Vill að sveitarfélög hafi eftirlit með AirbnB 14. janúar 2017 20:03 Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við leiguvefinn AirbnB um að fyrirtækið takmarki fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar í borginni eins og kveðið er á um í nýjum lögum. Hann hefur áhyggjur af framkvæmd eftirlits með skammtímaleigu og vill að slíkt verði á forræði sveitarfélaga. Um áramótin tóku ný lög gildi sem takmarka skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði. Samkvæmt lögunum er heimilt að leigja hverja íbúð á leiguvefjum eins og AirbnB í 90 daga án þess að hafa tilskilið rekstrarleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mun annast eftirlit með skammtímaleigu sem verður fyrst rafrænt. Dagur B. Eggertsson var gestur Víglínunnar á Stöð 2 þar sem fram kom að hann vilji að sveitarfélögin fari sjálf með eftirlitið. Hann segist þó binda vonir við nýju lögin en hefði viljað að sveitarfélögin hefðu meiri ábyrgð á framkvæmd þeirra líkt og þekkist í fjölmörgum borgum í Evrópu. „Þar eru það borgirnar sjálfar sem hafa tækin til að fylgja þessu eftir og mér segir sá hugur að það gæti verið niðurstaðan hér,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Amsterdam náði samningum við AirbnB í desember þar sem fyrirtækið samþykkti að takmarka sjálft fjölda leyfilegra leigunótta í samræmi við gildandi lög í landinu. Auk þess sem AirbnB rukkar viðskiptavini sína sjálft um skatta og gjöld í borgunum. Dagur segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við AirBnb líkt og yfirvöld í Amsterdam gerðu með góðum árangri á síðasta ári. „Ég á von á því að við göngum til samtals og samninga við AirbnB um svipað fyrirkomulag, þá í samráði við ríkið.“ Hann er bjartsýnn á að borgin og ný ríkisstjórn geti átt gott samstarf um að sveitarfélög fái sinn skerf af vaxandi fjölda ferðamanna. Undir það tekur Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. „Mér finnst sjálfsagt að menn taki þetta upp. Menn eiga ekkert að vera að ýta svona málum endalaust á undan sér. Það verður að byrja að ræða það og finna lausnir,“ sagði Benedikt. Dagur segir jafnframt brýnt að fleiri hótelrými verði byggð í borginni til að minnka þann þrýsting sem skapast hefur á íbúðamarkaðinum. „Þau mega ekki öll vera miðsvæðis. Þannig að við viljum beina þeirri uppbyggingu út frá miðborginni og við verðum að byggja enn þá meira í húsnæðismálum til þess að takast á við þennan vöxt. Þannig að við þurfum að gera margt.“ Víglínan Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við leiguvefinn AirbnB um að fyrirtækið takmarki fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar í borginni eins og kveðið er á um í nýjum lögum. Hann hefur áhyggjur af framkvæmd eftirlits með skammtímaleigu og vill að slíkt verði á forræði sveitarfélaga. Um áramótin tóku ný lög gildi sem takmarka skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði. Samkvæmt lögunum er heimilt að leigja hverja íbúð á leiguvefjum eins og AirbnB í 90 daga án þess að hafa tilskilið rekstrarleyfi. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mun annast eftirlit með skammtímaleigu sem verður fyrst rafrænt. Dagur B. Eggertsson var gestur Víglínunnar á Stöð 2 þar sem fram kom að hann vilji að sveitarfélögin fari sjálf með eftirlitið. Hann segist þó binda vonir við nýju lögin en hefði viljað að sveitarfélögin hefðu meiri ábyrgð á framkvæmd þeirra líkt og þekkist í fjölmörgum borgum í Evrópu. „Þar eru það borgirnar sjálfar sem hafa tækin til að fylgja þessu eftir og mér segir sá hugur að það gæti verið niðurstaðan hér,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Amsterdam náði samningum við AirbnB í desember þar sem fyrirtækið samþykkti að takmarka sjálft fjölda leyfilegra leigunótta í samræmi við gildandi lög í landinu. Auk þess sem AirbnB rukkar viðskiptavini sína sjálft um skatta og gjöld í borgunum. Dagur segir Reykjavíkurborg ætla að ganga til samninga við AirBnb líkt og yfirvöld í Amsterdam gerðu með góðum árangri á síðasta ári. „Ég á von á því að við göngum til samtals og samninga við AirbnB um svipað fyrirkomulag, þá í samráði við ríkið.“ Hann er bjartsýnn á að borgin og ný ríkisstjórn geti átt gott samstarf um að sveitarfélög fái sinn skerf af vaxandi fjölda ferðamanna. Undir það tekur Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. „Mér finnst sjálfsagt að menn taki þetta upp. Menn eiga ekkert að vera að ýta svona málum endalaust á undan sér. Það verður að byrja að ræða það og finna lausnir,“ sagði Benedikt. Dagur segir jafnframt brýnt að fleiri hótelrými verði byggð í borginni til að minnka þann þrýsting sem skapast hefur á íbúðamarkaðinum. „Þau mega ekki öll vera miðsvæðis. Þannig að við viljum beina þeirri uppbyggingu út frá miðborginni og við verðum að byggja enn þá meira í húsnæðismálum til þess að takast á við þennan vöxt. Þannig að við þurfum að gera margt.“
Víglínan Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira