Dagur og Guðmundur áfram með fullt hús eftir torsótta sigra Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. janúar 2017 18:18 Dagur Sigurðsson fer yfir málin á hliðarlínunni í dag. vísir/getty Þýskaland og Danmörk eru áfram með fullt hús eða átta stig eftir fjóra leiki á HM 2017 í handbolta en bæði lið unnu sína leiki í dag. Sigrarnir voru þó nokkuð torsóttir. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Evrópumeistaraliði Þýskalands mættu Hvíta-Rússlandi í C-riðli og unnu á endanum sex marka sigur, 31-25. Staðan var þó jöfn í hálfleik, 16-16. Þýska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði átta mörk á móti tveimur og náði sex marka forskoti, 24-18. Þessi kafli lagði grunninn að sigri Þjóðverja en Hvít-Rússar minnkuðu muninn mest í þrjú mörk, 25-22. Nær komust þeir ekki. Fyrirliðinn Uwe Gensheimer var markahæstur þýska liðsins í kvöld með átta mörk úr tíu skotum en Steffen Fäth átti einnig flottan leik og skoraði sex mörk úr sex skotumm Patrick Groetzki og Julius Kuhn skoruðu báðir fimm mörk. Andreas Wolf, markvörður Þýskalands, átti í miklu basli til að byrja með og varði aðeins tvö skot en Silvio Heinevetter kom sterkur inn og varði níu skot en hann var með 43 prósent hlutfallsmarkvörslu. Þýskaland fer nær örugglega í úrslitaleik við Króatíu í lokaumferðinni um efsta sætið en Króatar fara í átta stig eins og Þjóðverjar ef þeir leggja Síle að velli í kvöld.Ólympíumeistarar Dana unnu sigur á Barein í D-riðli, 30-26. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar virtust ætla að leika sér að Barein-liðinu en Danir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Seinni hálfleikurinn byrjaði líka vel og var danska liðið með fimm marka forskot eftir 40 mínútur, 24-19. Þá datt Barein í gang, skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 24-23. Það komst þó ekki lengra. Meistaraefni Guðmundar settu í fluggírinn og svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur fimm marka forskoti, 28-23. Þar með var sigurinn í höfn en lokatölur, 30-26. Línumaðurinn Henrik Toft Hansen var markahæstur danska liðsins með sex mörk úr sjö skotum en Michael Damgaard skoraði fimm mörk og Magnus Landin fjögur úr fimm skotum. Niklas Landin varði tíu skot og var með 38 prósent hlutfallsmarkvörslu en Jannick Green, varamarkvörður Dana, nýtti tækifærið sitt illa í leiknum. Hann varði ekki eitt þeirra skota sem komu á danska markið þegar hann stóð í því. Danir eru með átta stig á toppi D-riðils og tryggja sér efsta sætið ef Svíþjóð vinnur Katar í kvöld. Vinni Katar sigur á Svíum mætast Danmörk og Katar í úrslitaleik um efsta sætið í lokaumferðinni. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Sjá meira
Þýskaland og Danmörk eru áfram með fullt hús eða átta stig eftir fjóra leiki á HM 2017 í handbolta en bæði lið unnu sína leiki í dag. Sigrarnir voru þó nokkuð torsóttir. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Evrópumeistaraliði Þýskalands mættu Hvíta-Rússlandi í C-riðli og unnu á endanum sex marka sigur, 31-25. Staðan var þó jöfn í hálfleik, 16-16. Þýska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði átta mörk á móti tveimur og náði sex marka forskoti, 24-18. Þessi kafli lagði grunninn að sigri Þjóðverja en Hvít-Rússar minnkuðu muninn mest í þrjú mörk, 25-22. Nær komust þeir ekki. Fyrirliðinn Uwe Gensheimer var markahæstur þýska liðsins í kvöld með átta mörk úr tíu skotum en Steffen Fäth átti einnig flottan leik og skoraði sex mörk úr sex skotumm Patrick Groetzki og Julius Kuhn skoruðu báðir fimm mörk. Andreas Wolf, markvörður Þýskalands, átti í miklu basli til að byrja með og varði aðeins tvö skot en Silvio Heinevetter kom sterkur inn og varði níu skot en hann var með 43 prósent hlutfallsmarkvörslu. Þýskaland fer nær örugglega í úrslitaleik við Króatíu í lokaumferðinni um efsta sætið en Króatar fara í átta stig eins og Þjóðverjar ef þeir leggja Síle að velli í kvöld.Ólympíumeistarar Dana unnu sigur á Barein í D-riðli, 30-26. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar virtust ætla að leika sér að Barein-liðinu en Danir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Seinni hálfleikurinn byrjaði líka vel og var danska liðið með fimm marka forskot eftir 40 mínútur, 24-19. Þá datt Barein í gang, skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 24-23. Það komst þó ekki lengra. Meistaraefni Guðmundar settu í fluggírinn og svöruðu með fjórum mörkum í röð og náðu aftur fimm marka forskoti, 28-23. Þar með var sigurinn í höfn en lokatölur, 30-26. Línumaðurinn Henrik Toft Hansen var markahæstur danska liðsins með sex mörk úr sjö skotum en Michael Damgaard skoraði fimm mörk og Magnus Landin fjögur úr fimm skotum. Niklas Landin varði tíu skot og var með 38 prósent hlutfallsmarkvörslu en Jannick Green, varamarkvörður Dana, nýtti tækifærið sitt illa í leiknum. Hann varði ekki eitt þeirra skota sem komu á danska markið þegar hann stóð í því. Danir eru með átta stig á toppi D-riðils og tryggja sér efsta sætið ef Svíþjóð vinnur Katar í kvöld. Vinni Katar sigur á Svíum mætast Danmörk og Katar í úrslitaleik um efsta sætið í lokaumferðinni.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Sjá meira