Guðmundur, Dagur og Kristján á HM: Hundrað prósent árangur og 78 mörk í plús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2017 09:30 Kristján Andrésson, Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson eru að gera frábæra hluti með sín landslið. Vísir/Samsett Íslenska handboltalandsliðið hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum í fyrstu þremur leikjum sínum á HM í handbolta í Frakklandi en það er ekki mikið hægt að kvarta yfir hinum þremur íslensku þjálfurum á heimsmeistaramótinu. Kristján Andrésson, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson hafa stýrt sínum landsliðum til sigurs í báðum leikjum sínum á HM til þessa.Sænska landsliðið hefur unnið tvo risasigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á stórmóti undir stjórn Kristján Andréssonar. Svíar unnu 17 marka sigur á Barein og 18 marka sigur á Argentínu en sænska liðið hefur aðeins fengið á sig 16,5 mörk að meðaltali í leik. Svíar eru einnig með bestu skotnýtinguna en liðið hefur nýtt 72 prósent skota sinna í þessum tveimur leikjum. Svíar ásamt Þjóðverjum eru líka það lið sem hefur tapað fæstum boltum eða aðeins 13 í þessum tveimur leikjum.Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, fylgdu eftir fjögurra marka sigri á Ungverjalandi með því að vinna 21 marks sigur á Síle í gær. Þjóðverjar hvíla í dag en mæta Sádí Arabíu á morgun sem ætti að vera annar auðveldur sigur.Danska landsliðið hefur ekki verið í miklum vandræðum í sínum fyrstu tveimur leikjum, vann fyrst ellefu marka sigur á Argentínu og svo sjö marka sigur á Egyptalandi. Guðmundur hefur dreift álaginu á sína menn og sjö leikmenn hafa skorað á bilinu fjögur til átta mörk í leikjunum tveimur. Samanlagt hafa þessir þrír þjálfarar unnið leikina sex með samtals 78 marka mun eða þrettán mörkum að meðaltali í leik. Það verður stór stund í kvöld þegar þeir Guðmundur og Kristján mætast með sín lið í lykilleik í D-riðlinum. Það er ljóst að báðir geta ekki verið með hundrað prósent árangur eftir þann leik. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í kvöld.Leikir sænska landsliðsins undir stjórn Kristján Andréssonar á HM 2017: 17 marka sigur á Barein (33-16) 18 marka sigur á Argentínu (35-17) 4 stig af 4 mögulegum og 35 mörk í plúsLeikir þýska landsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar á HM 2017: 4 marka sigur á Ungverjalandi (27-23) 21 marks sigur á Síle (35-14) 4 stig af 4 mögulegum og 25 mörk í plúsLeikir danska landsliðsins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar á HM 2017: 11 marka sigur á Argentínu (33-22) 7 marka sigur á Egyptalandi (35-28) 4 stig af 4 mögulegum og 18 mörk í plús Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Heiðraði minningu föður síns með 13 mörkum Uwe Gensheimer skoraði 13 mörk þegar Þjóðverjar unnu Ungverja, 27-23, í C-riðli á HM í handbolta í dag. 13. janúar 2017 18:28 Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22 Öruggur sigur í fyrsta stórmótsleik Kristjáns Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með leggja Barein að velli, 33-16, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í dag. 13. janúar 2017 18:14 Umdeild olnbogahlíf: Mótherjar Dana ráða því hvort René Toft megi spila René Toft Hansen, línumaðurinn öflugi, fékk ekki leyfi til að spila með danska handboltalandsliðinu gegn því argentínska á HM í Frakklandi í kvöld. 13. janúar 2017 20:57 Ólympíumeistararnir fara vel af stað | Króatar í basli Danir fara vel af stað á HM í Frakklandi en í kvöld unnu þeir öruggan 11 marka sigur, 33-22, á Argentínu. 13. janúar 2017 21:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur aðeins náð í eitt stig af sex mögulegum í fyrstu þremur leikjum sínum á HM í handbolta í Frakklandi en það er ekki mikið hægt að kvarta yfir hinum þremur íslensku þjálfurum á heimsmeistaramótinu. Kristján Andrésson, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson hafa stýrt sínum landsliðum til sigurs í báðum leikjum sínum á HM til þessa.Sænska landsliðið hefur unnið tvo risasigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á stórmóti undir stjórn Kristján Andréssonar. Svíar unnu 17 marka sigur á Barein og 18 marka sigur á Argentínu en sænska liðið hefur aðeins fengið á sig 16,5 mörk að meðaltali í leik. Svíar eru einnig með bestu skotnýtinguna en liðið hefur nýtt 72 prósent skota sinna í þessum tveimur leikjum. Svíar ásamt Þjóðverjum eru líka það lið sem hefur tapað fæstum boltum eða aðeins 13 í þessum tveimur leikjum.Þjóðverjar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, fylgdu eftir fjögurra marka sigri á Ungverjalandi með því að vinna 21 marks sigur á Síle í gær. Þjóðverjar hvíla í dag en mæta Sádí Arabíu á morgun sem ætti að vera annar auðveldur sigur.Danska landsliðið hefur ekki verið í miklum vandræðum í sínum fyrstu tveimur leikjum, vann fyrst ellefu marka sigur á Argentínu og svo sjö marka sigur á Egyptalandi. Guðmundur hefur dreift álaginu á sína menn og sjö leikmenn hafa skorað á bilinu fjögur til átta mörk í leikjunum tveimur. Samanlagt hafa þessir þrír þjálfarar unnið leikina sex með samtals 78 marka mun eða þrettán mörkum að meðaltali í leik. Það verður stór stund í kvöld þegar þeir Guðmundur og Kristján mætast með sín lið í lykilleik í D-riðlinum. Það er ljóst að báðir geta ekki verið með hundrað prósent árangur eftir þann leik. Leikurinn hefst klukkan 19.45 í kvöld.Leikir sænska landsliðsins undir stjórn Kristján Andréssonar á HM 2017: 17 marka sigur á Barein (33-16) 18 marka sigur á Argentínu (35-17) 4 stig af 4 mögulegum og 35 mörk í plúsLeikir þýska landsliðsins undir stjórn Dags Sigurðssonar á HM 2017: 4 marka sigur á Ungverjalandi (27-23) 21 marks sigur á Síle (35-14) 4 stig af 4 mögulegum og 25 mörk í plúsLeikir danska landsliðsins undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar á HM 2017: 11 marka sigur á Argentínu (33-22) 7 marka sigur á Egyptalandi (35-28) 4 stig af 4 mögulegum og 18 mörk í plús
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Heiðraði minningu föður síns með 13 mörkum Uwe Gensheimer skoraði 13 mörk þegar Þjóðverjar unnu Ungverja, 27-23, í C-riðli á HM í handbolta í dag. 13. janúar 2017 18:28 Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22 Öruggur sigur í fyrsta stórmótsleik Kristjáns Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með leggja Barein að velli, 33-16, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í dag. 13. janúar 2017 18:14 Umdeild olnbogahlíf: Mótherjar Dana ráða því hvort René Toft megi spila René Toft Hansen, línumaðurinn öflugi, fékk ekki leyfi til að spila með danska handboltalandsliðinu gegn því argentínska á HM í Frakklandi í kvöld. 13. janúar 2017 20:57 Ólympíumeistararnir fara vel af stað | Króatar í basli Danir fara vel af stað á HM í Frakklandi en í kvöld unnu þeir öruggan 11 marka sigur, 33-22, á Argentínu. 13. janúar 2017 21:15 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Heiðraði minningu föður síns með 13 mörkum Uwe Gensheimer skoraði 13 mörk þegar Þjóðverjar unnu Ungverja, 27-23, í C-riðli á HM í handbolta í dag. 13. janúar 2017 18:28
Öruggt hjá lærisveinum Dags og Kristjáns Þjóðverjar og Svíar unnu örruga sigra í leikjum sínum á HM í Frakklandi í dag. 15. janúar 2017 15:22
Öruggur sigur í fyrsta stórmótsleik Kristjáns Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með leggja Barein að velli, 33-16, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í dag. 13. janúar 2017 18:14
Umdeild olnbogahlíf: Mótherjar Dana ráða því hvort René Toft megi spila René Toft Hansen, línumaðurinn öflugi, fékk ekki leyfi til að spila með danska handboltalandsliðinu gegn því argentínska á HM í Frakklandi í kvöld. 13. janúar 2017 20:57
Ólympíumeistararnir fara vel af stað | Króatar í basli Danir fara vel af stað á HM í Frakklandi en í kvöld unnu þeir öruggan 11 marka sigur, 33-22, á Argentínu. 13. janúar 2017 21:15