Sigurður telur stjórnarandstöðu geta fengið fjóra nefndarformenn Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson segir það hafa verið skemmtilegt að gegna ráðherrastarfi. vísir/stefán Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skoða þurfi vel hvernig formennska í fastanefndum skiptist milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Sigurður Ingi segir að miðað við þingskaparlög geti stjórnarandstaðan á Alþingi vænst þess að eiga formenn í fjórum fastanefndum af átta. Eðlilegt sé að fulltrúi Framsóknarflokksins eigi formann í nefnd. Sigurður Ingi segist hafa tekið eftir því að ný stjórn hafi lýst áhuga á að stunda önnur vinnubrögð en þau sem lengst hafa þekkst í þinginu. Og vinnubrögðin sem voru viðhöfð í aðdraganda jóla, þegar fjárlagafrumvarpið var samþykkt, verði höfð til hliðsjónar þegar horft er til þess sem koma skal. „En við höfum líka tekið eftir því að menn hafa verið búnir að raða ýmsu niður án þess að þeir hafi átt mikið samtal við okkur. Við væntum þess að það verði einhver breyting á því. Vegna þess að vilji menn sjá breytt vinnubrögð þá verða þeir að gera það á borði en ekki bara í orði,“ segir hann. Sigurður Ingi segist hafa fundað með forystumönnum VG, Pírata og Samfylkingarinnar um það hvernig störfum stjórnarandstöðunnar verði háttað á kjörtímabilinu. „Við höfum átt einn fund og verið í samskiptum,“ segir hann. Sigurður Ingi mætti til síns síðasta ríkisráðsfundar á Bessastöðum í gær. Hann viðurkenndi, við það tilefni, að það væri eftirsjá að ráðherrastarfinu. „Já, klárlega, það er skemmtilegt og spennandi starf og gaman að kljást við það.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skoða þurfi vel hvernig formennska í fastanefndum skiptist milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Sigurður Ingi segir að miðað við þingskaparlög geti stjórnarandstaðan á Alþingi vænst þess að eiga formenn í fjórum fastanefndum af átta. Eðlilegt sé að fulltrúi Framsóknarflokksins eigi formann í nefnd. Sigurður Ingi segist hafa tekið eftir því að ný stjórn hafi lýst áhuga á að stunda önnur vinnubrögð en þau sem lengst hafa þekkst í þinginu. Og vinnubrögðin sem voru viðhöfð í aðdraganda jóla, þegar fjárlagafrumvarpið var samþykkt, verði höfð til hliðsjónar þegar horft er til þess sem koma skal. „En við höfum líka tekið eftir því að menn hafa verið búnir að raða ýmsu niður án þess að þeir hafi átt mikið samtal við okkur. Við væntum þess að það verði einhver breyting á því. Vegna þess að vilji menn sjá breytt vinnubrögð þá verða þeir að gera það á borði en ekki bara í orði,“ segir hann. Sigurður Ingi segist hafa fundað með forystumönnum VG, Pírata og Samfylkingarinnar um það hvernig störfum stjórnarandstöðunnar verði háttað á kjörtímabilinu. „Við höfum átt einn fund og verið í samskiptum,“ segir hann. Sigurður Ingi mætti til síns síðasta ríkisráðsfundar á Bessastöðum í gær. Hann viðurkenndi, við það tilefni, að það væri eftirsjá að ráðherrastarfinu. „Já, klárlega, það er skemmtilegt og spennandi starf og gaman að kljást við það.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira