Guðmundur, Dagur og Kristján á HM: Hundrað prósent árangur og 78 mörk í plús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2017 09:30 Kristján Andrésson, Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson eru að gera frábæra hluti með sín landslið. Vísir/Samsett Íslenska handboltalandsliðið hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum í fyrstu þremur leikjum sínum á HM í handbolta í Frakklandi en það er ekki mikið hægt að kvarta yfir hinum þremur íslensku þjálfurum á heimsmeistaramótinu. Kristján Andrésson, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson hafa stýrt sínum landsliðum til sigurs í báðum leikjum sínum á HM til þessa.Sænska landsliðið hefur unnið tvo risasigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á stórmóti undir stjórn Kristján Andréssonar. Svíar unnu 17 marka sigur á Barein og 18 marka sigur á Argentínu en sænska liðið hefur aðeins fengið á sig 16,5 mörk að meðaltali í leik. Svíar eru einnig með bestu skotnýtinguna en liðið hefur nýtt 72 prósent skota sinna í þessum tveimur leikjum. Svíar ásamt Þjóðverjum eru líka það lið sem hefur tapað fæstum boltum eða aðeins 13 í þessum tveimur leikjum.Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, fylgdu eftir fjögurra marka sigri á Ungverjalandi með því að vinna 21 marks sigur á Síle í gær. Þjóðverjar hvíla í dag en mæta Sádí Arabíu á morgun sem ætti að vera annar auðveldur sigur.Danska landsliðið hefur ekki verið í miklum vandræðum í sínum fyrstu tveimur leikjum, vann fyrst ellefu marka sigur á Argentínu og svo sjö marka sigur á Egyptalandi. Guðmundur hefur dreift álaginu á sína menn og sjö leikmenn hafa skorað á bilinu fjögur til átta mörk í leikjunum tveimur. Samanlagt hafa þessir þrír þjálfarar unnið leikina sex með samtals 78 marka mun eða þrettán mörkum að meðaltali í leik. Það verður stór stund í kvöld þegar þeir Guðmundur og Kristján mætast með sín lið í lykilleik í D-riðlinum. Það er ljóst að báðir geta ekki verið með hundrað prósent árangur eftir þann leik. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í kvöld.Leikir sænska landsliðsins undir stjórn Kristján Andréssonar á HM 2017: 17 marka sigur á Barein (33-16) 18 marka sigur á Argentínu (35-17) 4 stig af 4 mögulegum og 35 mörk í plúsLeikir þýska landsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar á HM 2017: 4 marka sigur á Ungverjalandi (27-23) 21 marks sigur á Síle (35-14) 4 stig af 4 mögulegum og 25 mörk í plúsLeikir danska landsliðsins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar á HM 2017: 11 marka sigur á Argentínu (33-22) 7 marka sigur á Egyptalandi (35-28) 4 stig af 4 mögulegum og 18 mörk í plús Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Heiðraði minningu föður síns með 13 mörkum Uwe Gensheimer skoraði 13 mörk þegar Þjóðverjar unnu Ungverja, 27-23, í C-riðli á HM í handbolta í dag. 13. janúar 2017 18:28 Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22 Öruggur sigur í fyrsta stórmótsleik Kristjáns Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með leggja Barein að velli, 33-16, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í dag. 13. janúar 2017 18:14 Umdeild olnbogahlíf: Mótherjar Dana ráða því hvort René Toft megi spila René Toft Hansen, línumaðurinn öflugi, fékk ekki leyfi til að spila með danska handboltalandsliðinu gegn því argentínska á HM í Frakklandi í kvöld. 13. janúar 2017 20:57 Ólympíumeistararnir fara vel af stað | Króatar í basli Danir fara vel af stað á HM í Frakklandi en í kvöld unnu þeir öruggan 11 marka sigur, 33-22, á Argentínu. 13. janúar 2017 21:15 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum í fyrstu þremur leikjum sínum á HM í handbolta í Frakklandi en það er ekki mikið hægt að kvarta yfir hinum þremur íslensku þjálfurum á heimsmeistaramótinu. Kristján Andrésson, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson hafa stýrt sínum landsliðum til sigurs í báðum leikjum sínum á HM til þessa.Sænska landsliðið hefur unnið tvo risasigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á stórmóti undir stjórn Kristján Andréssonar. Svíar unnu 17 marka sigur á Barein og 18 marka sigur á Argentínu en sænska liðið hefur aðeins fengið á sig 16,5 mörk að meðaltali í leik. Svíar eru einnig með bestu skotnýtinguna en liðið hefur nýtt 72 prósent skota sinna í þessum tveimur leikjum. Svíar ásamt Þjóðverjum eru líka það lið sem hefur tapað fæstum boltum eða aðeins 13 í þessum tveimur leikjum.Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, fylgdu eftir fjögurra marka sigri á Ungverjalandi með því að vinna 21 marks sigur á Síle í gær. Þjóðverjar hvíla í dag en mæta Sádí Arabíu á morgun sem ætti að vera annar auðveldur sigur.Danska landsliðið hefur ekki verið í miklum vandræðum í sínum fyrstu tveimur leikjum, vann fyrst ellefu marka sigur á Argentínu og svo sjö marka sigur á Egyptalandi. Guðmundur hefur dreift álaginu á sína menn og sjö leikmenn hafa skorað á bilinu fjögur til átta mörk í leikjunum tveimur. Samanlagt hafa þessir þrír þjálfarar unnið leikina sex með samtals 78 marka mun eða þrettán mörkum að meðaltali í leik. Það verður stór stund í kvöld þegar þeir Guðmundur og Kristján mætast með sín lið í lykilleik í D-riðlinum. Það er ljóst að báðir geta ekki verið með hundrað prósent árangur eftir þann leik. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í kvöld.Leikir sænska landsliðsins undir stjórn Kristján Andréssonar á HM 2017: 17 marka sigur á Barein (33-16) 18 marka sigur á Argentínu (35-17) 4 stig af 4 mögulegum og 35 mörk í plúsLeikir þýska landsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar á HM 2017: 4 marka sigur á Ungverjalandi (27-23) 21 marks sigur á Síle (35-14) 4 stig af 4 mögulegum og 25 mörk í plúsLeikir danska landsliðsins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar á HM 2017: 11 marka sigur á Argentínu (33-22) 7 marka sigur á Egyptalandi (35-28) 4 stig af 4 mögulegum og 18 mörk í plús
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Heiðraði minningu föður síns með 13 mörkum Uwe Gensheimer skoraði 13 mörk þegar Þjóðverjar unnu Ungverja, 27-23, í C-riðli á HM í handbolta í dag. 13. janúar 2017 18:28 Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22 Öruggur sigur í fyrsta stórmótsleik Kristjáns Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með leggja Barein að velli, 33-16, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í dag. 13. janúar 2017 18:14 Umdeild olnbogahlíf: Mótherjar Dana ráða því hvort René Toft megi spila René Toft Hansen, línumaðurinn öflugi, fékk ekki leyfi til að spila með danska handboltalandsliðinu gegn því argentínska á HM í Frakklandi í kvöld. 13. janúar 2017 20:57 Ólympíumeistararnir fara vel af stað | Króatar í basli Danir fara vel af stað á HM í Frakklandi en í kvöld unnu þeir öruggan 11 marka sigur, 33-22, á Argentínu. 13. janúar 2017 21:15 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Heiðraði minningu föður síns með 13 mörkum Uwe Gensheimer skoraði 13 mörk þegar Þjóðverjar unnu Ungverja, 27-23, í C-riðli á HM í handbolta í dag. 13. janúar 2017 18:28
Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22
Öruggur sigur í fyrsta stórmótsleik Kristjáns Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með leggja Barein að velli, 33-16, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í dag. 13. janúar 2017 18:14
Umdeild olnbogahlíf: Mótherjar Dana ráða því hvort René Toft megi spila René Toft Hansen, línumaðurinn öflugi, fékk ekki leyfi til að spila með danska handboltalandsliðinu gegn því argentínska á HM í Frakklandi í kvöld. 13. janúar 2017 20:57
Ólympíumeistararnir fara vel af stað | Króatar í basli Danir fara vel af stað á HM í Frakklandi en í kvöld unnu þeir öruggan 11 marka sigur, 33-22, á Argentínu. 13. janúar 2017 21:15
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita