Lilja vill í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2017 10:23 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Vísir/Eyþór Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að hér verði mynduð ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Hún segir tímabært að á Íslandi verði nokkuð breið stjórn, ekki síst fyrir þær sakir að þrátt fyrir að vel gangi efnahagslega þá hafi þjóðin ekki enn alveg jafnað sig á efnahagshruninu sem hér varð.Þetta kom fram í viðtali við Lilju í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Þar ræddi hún þær formlegu og óformlegu stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru í gangi. Annars vegar er um að ræða formlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar og hins vegar óformlegar viðræður Framsóknarflokks og Vinstri grænna en frá þeim var greint í gær. „Við höfum verið að tala saman, við höfum verið til að mynda að ræða við VG og skoða hvort það væru mögulega einhverjir samstarfsfletir hjá okkur og það vill nú bara þannig til að það er mjög margt spennandi og framsækið þegar þessir flokkar fara að ræða saman,“ sagði Lilja í Morgunútvarpinu í dag. Hún sagði margt sem sameinaði flokkana en vildi ekki fara nánar út í það vegna þeirra formlegu viðræðna sem nú eru í gangi. Um mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar benti Lilja réttilega á að sú stjórn mun hafa veikan meirihluta á þingi, aðeins einn mann. Kvaðst hún hafa áhyggjur af því þar sem stjórnmálasagan hefði sýnt að slíkar stjórnir væru oft ekki langlífar. Þá sagði Lilja að þó að það gengi vel núna þá væru ýmsar áskoranir framundan. „Ég verð til dæmis að segja varðandi það hvernig þeir nálgast ESB, það er strax komið.. Það fóru einhverjar fréttir af stað í upphafi gærdagsins og það er strax komin einhver svona viðkvæmni bara þegar það fer aðeins að líða á daginn. Ég held að það sé alveg góðra gjalda vert að menn vilji setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu en það verður hins vegar að ríkja aðeins meiri sátt um það hvernig þú ætlar að nálgast það.“ Hún var svo spurð að því hvort hún vildi sjá ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. „Ég myndi vilja sjá svona stjórn og hef alltaf talað þannig. Ég tel tímabært að það sé nokkuð breið stjórn á Íslandi vegna þess að ég held að við sjáum það öll að efnahagslega þá hefur okkur gengið mjög vel á síðustu árum að þá held ég svona sálfræðilega þá höfum við ekki alveg enn jafnað okkur á því efnahagsáfalli eða hruni sem átti sér stað þannig að ég held að það séu ákveðnir friðartímar sem ríkja og ég held að það væri mjög gott að hér væri stjórn sem væri mynduð frá vinstri til hægri eða hægri til vinstri,“ sagði Lilja en viðtalið við hana á Rás 2 má hlusta á í heild sinni hér. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00 VG og Framsókn stilla saman strengi sína Vinstri græn og Framsókn hafa átt í óformlegum viðræðum. 2. janúar 2017 12:24 Birgitta: Væri gaman að heyra hvaða málefni VG og Framsókn eru að ræða Birgitta Jónsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé mættu í viðtal og ræddu stjórnarmyndun. 2. janúar 2017 20:54 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að hér verði mynduð ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Hún segir tímabært að á Íslandi verði nokkuð breið stjórn, ekki síst fyrir þær sakir að þrátt fyrir að vel gangi efnahagslega þá hafi þjóðin ekki enn alveg jafnað sig á efnahagshruninu sem hér varð.Þetta kom fram í viðtali við Lilju í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Þar ræddi hún þær formlegu og óformlegu stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru í gangi. Annars vegar er um að ræða formlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar og hins vegar óformlegar viðræður Framsóknarflokks og Vinstri grænna en frá þeim var greint í gær. „Við höfum verið að tala saman, við höfum verið til að mynda að ræða við VG og skoða hvort það væru mögulega einhverjir samstarfsfletir hjá okkur og það vill nú bara þannig til að það er mjög margt spennandi og framsækið þegar þessir flokkar fara að ræða saman,“ sagði Lilja í Morgunútvarpinu í dag. Hún sagði margt sem sameinaði flokkana en vildi ekki fara nánar út í það vegna þeirra formlegu viðræðna sem nú eru í gangi. Um mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar benti Lilja réttilega á að sú stjórn mun hafa veikan meirihluta á þingi, aðeins einn mann. Kvaðst hún hafa áhyggjur af því þar sem stjórnmálasagan hefði sýnt að slíkar stjórnir væru oft ekki langlífar. Þá sagði Lilja að þó að það gengi vel núna þá væru ýmsar áskoranir framundan. „Ég verð til dæmis að segja varðandi það hvernig þeir nálgast ESB, það er strax komið.. Það fóru einhverjar fréttir af stað í upphafi gærdagsins og það er strax komin einhver svona viðkvæmni bara þegar það fer aðeins að líða á daginn. Ég held að það sé alveg góðra gjalda vert að menn vilji setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu en það verður hins vegar að ríkja aðeins meiri sátt um það hvernig þú ætlar að nálgast það.“ Hún var svo spurð að því hvort hún vildi sjá ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. „Ég myndi vilja sjá svona stjórn og hef alltaf talað þannig. Ég tel tímabært að það sé nokkuð breið stjórn á Íslandi vegna þess að ég held að við sjáum það öll að efnahagslega þá hefur okkur gengið mjög vel á síðustu árum að þá held ég svona sálfræðilega þá höfum við ekki alveg enn jafnað okkur á því efnahagsáfalli eða hruni sem átti sér stað þannig að ég held að það séu ákveðnir friðartímar sem ríkja og ég held að það væri mjög gott að hér væri stjórn sem væri mynduð frá vinstri til hægri eða hægri til vinstri,“ sagði Lilja en viðtalið við hana á Rás 2 má hlusta á í heild sinni hér.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00 VG og Framsókn stilla saman strengi sína Vinstri græn og Framsókn hafa átt í óformlegum viðræðum. 2. janúar 2017 12:24 Birgitta: Væri gaman að heyra hvaða málefni VG og Framsókn eru að ræða Birgitta Jónsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé mættu í viðtal og ræddu stjórnarmyndun. 2. janúar 2017 20:54 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Sjá meira
Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00
VG og Framsókn stilla saman strengi sína Vinstri græn og Framsókn hafa átt í óformlegum viðræðum. 2. janúar 2017 12:24
Birgitta: Væri gaman að heyra hvaða málefni VG og Framsókn eru að ræða Birgitta Jónsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé mættu í viðtal og ræddu stjórnarmyndun. 2. janúar 2017 20:54
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels