Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2017 16:15 Aron Pálmarsson. Vísir/AFP Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. Aron hefur verið að glíma við meiðsli frá því í leikjum Íslands í undankeppni EM í nóvember og er í kapphlaupi við tímann ætli hann sér að spila stórt hlutverk með íslenska liðinu í Frakklandi. Tölfræðin sýnir og sannar nauðsyn þess að Aron verði með. Mikilvægi Aron Pálmarsson fyrir landsliðið sést nefnilega mjög vel í tölfræðisamantekt HBStatz sem tók saman tölfræði í keppnisleikjum íslenska liðsins á síðasta ári. HBStatz hefur skoðar nánar tölfræði Arons í sjö keppnisleikjum Íslands frá árinu 2016 og sundurliðað hana niður eftir hálfleikjum sem og hvort íslenska liðið vinnur eða tapar. Tölfræði Arons er mun betri í sigurleikjunum en tapleikjunum og þá er líka athyglisvert að hann er atkvæðameiri í seinni hálfleikjum leikjanna þegar liðið þarf á mönnum að halda sem taka af skarið. Aron var með 4,6 mörk og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum sjö leikjum og hann nýtti 44 prósent skota sinna í þeim. Íslenska liðið vann þrjá af þessum sjö leikjum og þar eru tölur Arons langt yfir meðaltalinu. Aron er með 6,0 mörk og 4,3 stoðsendingar að meðaltali og 51 prósent skotnýtingu í sigurleikjunum en „aðeins“ 3,5 mörk og 3,8 stoðsendingar að meðaltali og 37 prósent skotnýtingu í tapleikjunum. Framlög leikmanna í seinni hálfleik ráða oftar en ekki úrslitum og Aron er maðurinn sem gerir meira sjálfur í seinni hálfleiknum. Aron er með fleiri stoðsendingar í fyrri hálfleik en í þeim seinni skorar hann fleiri mörk og nýtir skotin sín betur. Aron er þannig með 2,9 mörk að meðaltali og 53 prósent skotnýtingu í seinni hálfleik og hækkar tölur sínar úr fyrri hálfleikjum leikjanna þegar hann var með 1,7 mörk og 34 prósent skotnýtingu. Aron tapar líka færri boltum í seinni hálfleikjum leikjanna og nýtir því sóknirnar mun betur. Hér fyrir neðan má sjá þessa fróðlegu og athyglisverði samantekt HBStatz á tölfræði Arons Pálmarssonar í keppnisleikjum Íslands á árinu 2016. Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45 Áfallið gríðarlegt ef Aron verður ekki með Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir níu daga og enn eru tveir lykilmenn, Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, mjög tæpir vegna meiðsla. Undirbúningur fyrir lífið án Arons er í fullum gangi. 3. janúar 2017 06:00 Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. Aron hefur verið að glíma við meiðsli frá því í leikjum Íslands í undankeppni EM í nóvember og er í kapphlaupi við tímann ætli hann sér að spila stórt hlutverk með íslenska liðinu í Frakklandi. Tölfræðin sýnir og sannar nauðsyn þess að Aron verði með. Mikilvægi Aron Pálmarsson fyrir landsliðið sést nefnilega mjög vel í tölfræðisamantekt HBStatz sem tók saman tölfræði í keppnisleikjum íslenska liðsins á síðasta ári. HBStatz hefur skoðar nánar tölfræði Arons í sjö keppnisleikjum Íslands frá árinu 2016 og sundurliðað hana niður eftir hálfleikjum sem og hvort íslenska liðið vinnur eða tapar. Tölfræði Arons er mun betri í sigurleikjunum en tapleikjunum og þá er líka athyglisvert að hann er atkvæðameiri í seinni hálfleikjum leikjanna þegar liðið þarf á mönnum að halda sem taka af skarið. Aron var með 4,6 mörk og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum sjö leikjum og hann nýtti 44 prósent skota sinna í þeim. Íslenska liðið vann þrjá af þessum sjö leikjum og þar eru tölur Arons langt yfir meðaltalinu. Aron er með 6,0 mörk og 4,3 stoðsendingar að meðaltali og 51 prósent skotnýtingu í sigurleikjunum en „aðeins“ 3,5 mörk og 3,8 stoðsendingar að meðaltali og 37 prósent skotnýtingu í tapleikjunum. Framlög leikmanna í seinni hálfleik ráða oftar en ekki úrslitum og Aron er maðurinn sem gerir meira sjálfur í seinni hálfleiknum. Aron er með fleiri stoðsendingar í fyrri hálfleik en í þeim seinni skorar hann fleiri mörk og nýtir skotin sín betur. Aron er þannig með 2,9 mörk að meðaltali og 53 prósent skotnýtingu í seinni hálfleik og hækkar tölur sínar úr fyrri hálfleikjum leikjanna þegar hann var með 1,7 mörk og 34 prósent skotnýtingu. Aron tapar líka færri boltum í seinni hálfleikjum leikjanna og nýtir því sóknirnar mun betur. Hér fyrir neðan má sjá þessa fróðlegu og athyglisverði samantekt HBStatz á tölfræði Arons Pálmarssonar í keppnisleikjum Íslands á árinu 2016.
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45 Áfallið gríðarlegt ef Aron verður ekki með Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir níu daga og enn eru tveir lykilmenn, Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, mjög tæpir vegna meiðsla. Undirbúningur fyrir lífið án Arons er í fullum gangi. 3. janúar 2017 06:00 Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07
Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27
Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45
Áfallið gríðarlegt ef Aron verður ekki með Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir níu daga og enn eru tveir lykilmenn, Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, mjög tæpir vegna meiðsla. Undirbúningur fyrir lífið án Arons er í fullum gangi. 3. janúar 2017 06:00
Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29