Umfjöllun: Spánn - Ísland 27-21 | Skelfilegur seinni hálfleikur í tapi fyrir Spáni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 21:00 Ólafur Guðmundsson reynir skot að marki Spánar. vísir/afp Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt leiða með meira en tveimur mörkum í hálfleik, 10-12. Björgvin Páll Gústavsson var hreint magnaður í íslenska markinu og varði 13 skot í fyrri hálfleik, eða 57% þeirra skota sem hann fékk á sig. Sóknarleikur Íslands var ágætur í fyrri hálfleik en slakur í þeim seinni. Íslensku strákarnir hættu að horfa á markið, höfðu engar lausnir og Spánverjar gengu á lagið. Spænska liðið breytti stöðunni úr 13-15 í 19-15 og eftir það var róðurinn þungur fyrir Íslendinga. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 27-21.Frábær fyrri hálfleikur Frammistaðan í fyrri hálfleik var sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt í lengri tíma. Íslendingar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og réði við flest sem Spánverjarnir buðu upp á. Það var helst línumaðurinn tröllvaxni Julen Aguinagalde sem olli íslensku vörninni vandræðum en hann var erfiður viðureignar að vanda. Maður fyrri hálfleiksins var hins vegar Björgvin Páll sem tók 13 bolta, þar af þrjú víti. Þá skoraði Björgvin Páll eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Rúnar Kárason kom Íslandi í 7-11 þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Spánn skoraði hins vegar þrjú af síðustu fjórum mörkum fyrri hálfleiks og því var staðan 10-12 í hálfleik.Ekkert mark í níu mínútur Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn af fínum krafti og Arnór Þór Gunnarsson kom íslenska liðinu tveimur mörkum yfir, 13-15, þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. En þá fór allt til fjandans, brottvísanir fóru illa með íslenska liðið og Spánverjar þéttu vörnina til muna. Spænska liðið gekk á lagið og raðaði inn mörkum án þess að Íslendingar fengju rönd við reist. Áræðnin hvarf úr sóknarleik Íslands og menn urðu ragir. Ísland skoraði ekki í níu mínútur og loksins þegar liðið rankaði aðeins við sér var munurinn orðinn of mikill. Spánverjar tóku sér drjúgan tíma í allar sínar aðgerðir undir lokin og sigldu sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 27-21, Íslandi í vil. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Arnar Freyr Arnarsson spilaði skínandi vel og skoraði fjögur mörk af línunni í sínum fyrsta leik á stórmóti. Björgvin Páll varði 19 skot í leiknum (41%). Næsti leikur Íslands er gegn Slóveníu á laugardaginn. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Spáni, 27-21, í fyrsta leik sínum á HM í Frakklandi í kvöld. Íslenska liðið spilaði frábærlega í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt leiða með meira en tveimur mörkum í hálfleik, 10-12. Björgvin Páll Gústavsson var hreint magnaður í íslenska markinu og varði 13 skot í fyrri hálfleik, eða 57% þeirra skota sem hann fékk á sig. Sóknarleikur Íslands var ágætur í fyrri hálfleik en slakur í þeim seinni. Íslensku strákarnir hættu að horfa á markið, höfðu engar lausnir og Spánverjar gengu á lagið. Spænska liðið breytti stöðunni úr 13-15 í 19-15 og eftir það var róðurinn þungur fyrir Íslendinga. Á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 27-21.Frábær fyrri hálfleikur Frammistaðan í fyrri hálfleik var sú besta sem íslenska liðið hefur sýnt í lengri tíma. Íslendingar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Íslenska vörnin var gríðarlega öflug og réði við flest sem Spánverjarnir buðu upp á. Það var helst línumaðurinn tröllvaxni Julen Aguinagalde sem olli íslensku vörninni vandræðum en hann var erfiður viðureignar að vanda. Maður fyrri hálfleiksins var hins vegar Björgvin Páll sem tók 13 bolta, þar af þrjú víti. Þá skoraði Björgvin Páll eitt mark með skoti yfir endilangan völlinn. Rúnar Kárason kom Íslandi í 7-11 þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Spánn skoraði hins vegar þrjú af síðustu fjórum mörkum fyrri hálfleiks og því var staðan 10-12 í hálfleik.Ekkert mark í níu mínútur Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn af fínum krafti og Arnór Þór Gunnarsson kom íslenska liðinu tveimur mörkum yfir, 13-15, þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. En þá fór allt til fjandans, brottvísanir fóru illa með íslenska liðið og Spánverjar þéttu vörnina til muna. Spænska liðið gekk á lagið og raðaði inn mörkum án þess að Íslendingar fengju rönd við reist. Áræðnin hvarf úr sóknarleik Íslands og menn urðu ragir. Ísland skoraði ekki í níu mínútur og loksins þegar liðið rankaði aðeins við sér var munurinn orðinn of mikill. Spánverjar tóku sér drjúgan tíma í allar sínar aðgerðir undir lokin og sigldu sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 27-21, Íslandi í vil. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Arnar Freyr Arnarsson spilaði skínandi vel og skoraði fjögur mörk af línunni í sínum fyrsta leik á stórmóti. Björgvin Páll varði 19 skot í leiknum (41%). Næsti leikur Íslands er gegn Slóveníu á laugardaginn.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira