Danska drottningin hlakkar til að hitta Guðna forseta Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2017 20:15 Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll. Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans fara til Kaupmannahafnar í þriggja daga opinbera heimsókn hinn 24. janúar. En hefð hefur verið fyrir því að forseti Íslands fari í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur allt frá því Ásgeir Ásgeirsson var forseti. Íslenskum fjölmiðlum var boðið að hitta drottninguna í tilefni heimsóknar forseta Íslands. Að loknum fundi með hirðmeistara hennar og fjölmiðlafulltrúa þar sem farið var yfir hvernig menn og konur umgangast hennar hátign, tók hún á móti fulltrúum sögueyjarinnar, sem heyrði undir krúnuna þegar prinsessan fæddist í hernuminni Danmörku hinn 16. apríl árið 1940. En Þjóðverjar réðust inn í Danmörku nákvæmlega viku áður. Viðtalið fór fram í Riddarasal hallarinnar. Í viðtali Heimis Más við drottninguna greinir hún meðal annars frá kynnum sínum af fyrri forsetum og hvernig foreldrar hennar Friðrik IX og Ingrid af Svíþjóð sögðu henni sögur frá Íslandi. En fjórum árum eftir að Margrét Þórhildur fæddist lýsti Ísland yfir fullu sjálfstæði og sleit þar með sambandinu við konung. Margrét Þórhildur var því aldrei krónprinsessa Íslands, því stjórnarskrá landsins gerði aðeins ráð fyrir að krúnan erfðist frá föður til sonar. Þegar nokkurn veginn var ljóst að Friðrik IX og Ingrid drottning myndu ekki eignast fleiri börn og þar með son, breyttu Danir stjórnarskránni árið 1953 svo Margrét Þórhildur gæri orðið drottning. Þá var hún 13 ára gömul en faðir hennar lést árið 1972 og þar með varð Margrét Þórhildur drottning þegar hún átti nokkra mánuði í þrjátíu og tveggja ára aldurinn. Hún tók upp nafnið Margrét II en þá hafði drottning ekki ríkt í Danmörku í 560 ár eða frá því Margrét I ríkti yfir allri Skandinavíu á árunum 1375–1412. Viðtal Heimis Más við drottinguna er í heild sinni á spilaranum hér fyrir ofan. Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Margrét Þórhildur Danadrottning hlakkar til að hitta nýjan forseta Íslands þegar hann kemur í opinbera heimsókn til Danmerkur hinn 24. janúar næst komandi. Hún minnist fyrri forseta Íslands sem hún hefur hitt með hlýju en hennar fyrstu minningar um Ísland eru frásagnir foreldra hennar af landinu og svo útskýringar þeirra á því að hún ber eitt íslenskt nafn. Heimir Már gekk á fund drottningar í Amalienborgarhöll. Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans fara til Kaupmannahafnar í þriggja daga opinbera heimsókn hinn 24. janúar. En hefð hefur verið fyrir því að forseti Íslands fari í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur allt frá því Ásgeir Ásgeirsson var forseti. Íslenskum fjölmiðlum var boðið að hitta drottninguna í tilefni heimsóknar forseta Íslands. Að loknum fundi með hirðmeistara hennar og fjölmiðlafulltrúa þar sem farið var yfir hvernig menn og konur umgangast hennar hátign, tók hún á móti fulltrúum sögueyjarinnar, sem heyrði undir krúnuna þegar prinsessan fæddist í hernuminni Danmörku hinn 16. apríl árið 1940. En Þjóðverjar réðust inn í Danmörku nákvæmlega viku áður. Viðtalið fór fram í Riddarasal hallarinnar. Í viðtali Heimis Más við drottninguna greinir hún meðal annars frá kynnum sínum af fyrri forsetum og hvernig foreldrar hennar Friðrik IX og Ingrid af Svíþjóð sögðu henni sögur frá Íslandi. En fjórum árum eftir að Margrét Þórhildur fæddist lýsti Ísland yfir fullu sjálfstæði og sleit þar með sambandinu við konung. Margrét Þórhildur var því aldrei krónprinsessa Íslands, því stjórnarskrá landsins gerði aðeins ráð fyrir að krúnan erfðist frá föður til sonar. Þegar nokkurn veginn var ljóst að Friðrik IX og Ingrid drottning myndu ekki eignast fleiri börn og þar með son, breyttu Danir stjórnarskránni árið 1953 svo Margrét Þórhildur gæri orðið drottning. Þá var hún 13 ára gömul en faðir hennar lést árið 1972 og þar með varð Margrét Þórhildur drottning þegar hún átti nokkra mánuði í þrjátíu og tveggja ára aldurinn. Hún tók upp nafnið Margrét II en þá hafði drottning ekki ríkt í Danmörku í 560 ár eða frá því Margrét I ríkti yfir allri Skandinavíu á árunum 1375–1412. Viðtal Heimis Más við drottinguna er í heild sinni á spilaranum hér fyrir ofan.
Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira