Talið er að kaupverðið sé tæpar tvær milljónir evra, um 230 milljónir króna en það hefur ekki fengist staðfest.
Miðverðinum Sverri Inga er ætlað að styrkja varnarleik liðsins. Granada er í næstneðsta sæti deildarinnar með tíu stig og hefur fengið á sig 39 mörk, flest allra í deildinni.
Sverrir Ingi er 23 ára og uppalinn hjá Breiðabliki. Hann samdi við Viking fyrir tímabilið 2014 en fór ári síðar í Lokeren í Belgíu. Þar hefur hann verið fastamaður í vörn Lokeren, en þjálfari liðsins er Rúnar Kristinsson.
Hann verður sjötti íslenski leikmaðurinn sem spilar í spænsku 1. deildinni. Hinir eru Pétur Pétursson (Hercules, 1985-86), Þórður Guðjónsson (Las Palmas, 2000-1), Jóhannes Karl Guðjónsson (Real Betis, 2001-3), Eiður Smári Guðjohnsen (Barcelona, 2006-9) og Alfreð Finnbogason (Real Sociedad 2014-15).
COMUNICADO | @SverrirIngi firma como jugador del #GranadaCF hasta 2020 ▶️ https://t.co/QOm2UNzVBv #IngasonNazarí pic.twitter.com/5bWYIB154a
— Granada C.F. (@GranadaCdeF) January 19, 2017