Von og trú Magnús Guðmundsson skrifar 18. janúar 2017 07:00 Þjóðin heldur niðri í sér andanum vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið saknað frá því snemma á laugardagsmorgun. Hugur þjóðarinnar er hjá Birnu og ástvinum hennar. Þegar þessi orð eru skrifuð er enn óvíst um afdrif þessarar ungu og hraustu stúlku í blóma lífsins. „Nú biðji sem biðja, nú óski sem óska, nú voni sem vona, / nú hugsi allir þá hlýju hugsun, þá einu ósk, þá bæn og von sem býr með smárri þjóð.“ Þessar línur sem hér eru birtar í breyttri uppsetningu orti Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni á Eyrarbakka, og deildi á Facebook-síðu sinni í gær og undir þetta getum við öll tekið. Við vonum, biðjum, óskum. En við, þessi smáa þjóð, þurfum líka að finna með okkur hugrekki til þess að horfast í augu við samfélagslegar staðreyndir. Horfast í augu við það að við óttumst að Birna Brjánsdóttir hafi mögulega verið fórnarlamb ofbeldis af hálfu karlmanna. Horfast í augu í við það að það er hættulegt að vera kona í heiminum og líka á Íslandi. Það er hættulegt fyrir konur að vera einar á ferð að næturlagi í miðborg Reykjavíkur. Það getur verið hættulegt fyrir konur að fara í samkvæmi, á útihátíðir og skemmtistaði. Hættulegt að kynnast manni á netinu eða að fara á stefnumót. Hættulegt að klæða sig eins og kona vill klæða sig. Það er hættulegt að vera kona vegna þess að ofbeldið er alls staðar og valdbeiting karlmanna inngróin í samfélagsgerðina í gegnum aldirnar. Hér sem annars staðar. Í dag sem fyrr. Auðvitað eru ekki allir karlmenn ofbeldismenn, langt því frá. En það breytir ekki þeirri staðreynd að líkurnar á því að kona verði fyrir ofbeldi karls er langlíklegasta tegund mögulegs ofbeldis sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Það er óásættanlegt með öllu. Og þó svo að við sem lítil þjóð getum kannski ekki breytt heiminum, þá getum við breytt samfélagi okkar til hins betra og verið öðrum þjóðum fyrirmynd. Ábyrgðin af því að framkvæma þessar breytingar liggur fyrst og fremst hjá okkur karlmönnum. Okkur sem erum afkomendur þessa hugmyndaheims, þessa karllæga valds hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Konur hafa lengi talað um vandann og sumir karlar veitt þeim liðsinni en til þess að sigrast á þeim fjanda sem ofbeldið er þá þurfa allir að leggjast á eitt. Við þurfum að margfalda fræðslu og forvarnir til allra aldurshópa og virkja til þess allar mögulegar leiðir. Við þurfum að heyja þessa baráttu með öllum tiltækum ráðum á öllum vígstöðvum og til þess þarf hvert og eitt okkar að taka ábyrgð á sinni orðræðu og hegðun í dagsins önn án undantekninga. Það er löngu tímabært að við sem þjóð útrýmum kynbundnu ofbeldi á Íslandi og sendum veröldinni skýr skilaboð um að slíkt sé ekki látið þrífast hér. Að hér búi kærleikur og mannvirðing og að ofbeldi sé ekki, aldrei nokkurn tíma, liðið. Það er hægt ef vilji og úthald er fyrir hendi. Til þess að þetta sé gerlegt þurfum við að halda í þessa hlýju hugsun, þá einu ósk, þá bæn og von sem býr með smárri þjóð.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Brjánsdóttir Magnús Guðmundsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Þjóðin heldur niðri í sér andanum vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið saknað frá því snemma á laugardagsmorgun. Hugur þjóðarinnar er hjá Birnu og ástvinum hennar. Þegar þessi orð eru skrifuð er enn óvíst um afdrif þessarar ungu og hraustu stúlku í blóma lífsins. „Nú biðji sem biðja, nú óski sem óska, nú voni sem vona, / nú hugsi allir þá hlýju hugsun, þá einu ósk, þá bæn og von sem býr með smárri þjóð.“ Þessar línur sem hér eru birtar í breyttri uppsetningu orti Guðmundur Brynjólfsson, rithöfundur og djákni á Eyrarbakka, og deildi á Facebook-síðu sinni í gær og undir þetta getum við öll tekið. Við vonum, biðjum, óskum. En við, þessi smáa þjóð, þurfum líka að finna með okkur hugrekki til þess að horfast í augu við samfélagslegar staðreyndir. Horfast í augu við það að við óttumst að Birna Brjánsdóttir hafi mögulega verið fórnarlamb ofbeldis af hálfu karlmanna. Horfast í augu í við það að það er hættulegt að vera kona í heiminum og líka á Íslandi. Það er hættulegt fyrir konur að vera einar á ferð að næturlagi í miðborg Reykjavíkur. Það getur verið hættulegt fyrir konur að fara í samkvæmi, á útihátíðir og skemmtistaði. Hættulegt að kynnast manni á netinu eða að fara á stefnumót. Hættulegt að klæða sig eins og kona vill klæða sig. Það er hættulegt að vera kona vegna þess að ofbeldið er alls staðar og valdbeiting karlmanna inngróin í samfélagsgerðina í gegnum aldirnar. Hér sem annars staðar. Í dag sem fyrr. Auðvitað eru ekki allir karlmenn ofbeldismenn, langt því frá. En það breytir ekki þeirri staðreynd að líkurnar á því að kona verði fyrir ofbeldi karls er langlíklegasta tegund mögulegs ofbeldis sem við sem samfélag stöndum frammi fyrir. Það er óásættanlegt með öllu. Og þó svo að við sem lítil þjóð getum kannski ekki breytt heiminum, þá getum við breytt samfélagi okkar til hins betra og verið öðrum þjóðum fyrirmynd. Ábyrgðin af því að framkvæma þessar breytingar liggur fyrst og fremst hjá okkur karlmönnum. Okkur sem erum afkomendur þessa hugmyndaheims, þessa karllæga valds hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Konur hafa lengi talað um vandann og sumir karlar veitt þeim liðsinni en til þess að sigrast á þeim fjanda sem ofbeldið er þá þurfa allir að leggjast á eitt. Við þurfum að margfalda fræðslu og forvarnir til allra aldurshópa og virkja til þess allar mögulegar leiðir. Við þurfum að heyja þessa baráttu með öllum tiltækum ráðum á öllum vígstöðvum og til þess þarf hvert og eitt okkar að taka ábyrgð á sinni orðræðu og hegðun í dagsins önn án undantekninga. Það er löngu tímabært að við sem þjóð útrýmum kynbundnu ofbeldi á Íslandi og sendum veröldinni skýr skilaboð um að slíkt sé ekki látið þrífast hér. Að hér búi kærleikur og mannvirðing og að ofbeldi sé ekki, aldrei nokkurn tíma, liðið. Það er hægt ef vilji og úthald er fyrir hendi. Til þess að þetta sé gerlegt þurfum við að halda í þessa hlýju hugsun, þá einu ósk, þá bæn og von sem býr með smárri þjóð.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. janúar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun