Í viðtali eftir leikinn brást Geir illa við spurningu Guðmundar Hilmarssonar, íþróttafréttamanns á Morgunblaðinu og Mbl.is, hvort að það væri ekki ljóst að það yrði „brekka það sem eftir er í riðlinum þar sem þið eruð án stiga eftir fyrstu tvo leikin?“
Geir sagðist ekki skilja spurninguna.
„Það er alveg vitað að við þurfum stig til að komast áfram. Ef við vorum með væntingar um að taka þrjú eða fjögur stig út úr þessum tveimur fyrstu leikjunum þá talar þú um brekku héðan í frá. Ég er bara mjög óhress með þessa spurningu þína,“ sagði Geir og bætti svo heldur betur í röddina; „Þetta er alveg út úr korti. Að sjálfsögðu er þetta brekka. Við erum komnir hingað til að vinna hvern einasta helvítis leik og það er það sem við erum að gera. Við töpuðum með einu marki. Næsta spurning,“ sagði Geir í viðtalinu.
Guðmundur segir Geir hafa orðið enn æstari í framhaldinu og að lokum orðið reiður. Svo reiður að hann rauk úr viðtalinu. Stuttu síðar sá Geir að sér, gekk til Guðmundar og bað hann afsökunar.
Ísland hefur nú spilað tvo leiki, gegn sterkustu andstæðingunum í riðlinum að margra mati. Í 27-21 tapinu gegn Spáni var fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson verulega pirraður með spurningu Þorkells Gunnars Sigurbjörnssonar, íþróttafréttamanns RÚV, um hinn margfræga „slæma kafla“.
Guðjón Valur er eiginlega kominn með leið á orðatiltækinu um slæma kafla #hmrúv 'Ekki byrja á þessu, gerðu það fyrir mig.“ pic.twitter.com/H0OHxy1y0K
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017
Guðjón Valur og Þorkell gerðu viðtalið í gærkvöld upp nú rétt áðan. #hmruv #handbolti pic.twitter.com/gadWxXFDtb
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 13, 2017
Geir útskýrði ákvörðun sína í viðtali við Arnar Björnsson að leik loknum. Viðtalið má sjá hér að neðan.
@GummiHilmars Nýtt Guðmundar & Geirs mál?
— Gummi Ben (@GummiBen) January 14, 2017