LeBron finnur til með Rondu: „Ég veit hvernig henni líður því ég gekk líka í gegnum þetta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. janúar 2017 09:00 Ronda Rousey er mögulega hætt. vísir/getty Bardagadrottningin Ronda Rousey hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum eftir að Amanda Nunes barði hana í klessu í endurkomubardaga Rondu í Las Vegas fyrir helgi. Óvíst er hvort Ronda berjist aftur en það tók Nunes aðeins 48 sekúndur að ganga frá ofurstjörnunni. Ronda var ekki búin að berjast í rúmt ár þegar hún steig aftur inn í búrið. Hún var ekki lík sjálfri sér og minnti frekar á boxpúða er Nunes, sem virðist líkleg til að halda bantamvigtarbeltinu í einhvern tíma, lét höggin dynja á andliti fyrrverandi meistarans.Sjá einnig:Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Bardagakappinn Jon Jones kom Rondu til varnar á Twitter en hún er búin að fá mikinn skít á samfélagsmiðlum fyrir frammistöðu sína og sérstaklega í ljósi þess að hún lokaði á fjölmiðla fyrir bardagann. Kobe Bryant, fyrrverandi leikmaður LA Lakers, sagði fólki á Twitter að hætta að gera lítið úr Rondu, frekar ætti það að þakka henni fyrir að koma íþróttinni á kortið. LeBron James, besti leikmaður NBA-deildarinnar og ríkjandi meistari með Cleveland Cavaliers, finnur til með Rondu því hann veit nákvæmlega hvernig henni líður. Hann kom bardagadrottningunni til varnar í viðtali við Akron Beacon Journal.Sjá einnig:Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina „Í íþróttum vilja allir byggja þig upp eins hátt og þeir geta og koma þér fyrir á hæsta tindi heims til þess eins að rífa þig niður. Þetta kemur frá manni sem upplifði þetta,“ segir LeBron sem varð að óvini NBA-deildarinnar númer eitt þegar hann fór frá Cleveland til Miami. „Þetta er staðreynd. Ég veit nákvæmlega hvernig henni líður því ég var þessi íþróttamaður. Ég gekk í gegnum þetta,“ segir LeBron James. MMA Tengdar fréttir Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes. 31. desember 2016 07:08 Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina Ronda Rousey ætlar að taka sér tíma til að íhuga næstu skref á ferlinum; hvort hún leggur hanskana á hilluna eða heldur áfram. 1. janúar 2017 20:00 Jones segir Rousey að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar Fyrrum besti bardagakappi UFC hefur komið Rondu Rousey til varnar en hann sagði henni að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar og snúa aftur í búrið á nýju ári. 1. janúar 2017 15:00 Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í umfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en hún telur að Ronda ætti að hætta ferlinum í UFC og að einbeita sér að leikaraferlinum. 31. desember 2016 23:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Bardagadrottningin Ronda Rousey hefur fengið stuðning úr ýmsum áttum eftir að Amanda Nunes barði hana í klessu í endurkomubardaga Rondu í Las Vegas fyrir helgi. Óvíst er hvort Ronda berjist aftur en það tók Nunes aðeins 48 sekúndur að ganga frá ofurstjörnunni. Ronda var ekki búin að berjast í rúmt ár þegar hún steig aftur inn í búrið. Hún var ekki lík sjálfri sér og minnti frekar á boxpúða er Nunes, sem virðist líkleg til að halda bantamvigtarbeltinu í einhvern tíma, lét höggin dynja á andliti fyrrverandi meistarans.Sjá einnig:Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Bardagakappinn Jon Jones kom Rondu til varnar á Twitter en hún er búin að fá mikinn skít á samfélagsmiðlum fyrir frammistöðu sína og sérstaklega í ljósi þess að hún lokaði á fjölmiðla fyrir bardagann. Kobe Bryant, fyrrverandi leikmaður LA Lakers, sagði fólki á Twitter að hætta að gera lítið úr Rondu, frekar ætti það að þakka henni fyrir að koma íþróttinni á kortið. LeBron James, besti leikmaður NBA-deildarinnar og ríkjandi meistari með Cleveland Cavaliers, finnur til með Rondu því hann veit nákvæmlega hvernig henni líður. Hann kom bardagadrottningunni til varnar í viðtali við Akron Beacon Journal.Sjá einnig:Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina „Í íþróttum vilja allir byggja þig upp eins hátt og þeir geta og koma þér fyrir á hæsta tindi heims til þess eins að rífa þig niður. Þetta kemur frá manni sem upplifði þetta,“ segir LeBron sem varð að óvini NBA-deildarinnar númer eitt þegar hann fór frá Cleveland til Miami. „Þetta er staðreynd. Ég veit nákvæmlega hvernig henni líður því ég var þessi íþróttamaður. Ég gekk í gegnum þetta,“ segir LeBron James.
MMA Tengdar fréttir Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes. 31. desember 2016 07:08 Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina Ronda Rousey ætlar að taka sér tíma til að íhuga næstu skref á ferlinum; hvort hún leggur hanskana á hilluna eða heldur áfram. 1. janúar 2017 20:00 Jones segir Rousey að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar Fyrrum besti bardagakappi UFC hefur komið Rondu Rousey til varnar en hann sagði henni að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar og snúa aftur í búrið á nýju ári. 1. janúar 2017 15:00 Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í umfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en hún telur að Ronda ætti að hætta ferlinum í UFC og að einbeita sér að leikaraferlinum. 31. desember 2016 23:30 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Amanda Nunes kláraði Rondu Rousey auðveldlega UFC 207 fór fram í nótt þar sem Ronda Rousey snéri aftur í búrið eftir 13 mánaða fjarveru. Ronda entist ekki í eina mínútu með meistaranum Amöndu Nunes. 31. desember 2016 07:08
Ronda: Ætla að taka mér tíma til að hugsa um framtíðina Ronda Rousey ætlar að taka sér tíma til að íhuga næstu skref á ferlinum; hvort hún leggur hanskana á hilluna eða heldur áfram. 1. janúar 2017 20:00
Jones segir Rousey að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar Fyrrum besti bardagakappi UFC hefur komið Rondu Rousey til varnar en hann sagði henni að hlusta ekki á gagnrýnisraddirnar og snúa aftur í búrið á nýju ári. 1. janúar 2017 15:00
Segir Rondu að hætta og einbeita sér að leikaraferlinum Amanda Nunes hefur fengið nóg af mismunun í umfjölluninni á milli hennar og Rondu Rousey en hún telur að Ronda ætti að hætta ferlinum í UFC og að einbeita sér að leikaraferlinum. 31. desember 2016 23:30