Lilja vill í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2017 10:23 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins. Vísir/Eyþór Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að hér verði mynduð ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Hún segir tímabært að á Íslandi verði nokkuð breið stjórn, ekki síst fyrir þær sakir að þrátt fyrir að vel gangi efnahagslega þá hafi þjóðin ekki enn alveg jafnað sig á efnahagshruninu sem hér varð.Þetta kom fram í viðtali við Lilju í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Þar ræddi hún þær formlegu og óformlegu stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru í gangi. Annars vegar er um að ræða formlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar og hins vegar óformlegar viðræður Framsóknarflokks og Vinstri grænna en frá þeim var greint í gær. „Við höfum verið að tala saman, við höfum verið til að mynda að ræða við VG og skoða hvort það væru mögulega einhverjir samstarfsfletir hjá okkur og það vill nú bara þannig til að það er mjög margt spennandi og framsækið þegar þessir flokkar fara að ræða saman,“ sagði Lilja í Morgunútvarpinu í dag. Hún sagði margt sem sameinaði flokkana en vildi ekki fara nánar út í það vegna þeirra formlegu viðræðna sem nú eru í gangi. Um mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar benti Lilja réttilega á að sú stjórn mun hafa veikan meirihluta á þingi, aðeins einn mann. Kvaðst hún hafa áhyggjur af því þar sem stjórnmálasagan hefði sýnt að slíkar stjórnir væru oft ekki langlífar. Þá sagði Lilja að þó að það gengi vel núna þá væru ýmsar áskoranir framundan. „Ég verð til dæmis að segja varðandi það hvernig þeir nálgast ESB, það er strax komið.. Það fóru einhverjar fréttir af stað í upphafi gærdagsins og það er strax komin einhver svona viðkvæmni bara þegar það fer aðeins að líða á daginn. Ég held að það sé alveg góðra gjalda vert að menn vilji setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu en það verður hins vegar að ríkja aðeins meiri sátt um það hvernig þú ætlar að nálgast það.“ Hún var svo spurð að því hvort hún vildi sjá ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. „Ég myndi vilja sjá svona stjórn og hef alltaf talað þannig. Ég tel tímabært að það sé nokkuð breið stjórn á Íslandi vegna þess að ég held að við sjáum það öll að efnahagslega þá hefur okkur gengið mjög vel á síðustu árum að þá held ég svona sálfræðilega þá höfum við ekki alveg enn jafnað okkur á því efnahagsáfalli eða hruni sem átti sér stað þannig að ég held að það séu ákveðnir friðartímar sem ríkja og ég held að það væri mjög gott að hér væri stjórn sem væri mynduð frá vinstri til hægri eða hægri til vinstri,“ sagði Lilja en viðtalið við hana á Rás 2 má hlusta á í heild sinni hér. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00 VG og Framsókn stilla saman strengi sína Vinstri græn og Framsókn hafa átt í óformlegum viðræðum. 2. janúar 2017 12:24 Birgitta: Væri gaman að heyra hvaða málefni VG og Framsókn eru að ræða Birgitta Jónsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé mættu í viðtal og ræddu stjórnarmyndun. 2. janúar 2017 20:54 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að hér verði mynduð ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Hún segir tímabært að á Íslandi verði nokkuð breið stjórn, ekki síst fyrir þær sakir að þrátt fyrir að vel gangi efnahagslega þá hafi þjóðin ekki enn alveg jafnað sig á efnahagshruninu sem hér varð.Þetta kom fram í viðtali við Lilju í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Þar ræddi hún þær formlegu og óformlegu stjórnarmyndunarviðræður sem nú eru í gangi. Annars vegar er um að ræða formlegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar og hins vegar óformlegar viðræður Framsóknarflokks og Vinstri grænna en frá þeim var greint í gær. „Við höfum verið að tala saman, við höfum verið til að mynda að ræða við VG og skoða hvort það væru mögulega einhverjir samstarfsfletir hjá okkur og það vill nú bara þannig til að það er mjög margt spennandi og framsækið þegar þessir flokkar fara að ræða saman,“ sagði Lilja í Morgunútvarpinu í dag. Hún sagði margt sem sameinaði flokkana en vildi ekki fara nánar út í það vegna þeirra formlegu viðræðna sem nú eru í gangi. Um mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar benti Lilja réttilega á að sú stjórn mun hafa veikan meirihluta á þingi, aðeins einn mann. Kvaðst hún hafa áhyggjur af því þar sem stjórnmálasagan hefði sýnt að slíkar stjórnir væru oft ekki langlífar. Þá sagði Lilja að þó að það gengi vel núna þá væru ýmsar áskoranir framundan. „Ég verð til dæmis að segja varðandi það hvernig þeir nálgast ESB, það er strax komið.. Það fóru einhverjar fréttir af stað í upphafi gærdagsins og það er strax komin einhver svona viðkvæmni bara þegar það fer aðeins að líða á daginn. Ég held að það sé alveg góðra gjalda vert að menn vilji setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu en það verður hins vegar að ríkja aðeins meiri sátt um það hvernig þú ætlar að nálgast það.“ Hún var svo spurð að því hvort hún vildi sjá ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. „Ég myndi vilja sjá svona stjórn og hef alltaf talað þannig. Ég tel tímabært að það sé nokkuð breið stjórn á Íslandi vegna þess að ég held að við sjáum það öll að efnahagslega þá hefur okkur gengið mjög vel á síðustu árum að þá held ég svona sálfræðilega þá höfum við ekki alveg enn jafnað okkur á því efnahagsáfalli eða hruni sem átti sér stað þannig að ég held að það séu ákveðnir friðartímar sem ríkja og ég held að það væri mjög gott að hér væri stjórn sem væri mynduð frá vinstri til hægri eða hægri til vinstri,“ sagði Lilja en viðtalið við hana á Rás 2 má hlusta á í heild sinni hér.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00 VG og Framsókn stilla saman strengi sína Vinstri græn og Framsókn hafa átt í óformlegum viðræðum. 2. janúar 2017 12:24 Birgitta: Væri gaman að heyra hvaða málefni VG og Framsókn eru að ræða Birgitta Jónsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé mættu í viðtal og ræddu stjórnarmyndun. 2. janúar 2017 20:54 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Sjá meira
Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB 2. janúar 2017 02:00
VG og Framsókn stilla saman strengi sína Vinstri græn og Framsókn hafa átt í óformlegum viðræðum. 2. janúar 2017 12:24
Birgitta: Væri gaman að heyra hvaða málefni VG og Framsókn eru að ræða Birgitta Jónsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé mættu í viðtal og ræddu stjórnarmyndun. 2. janúar 2017 20:54
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent