Handbolti

Geir: Túnis er með öflugt lið

Arnar Björnsson skrifar
„Það er afríkanskt yfirbragð af einhverju leyti á liði Túnis,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari en drengirnir hans mæta sterku liði Túnis klukkan 13.45 í dag.

„Handboltinn þeirra er samt orðinn miklu líkari því sem við eigum að venjast. Þeir eru með hávaxna og öfluga leikmenn, sérstaklega á vinstri vængnum. Þeir eru stórir og sterkir og spila oftast 6/0 vörn.“

Túnis hefur bitið frá sér í fyrstu leikjunum gegn Makedóníu og Spáni en gefið eftir á lokakaflanum í þeim leikjum. Geir gerir sér fyllilega grein fyrir því að þetta verður erfitt.

„Þetta er mjög öflugt lið. Þeir komust á ÓL í Ríó. Þetta eru allt erfiðar þjóðir á þessu móti.“

Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Faðir Arnars Freys: Strákurinn er búinn að massa sig upp

„Maður er náttúrulega alveg gríðarlega stoltur af stráknum, hann kom mjög sterkur inn í fyrsta leik,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi og faðir línumannsins Arnars Freys sem sló í gegn í fyrsta leik Íslands á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×