Trump og King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Undanfarið kosningamisseri bjó ég í Atlanta í Georgíu og las við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Emory háskóla. Það var merkileg reynsla að fylgjast með umræðum og viðbrögðum samnemenda minna við hvert fótmál forsetakosninganna og þegar úrslitin urðu ljós var mörgum svo brugðið að sorg og reiði brast út með ýmsum hætti. Georgía er eitt af vígum repúblikana og fylkið hefur stutt forsetaframbjóðenda þeirra í flestum kosningum undanfarna áratugi. Georgía var ekki talið baráttufylki en þar voru engir kosningafundir haldnir og engum auglýsingum sjónvarpað fyrr en viku fyrir kosningar. Skiptingin á milli borgar og sveita gæti ekki verið skýrari en borgirnar studdu Hillary Clinton og dreifbýlið Donald Trump. Kannanir meðal nemenda í Emory sýndu yfir 90% stuðning við Clinton en feimni við að gefa upp stuðning við Trump gæti hafa skekkt þær tölur samkvæmt nemendafélögunum. Kynþáttaspenna hefur einkennt sögu Georgíu en Atlanta er jafnframt höfuðvígi mannréttindabaráttu þeldökkra. Martin Luther King jr. var prestur í Ebenezer Baptist Church, sem er fjölmennur söfnuður í borginni, og hefur svæðinu í kringum kirkjuna verið breytt í þjóðgarð til minningar um baráttu hans. Kynþáttaspenna er ennþá áberandi í umræðunni og undanfarið haust hafa dráp lögreglumanna á þeldökkum borgurum ítrekað komist í fjölmiðla, sökum þess að aðstandendur hafa tekið upp verknaðina á snjallsíma. Mótmæli hafa verið fjölmenn í borgum Georgíu og í nágrannafylkjum undir fána hreyfingarinnar #BlackLivesMatter. Ein af stofnunum Emory rannsakar samspil trúar og stjórnmála og daginn eftir að úrslit voru ljós var erindi flutt á þeirra vegum af blaðakonunni Cynthia Tucker Haynes. Hún er dálkahöfundur sem hefur m.a. unnið Pulitzer verðlaun fyrir skrif sín um tengsl þeldökkra og hvítra í Bandaríkjunum. Fyrir fullum sal nemenda og kennara viðurkenndi hún að hafa þurft að endurskrifa erindi sitt á síðustu stundu í ljósi þess að hættumerki höfðu breyst í hættuástand með kosningu Donald Trump. Mat Haynes var að kynþáttafordómar ættu stóran þátt í úrslitum kosninganna. Máli sínu til stuðnings nefndi hún þrennt: Í fyrsta lagi innkomu Trump í bandarísk stjórnmál en hann kom sér að í umræðunni með því að halda á lofti gróusögum um að Obama væri ekki fæddur í Bandaríkjunum og væri því óhæfur til að gegna forsetaembættinu. Í öðru lagi árangur Obama í efnahagsmálum en í forsetatíð hans höfðu kjör hinna fjárhagslega verst stöddu batnað verulega á meðan kjör millistéttarinnar stóðu í stað. Þar sem fátækt í Bandaríkjunum er afgerandi kynþáttaskipt leiddi þetta af sér þá upplifun að verið væri að hygla þeldökkum á kostnað hvítra. Loks nefndi hún breytt landslag í opinberri orðræðu þar sem mörk tjáningar hafa flust í kjölfar tilkomu netmiðla og hópar eiga greiðari aðgang við að boða kynþáttafordóma í ummælakerfum og spjallrásum. Umræður í lokin urðu til að orða reiði, vonbrigði, sorg og ótta, sérstaklega meðal þeldökkra nemenda. Meginstef hjá mælendum var viðurkenning á því að framförum fylgir oft bakslag og margir sáu samsvörun með núverandi þróun og því bakslagi sem átti sér stað eftir tap suðursins í þrælastríðinu. Hin alræmdu Jim Crow lög lögleiddu aðgreiningu kynþátta og voru loks afnumin í kjölfar mannréttabaráttu þeldökkra á sjötta áratugnum. Arfleifð Martin Luther King jr. bar í því samhengi oft á góma en margar af prédikunum hans og ræðum hafa spámannlegt gildi í hugum þeirra sem upplifað hafa framfarir og vonbrigði í samskiptum kynþátta í suðuríkjunum. King er álitin fyrirmynd með því hugrekki sem hann sýndi í baráttunni gegn kynþáttahatri og fyrir aðferðir sínar en hann boðaði að ofbeldi gæti aldrei leitt til friðar. Ein af þekktustu prédikunum hans nefnist Um mælikvarða mennskunnar en þar segir hann enga spurningu vera ofar þeirri hvaða augum við lítum verðgildi fólks. Af mannsmynd okkar ákvarðast „gjörvöll stjórnskipan, samfélagsgerð og hagkerfi okkar“. Ef verðgildi mennskunnar eru vegin með mælikvörðum hagkerfa reiknast King til að í fullorðnum einstaklingi sé „næg fita í sjö sápustykki, nægt járn í meðalstóran nagla, nægur sykur til að fylla staut [og] nægur fosfór í 2.220 eldspýtukveika“, alls um 99 cent á þávirði. Myndmáli hans er ætlað að smætta þá mannsmynd sem lítur á manninn með augum veraldarhyggju og notagildis. Andstætt veraldarhyggju byggði King á mannsmynd Biblíunnar en hún er að hans mati í senn raunsæ á syndugt eðli mannsins og trúuð á að manneskjur standa í augum Guðs jafnfætis í sköpuninni og eru ómetanlegar með veraldlegum mælikvörðum. Á þeirri forsendu fordæmdi King kynþáttahyggju, arðrán á vinnuafli, nýlendustefnu og stríðsrekstur til yfirráða. Þekktasta brot úr þessari prédikun er hvatning hans um að „maðurinn sé á endanum ekki metinn á grundvelli þess hvernig hann lifir á tímum allsnægta og þæginda, heldur hvar hann stendur á tímum áskorana og átaka“. Kjör Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna á sér eflaust margar skýringar en frá sjónarhóli þeirra sem sætt hafa misrétti á grundvelli hörundslitar, svíður þessi þáttur í kosningabaráttu hans mest. Arfleifð Martin Luther King jr. er í senn huggun um að manneskjan standi ekki ein í aðstæðum sínum og ákall til að vinna að réttlæti allra með friðsamri baráttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarið kosningamisseri bjó ég í Atlanta í Georgíu og las við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Emory háskóla. Það var merkileg reynsla að fylgjast með umræðum og viðbrögðum samnemenda minna við hvert fótmál forsetakosninganna og þegar úrslitin urðu ljós var mörgum svo brugðið að sorg og reiði brast út með ýmsum hætti. Georgía er eitt af vígum repúblikana og fylkið hefur stutt forsetaframbjóðenda þeirra í flestum kosningum undanfarna áratugi. Georgía var ekki talið baráttufylki en þar voru engir kosningafundir haldnir og engum auglýsingum sjónvarpað fyrr en viku fyrir kosningar. Skiptingin á milli borgar og sveita gæti ekki verið skýrari en borgirnar studdu Hillary Clinton og dreifbýlið Donald Trump. Kannanir meðal nemenda í Emory sýndu yfir 90% stuðning við Clinton en feimni við að gefa upp stuðning við Trump gæti hafa skekkt þær tölur samkvæmt nemendafélögunum. Kynþáttaspenna hefur einkennt sögu Georgíu en Atlanta er jafnframt höfuðvígi mannréttindabaráttu þeldökkra. Martin Luther King jr. var prestur í Ebenezer Baptist Church, sem er fjölmennur söfnuður í borginni, og hefur svæðinu í kringum kirkjuna verið breytt í þjóðgarð til minningar um baráttu hans. Kynþáttaspenna er ennþá áberandi í umræðunni og undanfarið haust hafa dráp lögreglumanna á þeldökkum borgurum ítrekað komist í fjölmiðla, sökum þess að aðstandendur hafa tekið upp verknaðina á snjallsíma. Mótmæli hafa verið fjölmenn í borgum Georgíu og í nágrannafylkjum undir fána hreyfingarinnar #BlackLivesMatter. Ein af stofnunum Emory rannsakar samspil trúar og stjórnmála og daginn eftir að úrslit voru ljós var erindi flutt á þeirra vegum af blaðakonunni Cynthia Tucker Haynes. Hún er dálkahöfundur sem hefur m.a. unnið Pulitzer verðlaun fyrir skrif sín um tengsl þeldökkra og hvítra í Bandaríkjunum. Fyrir fullum sal nemenda og kennara viðurkenndi hún að hafa þurft að endurskrifa erindi sitt á síðustu stundu í ljósi þess að hættumerki höfðu breyst í hættuástand með kosningu Donald Trump. Mat Haynes var að kynþáttafordómar ættu stóran þátt í úrslitum kosninganna. Máli sínu til stuðnings nefndi hún þrennt: Í fyrsta lagi innkomu Trump í bandarísk stjórnmál en hann kom sér að í umræðunni með því að halda á lofti gróusögum um að Obama væri ekki fæddur í Bandaríkjunum og væri því óhæfur til að gegna forsetaembættinu. Í öðru lagi árangur Obama í efnahagsmálum en í forsetatíð hans höfðu kjör hinna fjárhagslega verst stöddu batnað verulega á meðan kjör millistéttarinnar stóðu í stað. Þar sem fátækt í Bandaríkjunum er afgerandi kynþáttaskipt leiddi þetta af sér þá upplifun að verið væri að hygla þeldökkum á kostnað hvítra. Loks nefndi hún breytt landslag í opinberri orðræðu þar sem mörk tjáningar hafa flust í kjölfar tilkomu netmiðla og hópar eiga greiðari aðgang við að boða kynþáttafordóma í ummælakerfum og spjallrásum. Umræður í lokin urðu til að orða reiði, vonbrigði, sorg og ótta, sérstaklega meðal þeldökkra nemenda. Meginstef hjá mælendum var viðurkenning á því að framförum fylgir oft bakslag og margir sáu samsvörun með núverandi þróun og því bakslagi sem átti sér stað eftir tap suðursins í þrælastríðinu. Hin alræmdu Jim Crow lög lögleiddu aðgreiningu kynþátta og voru loks afnumin í kjölfar mannréttabaráttu þeldökkra á sjötta áratugnum. Arfleifð Martin Luther King jr. bar í því samhengi oft á góma en margar af prédikunum hans og ræðum hafa spámannlegt gildi í hugum þeirra sem upplifað hafa framfarir og vonbrigði í samskiptum kynþátta í suðuríkjunum. King er álitin fyrirmynd með því hugrekki sem hann sýndi í baráttunni gegn kynþáttahatri og fyrir aðferðir sínar en hann boðaði að ofbeldi gæti aldrei leitt til friðar. Ein af þekktustu prédikunum hans nefnist Um mælikvarða mennskunnar en þar segir hann enga spurningu vera ofar þeirri hvaða augum við lítum verðgildi fólks. Af mannsmynd okkar ákvarðast „gjörvöll stjórnskipan, samfélagsgerð og hagkerfi okkar“. Ef verðgildi mennskunnar eru vegin með mælikvörðum hagkerfa reiknast King til að í fullorðnum einstaklingi sé „næg fita í sjö sápustykki, nægt járn í meðalstóran nagla, nægur sykur til að fylla staut [og] nægur fosfór í 2.220 eldspýtukveika“, alls um 99 cent á þávirði. Myndmáli hans er ætlað að smætta þá mannsmynd sem lítur á manninn með augum veraldarhyggju og notagildis. Andstætt veraldarhyggju byggði King á mannsmynd Biblíunnar en hún er að hans mati í senn raunsæ á syndugt eðli mannsins og trúuð á að manneskjur standa í augum Guðs jafnfætis í sköpuninni og eru ómetanlegar með veraldlegum mælikvörðum. Á þeirri forsendu fordæmdi King kynþáttahyggju, arðrán á vinnuafli, nýlendustefnu og stríðsrekstur til yfirráða. Þekktasta brot úr þessari prédikun er hvatning hans um að „maðurinn sé á endanum ekki metinn á grundvelli þess hvernig hann lifir á tímum allsnægta og þæginda, heldur hvar hann stendur á tímum áskorana og átaka“. Kjör Donalds Trump í embætti forseta Bandaríkjanna á sér eflaust margar skýringar en frá sjónarhóli þeirra sem sætt hafa misrétti á grundvelli hörundslitar, svíður þessi þáttur í kosningabaráttu hans mest. Arfleifð Martin Luther King jr. er í senn huggun um að manneskjan standi ekki ein í aðstæðum sínum og ákall til að vinna að réttlæti allra með friðsamri baráttu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun