Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - ÍR 82-78 | Stólarnir komnir aftur á sigurbraut Telma Ösp Einarsdóttir í Síkinu á Sauðárkróki skrifar 19. janúar 2017 21:00 Chris Caird og félagar eru komnir aftur á sigurbraut. Vísir/anton brink Tindastóll er kominn aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð í Domino´s-deild karla í körfubolta. Skagfirðingar fengu ÍR-inga í heimsókn í Síkið í kvöld og lönduðu torsóttum sigri eftir spennandi lokamínútur, 82-78. Tindastóll var í góðum málum níu stigum yfir þegar ein mínúta var eftir, 79-70, en ÍR-ingar skoruðu næstu sex stig og minnkuðu muninn í þrjú stig, 79-76. Helgi Freyr Margeirsson slökkti þá í vonum Breiðhyltinga með þriggja stiga körfu og tryggði sínum mönnum sigurinn. Antonio Hester var stigahæstur Tindastóls í kvöld með 22 stig auk þess sem hann tók ellefu fráköst en Helgi Freyr kom sterkur inn af bekknum með ellefu stig. Matthías Orri Sigurðarson skoraði 23 stig og tók átta fráköst hjá ÍR en Hákon Örn Hjálmarsson skoraði 16 stig af bekknum. Leikurinn fór rólega af stað. Tindastóll byrjaði leikinn betur og voru komnir 5 stigum yfir þegar Borche Ilievsky þjálfari ÍR tók leikhlé. Það var ekki fyrr en að 5 mínútur voru búnar af 1. leikhluta að Matthías Orri Sigurðarson átti lay-up og fyrstu stigin komust á blað hjá ÍR. Stólarnir voru ákveðnari og sóttu fast á ÍR-ingana. Í lok 2. Leikhluta var staðan orðin 38-31 og ÍR-ingarnir komnir almennilega inn í leikinn. Baráttan hélt áfram í seinni leikhluta. ÍR-ingarnir fóru svo að sækja fastar á körfuna og náðu að minnka muninn niður í 5 stig, í lok 3. Leikhluta. Í 4. leikhluta hélt ÍR áfram að sækja fast á körfuna og náði að minnka niður í 2 stig á tímabili. Á 35 mínútu áttu Stólarnir 3 frábærar sóknir í röð. Antonio Hester byrjaði á því að troða, næst setti Helgi Freyr Margeirsson þrist og Björgvin stal svo boltanum eftir mislukkaða sendingu og setti auðvelt lay-up. Lokatölur voru 84 -78 fyrir Tindastól sem er kominn með 20 stig og jafnaði Stjörnuna í 2-3 sæti á eftir KR. Antonio Hestar var efstur heimamanna með 22 stig og 11 fráköst. Hjá ÍR var Matthías Orri Sigurðarson stigahæstur með 23 stig og 8 fráköst.Af hverju vann Tindastóll? Stólarnir voru ákveðnari strax frá byrjun. Stólarnir voru með fleiri sóknarfráköst og fengu því fullt af auka sénsum. Tindastóll spilaði fínan varnaleik sem skilaði þeim fullt af stolnum boltum. Í lokin settu Stólarnir skotin sín sem gerði það erfitt fyrir ÍR-ingana að jafna.Áhugaverð tölfræði: Stólarnir voru með 40 stig inni í teig á meðað Stjarnan var aðeins með 22 stig. ÍR var með 96% vítanýtingu í kvöld, en vítanýtining Tindastóls var 57%.Tindastóll – ÍR 84 – 78 (21-13, 21-21, 17-20, 25-24)Tindastóll: Antonio Hester 22/11 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 11, Viðar Ágústsson 10, Christopher Card 10, Pétur Rúnar Birgisson 8/7 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 7, Helgi Rafn Viggósson 6/8 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6, Svavar Atli Birgisson 2 og Hannes Ingi Másson 2.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 23/8 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 16, Quincy Hankins- Cole 15, Sveinbjörn Claessen 10, Trausti Eiríksson 9, Sæþór Elmar Kristjánsson 3 og Daði Berg Grétarsson 2.Borche Ilievsky: Vissum að þetta yrði erfitt Borche Ilievsky þjálfari ÍR segir að hann sé hafi verið sáttur með frammistöðu liðsins í kvöld. „Við vissum að þetta átti eftir að verða erfitt. Við erum ekki með breiðann bekk en ég held að liðið mitt hafi gefið allt í þetta,“ sagði Borche í samtali við Vísi eftir leik. Hann segir að í lokinn hafi þeir hafi náð að nálgast Stólana verulega en í lokin hafi þeir ekki náð að stjórna þessu nógu vel.Israel Martin: Sóknar leikurinn ekkert sérstakur Martin þjálfari Tindastóls seigir að það sem hafi staðið uppúr í leiknum hafi verið varnarleikur beggja liða. „Sóknarleikurinn var ekkert sérstakur en við trúðum á vörnina okkar og svo unnum við leikinn sem var mjög mikilvægt,“ sagði Martin við Vísi að leik loknum. Hann segir að hann hafi búist við jöfnum leik og það sé meiri keppni sérstakleg á þessu tímabili. Allir geta unnið alla, við höfum séð að neðstu liðin í deildinni geta unnið efstu liðin. Hann bætir svo við að restin af leikjunum á tímabilinu munu verða eins og þessir, erfiðir.Pétur Rúnar: Barátta og harka Pétur Rúnar Birgisson leikmaður Tindastóls, segir að leik loknum að leikurinn hafi verið fínn varnarlega. „Þeir skora bara 78 stig en hann heldur ekki að þetta hafi verið mjög skemmtilegur leikur til þess að horfa á til að byrja með. Það var 5-0 til að byrja með og liðin voru mikið um baráttu og hörku,“ sagði Pétur að leik loknum.Matthías Orri: Brotnuðum niður Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður ÍR átti flottan leik í kvöld, hann endaði stigahæstur með 23 stig og 8 fráköst. Að leik loknum segir hann að Tindastóll hafi verið að hitta aðeins betur en þeir og honum hafi ekki fundist þeir hafa hitt nógu vel í leiknum. „Á endanum var þessi stanslausa pressa frá þeim og þessi harði bolti sem þeir spila hefur verið nóg. Við náðum að spyrna á móti í ansi langann tíma í leiknum en í lokin brotnuðum við niður í eina mínútu, þá komust þeir yfir með 5 stigum og þá fór leikurinn,“ sagði Matthías að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Tindastóll er kominn aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð í Domino´s-deild karla í körfubolta. Skagfirðingar fengu ÍR-inga í heimsókn í Síkið í kvöld og lönduðu torsóttum sigri eftir spennandi lokamínútur, 82-78. Tindastóll var í góðum málum níu stigum yfir þegar ein mínúta var eftir, 79-70, en ÍR-ingar skoruðu næstu sex stig og minnkuðu muninn í þrjú stig, 79-76. Helgi Freyr Margeirsson slökkti þá í vonum Breiðhyltinga með þriggja stiga körfu og tryggði sínum mönnum sigurinn. Antonio Hester var stigahæstur Tindastóls í kvöld með 22 stig auk þess sem hann tók ellefu fráköst en Helgi Freyr kom sterkur inn af bekknum með ellefu stig. Matthías Orri Sigurðarson skoraði 23 stig og tók átta fráköst hjá ÍR en Hákon Örn Hjálmarsson skoraði 16 stig af bekknum. Leikurinn fór rólega af stað. Tindastóll byrjaði leikinn betur og voru komnir 5 stigum yfir þegar Borche Ilievsky þjálfari ÍR tók leikhlé. Það var ekki fyrr en að 5 mínútur voru búnar af 1. leikhluta að Matthías Orri Sigurðarson átti lay-up og fyrstu stigin komust á blað hjá ÍR. Stólarnir voru ákveðnari og sóttu fast á ÍR-ingana. Í lok 2. Leikhluta var staðan orðin 38-31 og ÍR-ingarnir komnir almennilega inn í leikinn. Baráttan hélt áfram í seinni leikhluta. ÍR-ingarnir fóru svo að sækja fastar á körfuna og náðu að minnka muninn niður í 5 stig, í lok 3. Leikhluta. Í 4. leikhluta hélt ÍR áfram að sækja fast á körfuna og náði að minnka niður í 2 stig á tímabili. Á 35 mínútu áttu Stólarnir 3 frábærar sóknir í röð. Antonio Hester byrjaði á því að troða, næst setti Helgi Freyr Margeirsson þrist og Björgvin stal svo boltanum eftir mislukkaða sendingu og setti auðvelt lay-up. Lokatölur voru 84 -78 fyrir Tindastól sem er kominn með 20 stig og jafnaði Stjörnuna í 2-3 sæti á eftir KR. Antonio Hestar var efstur heimamanna með 22 stig og 11 fráköst. Hjá ÍR var Matthías Orri Sigurðarson stigahæstur með 23 stig og 8 fráköst.Af hverju vann Tindastóll? Stólarnir voru ákveðnari strax frá byrjun. Stólarnir voru með fleiri sóknarfráköst og fengu því fullt af auka sénsum. Tindastóll spilaði fínan varnaleik sem skilaði þeim fullt af stolnum boltum. Í lokin settu Stólarnir skotin sín sem gerði það erfitt fyrir ÍR-ingana að jafna.Áhugaverð tölfræði: Stólarnir voru með 40 stig inni í teig á meðað Stjarnan var aðeins með 22 stig. ÍR var með 96% vítanýtingu í kvöld, en vítanýtining Tindastóls var 57%.Tindastóll – ÍR 84 – 78 (21-13, 21-21, 17-20, 25-24)Tindastóll: Antonio Hester 22/11 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 11, Viðar Ágústsson 10, Christopher Card 10, Pétur Rúnar Birgisson 8/7 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 7, Helgi Rafn Viggósson 6/8 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6, Svavar Atli Birgisson 2 og Hannes Ingi Másson 2.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 23/8 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 16, Quincy Hankins- Cole 15, Sveinbjörn Claessen 10, Trausti Eiríksson 9, Sæþór Elmar Kristjánsson 3 og Daði Berg Grétarsson 2.Borche Ilievsky: Vissum að þetta yrði erfitt Borche Ilievsky þjálfari ÍR segir að hann sé hafi verið sáttur með frammistöðu liðsins í kvöld. „Við vissum að þetta átti eftir að verða erfitt. Við erum ekki með breiðann bekk en ég held að liðið mitt hafi gefið allt í þetta,“ sagði Borche í samtali við Vísi eftir leik. Hann segir að í lokinn hafi þeir hafi náð að nálgast Stólana verulega en í lokin hafi þeir ekki náð að stjórna þessu nógu vel.Israel Martin: Sóknar leikurinn ekkert sérstakur Martin þjálfari Tindastóls seigir að það sem hafi staðið uppúr í leiknum hafi verið varnarleikur beggja liða. „Sóknarleikurinn var ekkert sérstakur en við trúðum á vörnina okkar og svo unnum við leikinn sem var mjög mikilvægt,“ sagði Martin við Vísi að leik loknum. Hann segir að hann hafi búist við jöfnum leik og það sé meiri keppni sérstakleg á þessu tímabili. Allir geta unnið alla, við höfum séð að neðstu liðin í deildinni geta unnið efstu liðin. Hann bætir svo við að restin af leikjunum á tímabilinu munu verða eins og þessir, erfiðir.Pétur Rúnar: Barátta og harka Pétur Rúnar Birgisson leikmaður Tindastóls, segir að leik loknum að leikurinn hafi verið fínn varnarlega. „Þeir skora bara 78 stig en hann heldur ekki að þetta hafi verið mjög skemmtilegur leikur til þess að horfa á til að byrja með. Það var 5-0 til að byrja með og liðin voru mikið um baráttu og hörku,“ sagði Pétur að leik loknum.Matthías Orri: Brotnuðum niður Matthías Orri Sigurðarson, leikmaður ÍR átti flottan leik í kvöld, hann endaði stigahæstur með 23 stig og 8 fráköst. Að leik loknum segir hann að Tindastóll hafi verið að hitta aðeins betur en þeir og honum hafi ekki fundist þeir hafa hitt nógu vel í leiknum. „Á endanum var þessi stanslausa pressa frá þeim og þessi harði bolti sem þeir spila hefur verið nóg. Við náðum að spyrna á móti í ansi langann tíma í leiknum en í lokin brotnuðum við niður í eina mínútu, þá komust þeir yfir með 5 stigum og þá fór leikurinn,“ sagði Matthías að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti Kastaði sýru í andlitið á honum og reyndi að stela barninu Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira