Guðmundur Hólmar: Við mætum bara dýrvitlausir á morgun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. janúar 2017 15:50 Guðmundur Hólmar Helgason. Vísir/EPA Guðmundur Hólmar Helgason var daufur í dálkinn eftir eins marks tap á móti Slóveníu á HM í handbolta í dag. „Það er gríðarlega svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessum leik,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason sem átti fínan leik í vörn íslenska liðsins í dag. Guðmundur Hólmar leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir leikinn enda augljóslega búinn að skilja allt sitt eftir á vellinum. „Það var hart tekist og mér fannst þetta vera flottur leikur hjá okkur hvað það varðar. Þetta voru kannski ekki frábærar sóknir en fínar varnir og góðar markvörslur,“ sagði Guðmundur Hólmar. „Þetta datt ekki alveg með okkur og það voru nokkrir skrýtnir dómar þó ég vilji ekki kenna dómurunum um. Það voru samt nokkrir dómar sem duttu ekki með okkur í lokin. Þeir voru líka að fá ódýrar tvær mínútur,“ sagði Guðmundur Hólmar. „Þetta er svolítið það gamla góða, stöngin út, stöngin inn í svona leikjum. Hver mistök og hvert skot skiptu það miklu máli,“ sagði Guðmundur Hólmar en liðið var samt að gera margt gott. „Við byggjum ofan á það sem var jákvætt í þessum leik sem var baráttan, vörnin og markvarslan. Sóknin í seinni hálfleik var þokkalega mjúk og við byggjum ofan á það,“ sagði Guðmundur Hólmar en næsti leikur er á móti Túnis strax á morgun „Við mætum bara dýrvitlausir á morgun. Við erum ekki í kjörstöðu en þetta er engan veginn búið,“ sagði Guðmundur Hólmar. „Það er töluverð reynsla hjá Túnis og helvítis kíló að tala hjá þeim. Þetta eru alvöru sleggjur og við þurfum gíra okkur inn á það, mæta þeim aðeins framar og skoða þá líka vel í kvöld,“ sagði Guðmundur Hólmar. Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðmundur Hólmar: Verðum að mæta með sömu orku í vörnina Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason stóð vaktina vel í vörninni gegn tröllvöxnum Spánverjum og hann fær að glíma við fljóta Slóvena í dag. 14. janúar 2017 12:30 Arnór: Hefðum getað komist tveimur mörkum yfir en ég klúðraði dauðafæri „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Við áttum séns að komast tveimur mörkum yfir og ég til að mynda klúðraði þá dauðafæri,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:46 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15 Ólafur: Höfum ekki tíma til að svekkja okkur „Við vorum ekkert langt frá þessu, vorum inn í leiknum allan tímann og þetta hefði getað dottið báðum megin,“ segir Ólafur Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:32 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Guðmundur Hólmar Helgason var daufur í dálkinn eftir eins marks tap á móti Slóveníu á HM í handbolta í dag. „Það er gríðarlega svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessum leik,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason sem átti fínan leik í vörn íslenska liðsins í dag. Guðmundur Hólmar leyndi ekki vonbrigðum sínum eftir leikinn enda augljóslega búinn að skilja allt sitt eftir á vellinum. „Það var hart tekist og mér fannst þetta vera flottur leikur hjá okkur hvað það varðar. Þetta voru kannski ekki frábærar sóknir en fínar varnir og góðar markvörslur,“ sagði Guðmundur Hólmar. „Þetta datt ekki alveg með okkur og það voru nokkrir skrýtnir dómar þó ég vilji ekki kenna dómurunum um. Það voru samt nokkrir dómar sem duttu ekki með okkur í lokin. Þeir voru líka að fá ódýrar tvær mínútur,“ sagði Guðmundur Hólmar. „Þetta er svolítið það gamla góða, stöngin út, stöngin inn í svona leikjum. Hver mistök og hvert skot skiptu það miklu máli,“ sagði Guðmundur Hólmar en liðið var samt að gera margt gott. „Við byggjum ofan á það sem var jákvætt í þessum leik sem var baráttan, vörnin og markvarslan. Sóknin í seinni hálfleik var þokkalega mjúk og við byggjum ofan á það,“ sagði Guðmundur Hólmar en næsti leikur er á móti Túnis strax á morgun „Við mætum bara dýrvitlausir á morgun. Við erum ekki í kjörstöðu en þetta er engan veginn búið,“ sagði Guðmundur Hólmar. „Það er töluverð reynsla hjá Túnis og helvítis kíló að tala hjá þeim. Þetta eru alvöru sleggjur og við þurfum gíra okkur inn á það, mæta þeim aðeins framar og skoða þá líka vel í kvöld,“ sagði Guðmundur Hólmar.
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðmundur Hólmar: Verðum að mæta með sömu orku í vörnina Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason stóð vaktina vel í vörninni gegn tröllvöxnum Spánverjum og hann fær að glíma við fljóta Slóvena í dag. 14. janúar 2017 12:30 Arnór: Hefðum getað komist tveimur mörkum yfir en ég klúðraði dauðafæri „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Við áttum séns að komast tveimur mörkum yfir og ég til að mynda klúðraði þá dauðafæri,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:46 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15 Ólafur: Höfum ekki tíma til að svekkja okkur „Við vorum ekkert langt frá þessu, vorum inn í leiknum allan tímann og þetta hefði getað dottið báðum megin,“ segir Ólafur Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:32 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Guðmundur Hólmar: Verðum að mæta með sömu orku í vörnina Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason stóð vaktina vel í vörninni gegn tröllvöxnum Spánverjum og hann fær að glíma við fljóta Slóvena í dag. 14. janúar 2017 12:30
Arnór: Hefðum getað komist tveimur mörkum yfir en ég klúðraði dauðafæri „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Við áttum séns að komast tveimur mörkum yfir og ég til að mynda klúðraði þá dauðafæri,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:46
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15
Ólafur: Höfum ekki tíma til að svekkja okkur „Við vorum ekkert langt frá þessu, vorum inn í leiknum allan tímann og þetta hefði getað dottið báðum megin,“ segir Ólafur Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:32