Faðir Arnars Freys: Strákurinn er búinn að massa sig upp Arnar Björnsson skrifar 15. janúar 2017 11:25 „Maður er náttúrulega alveg gríðarlega stoltur af stráknum, hann kom mjög sterkur inn í fyrsta leik,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi og faðir línumannsins Arnars Freys sem sló í gegn í fyrsta leik Íslands á HM. Við hittum hann skömmu fyrir Slóvenaleikinn í gær en hann sá tvo fyrstu leikina en fer heim til Íslands í dag. Það vakti athygli að línumaðurinn fagnaði mörkum sínum á sérstakan hátt og benti á föður sinn í stúkunni. Var pabbinn að setja kröfur á strákinn? „Það er alveg rétt maður er svona að reyna að kenna honum grundvallarreglurnar og setja einhverjar kröfur á hann. Vonandi pikkar hann þetta upp og fer eftir þeim. Hann gerði það gegn Spánverjum svo sannarlega.“ Finnst þér hann hafa tekið miklum framförum? „Já, hann fór í haust til Kristianstad í Svíþjóð og hann er búinn að vaxa og dafna sem leikmaður. Búinn að massa sig upp og er orðinn mjög sterkur. Framtíðin er björt ef hann heldur rétt á spilunum.“ Heldurðu að hann fari fljótlega til einhvers af stóru liðunum í Evrópu? „Tíminn verður bara að leiða það í ljós. Hann er hjá mjög góðu félagi, sænsku meisturunum í Kristianstad. Það er alveg ljóst að hann er þar í góðum málum þar sem hann fær að vaxa og dafna.“ Hvernig var að vera í stúkunni gegn Spánverjunum og strákurinn að veifa til þín eftir að hafa skorað? „Það var bara stórkostlegt, æðislegt. Í íþróttum er það stöðugleikinn sem skiptir máli og vonandi heldur það áfram,“ segir stoltur faðir handboltakappans Arnars Freys Arnarssonar. Ísland mætir Túnis í þriðja leik sínum á HM í dag klukkan 13:15.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir var löngu búinn að ákveða að hvíla Guðjón Val Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson kom mörgum á óvart í dag er hann ákvað að gefa Bjarka Má Elíssyni tækifæri og setja landsliðsfyrirliðann, Guðjón Val Sigurðsson, á bekkinn. 14. janúar 2017 16:48 HM í dag: Óvænt víkingaklapp frá Túnisbúum Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik við Túnis á HM í dag og Túnisbúar koma mikið við sögu í þætti dagsins. 15. janúar 2017 09:47 Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Arnór bestir Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu töpuðu með minnsta mun, 25-26, fyrir Slóveníu í B-riðli heimsmeistaramótsins í dag. 14. janúar 2017 16:28 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
„Maður er náttúrulega alveg gríðarlega stoltur af stráknum, hann kom mjög sterkur inn í fyrsta leik,“ segir Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi og faðir línumannsins Arnars Freys sem sló í gegn í fyrsta leik Íslands á HM. Við hittum hann skömmu fyrir Slóvenaleikinn í gær en hann sá tvo fyrstu leikina en fer heim til Íslands í dag. Það vakti athygli að línumaðurinn fagnaði mörkum sínum á sérstakan hátt og benti á föður sinn í stúkunni. Var pabbinn að setja kröfur á strákinn? „Það er alveg rétt maður er svona að reyna að kenna honum grundvallarreglurnar og setja einhverjar kröfur á hann. Vonandi pikkar hann þetta upp og fer eftir þeim. Hann gerði það gegn Spánverjum svo sannarlega.“ Finnst þér hann hafa tekið miklum framförum? „Já, hann fór í haust til Kristianstad í Svíþjóð og hann er búinn að vaxa og dafna sem leikmaður. Búinn að massa sig upp og er orðinn mjög sterkur. Framtíðin er björt ef hann heldur rétt á spilunum.“ Heldurðu að hann fari fljótlega til einhvers af stóru liðunum í Evrópu? „Tíminn verður bara að leiða það í ljós. Hann er hjá mjög góðu félagi, sænsku meisturunum í Kristianstad. Það er alveg ljóst að hann er þar í góðum málum þar sem hann fær að vaxa og dafna.“ Hvernig var að vera í stúkunni gegn Spánverjunum og strákurinn að veifa til þín eftir að hafa skorað? „Það var bara stórkostlegt, æðislegt. Í íþróttum er það stöðugleikinn sem skiptir máli og vonandi heldur það áfram,“ segir stoltur faðir handboltakappans Arnars Freys Arnarssonar. Ísland mætir Túnis í þriðja leik sínum á HM í dag klukkan 13:15.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Geir var löngu búinn að ákveða að hvíla Guðjón Val Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson kom mörgum á óvart í dag er hann ákvað að gefa Bjarka Má Elíssyni tækifæri og setja landsliðsfyrirliðann, Guðjón Val Sigurðsson, á bekkinn. 14. janúar 2017 16:48 HM í dag: Óvænt víkingaklapp frá Túnisbúum Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik við Túnis á HM í dag og Túnisbúar koma mikið við sögu í þætti dagsins. 15. janúar 2017 09:47 Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Arnór bestir Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu töpuðu með minnsta mun, 25-26, fyrir Slóveníu í B-riðli heimsmeistaramótsins í dag. 14. janúar 2017 16:28 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Geir var löngu búinn að ákveða að hvíla Guðjón Val Landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson kom mörgum á óvart í dag er hann ákvað að gefa Bjarka Má Elíssyni tækifæri og setja landsliðsfyrirliðann, Guðjón Val Sigurðsson, á bekkinn. 14. janúar 2017 16:48
HM í dag: Óvænt víkingaklapp frá Túnisbúum Ísland spilar gríðarlega mikilvægan leik við Túnis á HM í dag og Túnisbúar koma mikið við sögu í þætti dagsins. 15. janúar 2017 09:47
Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már og Arnór bestir Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu töpuðu með minnsta mun, 25-26, fyrir Slóveníu í B-riðli heimsmeistaramótsins í dag. 14. janúar 2017 16:28
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita