Jafnteflið þýðir að Ísland mætir Frakklandi í París í 16 liða úrslitum en franska liðið töluvert sterka en það íslenska. Með sigri hefði Ísland mætt Noregi í næstu umferð.
Ísland fékk síðustu sókn leiksins sem endaði með því að Rúnar Kárason tók ekki gott skot sem var auðveldlega varið. Sóknin var ekki að spilast vel og spurning um hvort Geir Sveinsson hefði ekki átt að taka leikhlé til að stilla upp síðasta skotinu.
Það finnst allavega fólkinu í landinu sem var að tjá sig um leikinn á Twitter. Geir fær heldur betur á baukinn hjá landanum fyrir að taka ekki leikhlé eins og sjá má hér að neðan.
Þvílíkt hrun! Eru að henda sigrinum frá sér! #hmruv #þrot
— Benjamín Þórðarson (@BenniThordar) January 19, 2017
TAKTU LEIKHLÉ GEIR!!! #hmruv
— Guðmundur Fannar (@gFannar) January 19, 2017
Af hverju tók hann ekki leikhlé? #hmruv
— Runar Jonatansson (@RJonatansson) January 19, 2017
Afhverju tókstu ekki leikhlé Geir!!!! #hmruv
— Páll Steinar (@pallsteinar) January 19, 2017
Kann Geir ekki að taka leikhlé undir lok leikja? Hvaða bull er þetta? #hmruv
— Guðmundur Marinó (@GummiMarino) January 19, 2017
Geir!??!? Leikhlé? !?!?!?!??! #hmruv
— Pétur Sæmundsen (@PeturSaem) January 19, 2017
Þetta jafntefli skrifast á Geir!!!!! Djöfulsins vonbrigði #hmruv
— hildur øder (@hilduroder) January 19, 2017