í raun fylgst með öllum leikjum sem eru tvisvar sinnum 45 mínútur hér á landi.“ Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni hér fyrir neðan en fréttina sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 eru í spilaranum hér fyrir ofan.* Uppfært 22.45: Í staðalsamningi leikmanna sem KSÍ gefur út stendur í lið 1. d: „Leikmanni er óheimilt að taka þátt í veðmálum innan knattspyrnuhreyfingarinnar eða annarri tengdri starfsemi sem rýrt getur trúverðugleika leikmanns eða félags.“ Í sömu málsgrein stóð áður að ólöglegt væri að veðja á leiki á erlendum knattspyrnusíðum en réttar er að segja að erlendar veðmálasíður mega ekki starfa á Íslandi. Íslenski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Gríðarlegt umfang er í tengslum við veðmálastarfssemi á íslenskum knattspyrnuleikjum og teygir það anga sína inn í leikmannahópa íslenskra liða. Í gær voru niðurstöður rannsóknar kynntar sem sýndu að leikmenn hér á landi eru margir hverjir óhræddir við að veðja á úrslit eigin leikja. 78,1 prósent karlkyns leikmanna höfðu veðjað á úrslit íslenskra leikja á erlendum vefsíðum minnst einu sinni undanfarna tólf mánuði og 28,8 prósent vikulega eða oftar. Í síðarnefnda hópnum hafði fimmti hver veðjað á úrslit eigin leiks. Sjá einnig: Freistingin er mikil fyrir íslenska knattspyrnumenn Það skal tekið fram að erlendar veðmálasíður mega ekki starfa hér á landi og allir samningsbundnir leikmenn KSÍ hafa ekki heimild til að veðja á úrslit neinna leikja hér á landi, þannig að það rýri trúverðugleika leikmannsins eða félagsins.*25 veittu upplýsingar Rannsóknin var gríðarlega umfangsmikil og náði til leikmanna í öllum deildum karla og kvenna hér á landi. Af 2170 leikmönnum svöruðu rúmlega 700 könnuninni. Hún sýndi einnig að tæplega 20 prósent leikmanna þekktu til annarra leikmanna eða þjálfara sem höfðu gefið erlendum veðmálasíðum upplýsingar um eigið lið eða önnur. Sjá einnig: Sjö prósent leikmanna á Íslandi veðja á eigin leiki Enn fremur höfðu 12,9 prósent verið sjálfir inntir eftir upplýsingum um eigið lið. 3,6 prósent, um það bil 25 einstaklingar, viðurkenndu að hafa veitt slíkar upplýsingar.Andri Steinn Birgisson.VísirFlestir þjálfarar lenda í þessu Andri Steinn Birgisson, sem var sjálfur leikmaður í efstu deild karla í fjölda ára, var í fyrra þjálfari Þróttar í Vogum sem leikur í 3. deild karla. Hann segist kannast vel við þetta. „Það virðist vera töluvert um þetta,“ sagði hann í samtali við fréttastofu í dag. „Ég hef fengið spurningar um þessi mál. Hvort að allir séu klárir í leikinn og þess háttar.“ Andri Steinn segist engar upplýsingar hafa veitt og brýnt fyrir sínum leikmönnum að gera slíkt hið sama. „Ég bað menn um að gefa alls ekki upp byrjunarliðið, hvort sem var daginn fyrir leik eða á leikdag. Ég vona að það hafi verið farið eftir því.“ Hann segist vita vel til þess að aðrir þjálfarar fái svipaðar spurningar. „Ég held að flestir þjálfarar lendi í þessu, sérstaklega í neðri deildunum. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta er hjá stóru klúbbunum.“Íslensk síða veitir upplýsingar Það eru þó ekki aðeins erlendar veðmálasíður sem afla sér upplýsinga um íslensk lið og leikmenn. TipsterTube er íslensk vefsíða sem lætur vita af veðmálum um allan heim, bæði í gegnum vefsíðu sína og smáforrit. Að sögn Sigurjóns Jónssonar, eins eiganda síðunnar, hafa þrettán þúsund aðilar víða um heim skráð sig á hana síðan hún fór í loftið fyrir ári síðan. Þar geta þeir aflað sér upplýsinga um íslenska knattspyrnu, meðal annars af sérfræðingum sem þar starfa. Þá eru fulltrúar tölfræðiveita algeng sjón á íslenskum knattspyrnuleikjum. Magnús Sigurbjörnsson var í níu ár starfandi hjá Running Ball, fyrirtæki sem safnar tölfræðiupplýsingum fyrir veðmálafyrirtæki.Fylgst með öllum leikjum Hann segir að íslenskir knattspyrnuleikir séu vinsælir þar sem þeir séu á dagskrá þegar margar aðrar keppnir eru í fríi. Þar með ná þær að uppfylla ákveðnar þarfir veðmálafyrirtækjanna. „Þetta brúar bilið á milli Evrópu og Suður-Ameríku og gefur veðbönkunum eitthvað sem vantar á því bili. Það er því mikið fylgst með íslenskum leikjum.“ „Það er verið að fylgjast með leikjum niður í fjórðu deild karla, í öðrum flokki karla jafnvel líka og í öllum kvennadeildum líka.“ „Það er í raun fylgst með öllum leikjum sem eru tvisvar sinnum 45 mínútur hér á landi.“ Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni hér fyrir neðan en fréttina sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 eru í spilaranum hér fyrir ofan.* Uppfært 22.45: Í staðalsamningi leikmanna sem KSÍ gefur út stendur í lið 1. d: „Leikmanni er óheimilt að taka þátt í veðmálum innan knattspyrnuhreyfingarinnar eða annarri tengdri starfsemi sem rýrt getur trúverðugleika leikmanns eða félags.“ Í sömu málsgrein stóð áður að ólöglegt væri að veðja á leiki á erlendum knattspyrnusíðum en réttar er að segja að erlendar veðmálasíður mega ekki starfa á Íslandi.
Íslenski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti