Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2017 12:21 Bjarni Benediktsson á Besssatöðum á föstudag þegar hann fékk stjórnarmyndunarumboðið. vísir/stefán Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. Þetta er í samræmi við orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í viðtali við Fréttablaðið á gamlársdag þar sem hann sagðist reikna með því að stærð flokkanna á þingi muni endurspeglast í fjölda ráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann en Viðreisn er með sjö þingmenn og Björt framtíð fjóra. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram klukkan 15 í dag en þær hafa formlega staðið yfir frá því á mánudag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fer með umboðið til stjórnarmyndunar en það fékk hann frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á föstudag. Bjartsýni ríkir í viðræðunum og sagði Bjarni í samtali við Stöð 2 í gær að líklegt væri að viðræðunum yrði lokið í vikulok. Þó væru ennþá nokkur stór mál sem stæðu út af. Á fundi með blaðamönnum á Bessastöðum á föstudag sagði Bjarni að gengið væri út frá því í viðræðunum að hann yrði forsætisráðherra ef tækist að koma ACD-ríkisstjórn saman. Þar með er að minnsta kosti eitt ráðuneyti mannað en ekkert annað hefur verið gefið upp um hverjir munu gegna ráðherraembætti eða hvaða ráðuneyti falla í skaut hvaða flokka. Þó verður að teljast nær öruggt að hinir formennirnir tveir, það er Benedikt og svo Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, setjist í ráðherrastóla. Þá er það líklegt, eftir því sem Vísir kemst næst, að þingflokksformenn flokkanna þriggja, þau Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, taki sæti í ríkisstjórn. Hingað til hefur ekki verið hefð fyrir því að þingflokksformenn séu einnig ráðherrar en hafa verður í huga að þau tóku að sér formennsku í þingflokkunum við afar sérstakar aðstæður á Alþingi núna í desember. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að skipta um þingflokksformenn. Tengdar fréttir Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. 3. janúar 2017 20:22 Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. 3. janúar 2017 12:43 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. Þetta er í samræmi við orð Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, í viðtali við Fréttablaðið á gamlársdag þar sem hann sagðist reikna með því að stærð flokkanna á þingi muni endurspeglast í fjölda ráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn á Alþingi með 21 þingmann en Viðreisn er með sjö þingmenn og Björt framtíð fjóra. Stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram klukkan 15 í dag en þær hafa formlega staðið yfir frá því á mánudag. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fer með umboðið til stjórnarmyndunar en það fékk hann frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á föstudag. Bjartsýni ríkir í viðræðunum og sagði Bjarni í samtali við Stöð 2 í gær að líklegt væri að viðræðunum yrði lokið í vikulok. Þó væru ennþá nokkur stór mál sem stæðu út af. Á fundi með blaðamönnum á Bessastöðum á föstudag sagði Bjarni að gengið væri út frá því í viðræðunum að hann yrði forsætisráðherra ef tækist að koma ACD-ríkisstjórn saman. Þar með er að minnsta kosti eitt ráðuneyti mannað en ekkert annað hefur verið gefið upp um hverjir munu gegna ráðherraembætti eða hvaða ráðuneyti falla í skaut hvaða flokka. Þó verður að teljast nær öruggt að hinir formennirnir tveir, það er Benedikt og svo Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, setjist í ráðherrastóla. Þá er það líklegt, eftir því sem Vísir kemst næst, að þingflokksformenn flokkanna þriggja, þau Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Björt Ólafsdóttir, Bjartri framtíð, og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn, taki sæti í ríkisstjórn. Hingað til hefur ekki verið hefð fyrir því að þingflokksformenn séu einnig ráðherrar en hafa verður í huga að þau tóku að sér formennsku í þingflokkunum við afar sérstakar aðstæður á Alþingi núna í desember. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að skipta um þingflokksformenn.
Tengdar fréttir Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. 3. janúar 2017 20:22 Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. 3. janúar 2017 12:43 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Bjarni segir að vikan ætti að duga til að klára viðræður Formaður Sjálfstæðisflokksins segir allan ytri ramma að samkomulagi flokksins um stjórnarsamstarf við Viðreisn og Bjarta framtíð kominn og það ætti að vera hægt að ljúka viðræðunum í þessari viku. Hins vegar standi mikilvæg mál enn út af borðinu. 3. janúar 2017 20:22
Ræddu styrkleika og veikleika í mögulegu stjórnarsamstarfi með Viðreisn og Bjartri framtíð Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fundur hans með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í morgun hafi verið gott veganesti inn í áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræður hans við Bjarta framtíð og Viðreisn. 3. janúar 2017 12:43
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels