Formaður Þórs: Við erum ráðvillt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2017 14:15 Árni Óðinsson, formaður Þórs á Akureyri, segir að ekkert hafi verið ákveðið um næstu skref eftir að KA ákvað að slíta samstarfi félaganna. Síðan 2001 hafa félögin tvö teflt fram sameiginlegu liði í meistaraflokki og 2. flokki kvenna hjá Þór og KA. Ljóst er að samstarfið heldur ekki áfram eftir núverandi tímabil í Olísdeild kvenna en óvíst er hvort að Þór/KA spili í Pepsi-deild kvenna í sumar. Þór sér um rekstur knattspyrnuliðs félaganna og er með keppnisrétt liðsins í Pepsi-deildina. Þór ákveður því næstu skref en fram hefur komið í yfirlýsingu frá KA að félagið er reiðubúið að styðja samstarfið áfram til haustsins. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun „Kvennaráð Þórs/KA fundar klukkan 18 í dag og svo fer ég á fund með þeim og stjórnarmönnum knattspyrnudeildar síðar í kvöld,“ sagði Árni í samtali við Vísi. „Svo eigum við alveg eftir að taka handboltann fyrir. Við höfum ekki markað okkur neina stefnu í þessu og erum einfaldlega ráðvillt.“Verið að kasta okkur út um bakdyrnar Samningnum um samstarfið var sagt upp í haust og segir Árni ekkert óeðlilegt við það. „Það var með því markmiði að setjast niður og gera nýjan samning. Það voru uppi einhverjar hugmyndir um breytingar.“ „En það komu aldrei neinar hugmyndir frá KA og aldrei áttu sér stað formlegar viðræður. Svo koma þessar fréttir í gær.“ Hann segir að enginn ágreiningur hafi verið á milli félaganna sem útskýrir þetta. KA sé að marka nýja stefnu sem félaginu sé frjálst að gera. „En það hefði verið betra að fá að vita þetta með fyrirvara, vinna úr málunum og senda út sameiginlega tilkynningu. Mér finnst að það sé verið að kasta okkur út um bakdyrnar. Það er mín upplifun.“Óvissa um samningsmál Hann segir með öllu óvíst hvað taki við, til dæmis í málefnum leikmanna og þjálfara. „Við höfum ráðið þjálfara til næstu þriggja ára og gert leikmannasamninga sem ná ekki bara til haustsins heldur mun lengur. Þurfum við að nú að rifta þeim? Ég veit það ekki.“ Hann segir að flestir leikmenn séu með leikmannasamning við Þór, en þó einhverjir við KA. „Ég veit ekki hvernig KA getur uppfyllt þá samninga, enda ekki með lið í meistaraflokki. Ég veit ekki hvernig þessi mál verða leyst.“ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira
Árni Óðinsson, formaður Þórs á Akureyri, segir að ekkert hafi verið ákveðið um næstu skref eftir að KA ákvað að slíta samstarfi félaganna. Síðan 2001 hafa félögin tvö teflt fram sameiginlegu liði í meistaraflokki og 2. flokki kvenna hjá Þór og KA. Ljóst er að samstarfið heldur ekki áfram eftir núverandi tímabil í Olísdeild kvenna en óvíst er hvort að Þór/KA spili í Pepsi-deild kvenna í sumar. Þór sér um rekstur knattspyrnuliðs félaganna og er með keppnisrétt liðsins í Pepsi-deildina. Þór ákveður því næstu skref en fram hefur komið í yfirlýsingu frá KA að félagið er reiðubúið að styðja samstarfið áfram til haustsins. Sjá einnig: KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun „Kvennaráð Þórs/KA fundar klukkan 18 í dag og svo fer ég á fund með þeim og stjórnarmönnum knattspyrnudeildar síðar í kvöld,“ sagði Árni í samtali við Vísi. „Svo eigum við alveg eftir að taka handboltann fyrir. Við höfum ekki markað okkur neina stefnu í þessu og erum einfaldlega ráðvillt.“Verið að kasta okkur út um bakdyrnar Samningnum um samstarfið var sagt upp í haust og segir Árni ekkert óeðlilegt við það. „Það var með því markmiði að setjast niður og gera nýjan samning. Það voru uppi einhverjar hugmyndir um breytingar.“ „En það komu aldrei neinar hugmyndir frá KA og aldrei áttu sér stað formlegar viðræður. Svo koma þessar fréttir í gær.“ Hann segir að enginn ágreiningur hafi verið á milli félaganna sem útskýrir þetta. KA sé að marka nýja stefnu sem félaginu sé frjálst að gera. „En það hefði verið betra að fá að vita þetta með fyrirvara, vinna úr málunum og senda út sameiginlega tilkynningu. Mér finnst að það sé verið að kasta okkur út um bakdyrnar. Það er mín upplifun.“Óvissa um samningsmál Hann segir með öllu óvíst hvað taki við, til dæmis í málefnum leikmanna og þjálfara. „Við höfum ráðið þjálfara til næstu þriggja ára og gert leikmannasamninga sem ná ekki bara til haustsins heldur mun lengur. Þurfum við að nú að rifta þeim? Ég veit það ekki.“ Hann segir að flestir leikmenn séu með leikmannasamning við Þór, en þó einhverjir við KA. „Ég veit ekki hvernig KA getur uppfyllt þá samninga, enda ekki með lið í meistaraflokki. Ég veit ekki hvernig þessi mál verða leyst.“
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30 KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira
Deilt um peninga á Akureyri: Við fórum eftir fyrirmælum KSÍ Úthlutun KSÍ til Þórs og KA var að hluta til byggð á árangri Þórs/KA en ósætti er um hvernig upphæðinni var ráðstafað. 18. janúar 2017 13:30
KA sleit samstarfinu við Þór: Þetta var ekki létt ákvörðun KA og Þór munu ekki tefla fram sameiginlegum liðum í knattspyrnu og handbolta eftir núverandi keppnistímabil. Óvissa er um stöðu Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna í sumar. 18. janúar 2017 11:01