Óttast ekki óvinsæla ráðuneytið Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2017 11:15 Ráðherrar Bjartar Framtíðar, þau Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé. Vísir/Eyþór Nýskipaður heilbrigðisráðherra gerir passlega ráð fyrir að þurfa að takast á við fjármálaráðherra nýrrar ríkistjórnar um aukið fjármagn til ráðuneytis síns á komandi kjörtímabili. Hann segir það mikið styrkleikamerki að í stól heilbrigðisráðherra hafi sest formaður eins stjórnarflokkanna og sé það til marks um að ný ríkisstjórn leggi ríka áherslu á málaflokkinn. Óttarr Proppé mun síðar í dag taka við embætti heilbrigðisráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Hann segir tilfinningu fyrir nýja starfinu vera „samblöndu af spenningi og í ljósi þess að þetta er stærra verkefni en maður er vanur að taka við, þá segi ég ekki hræðslu, en mikilli eftirvæntingu." Óttarr segir að þrátt fyrir að heilbrigðisráðuneytið sé stundum talað niður og margir telji vont fyrir stjórnmálamenn að taka málaflokkinn að sér hafi Björt framtíð sóst eftir því að leiða heilbrigðismálin. „Það er skýrt í stjórnarsáttmálanum að ríkisstjórnin lítur á heilbrigðismál sem forgangsmál á kjörtímabilinu. Okkur fannst mjög mikilvægt að taka alvarlega á því, líka pólitískt. Mér finnst það mikið styrkleikamerki að það sjáist að formaður eins af stjórnarflokkunum setjist í þetta embætti sem að stundum hefur verið talað niður sem embætti sem er að vont að vera í en þetta er málaflokkur sem að skiptir mjög miklu máli. Þá skiptir auðvitað máli að taka á honum af öllum kröftum,“ segir Óttarr. „Fyrst maður er að bjóða sig fram til þess að taka þátt í svona starfi þá auðvitað sækist maður eftir allri ábyrgð sem er á borðinu.“Hverjum ráðherra þykir sinn fugl fagurEn krafan um aukin fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hefur verið hávær - á sama tíma og í stjórnarsáttmálanum er skýrt kveðið á um að hin nýja ríkisstjórn vilji halda stöðugleika. Býst Óttarr ekki við að lenda í slag við Benedikt Jóhannesson sem heldur um ríkisbudduna? „Alveg örugglega. Það á náttúrulega við um alla málaflokka að baráttan um fjármagnið er eilíf vegna þess að má alltaf nýta fé til góðra hluta. Svo hefur maður tilhneigingu til þess þegar maður fer að vinna og garfa í málaflokki umfram aðra að finnast sinn fugl fagur. Þannig að það verður örugglega áfram eins og alltaf barátta um fjármagn. Þetta er líka spurning um forgangsröðun en, eins og ég segi, þá stendur skýrt í stjórnarsáttmálanum að heilbrigðismálin eru sett í forgang. Það verður þó áfram snúið, eftir það sem á undan er gengið, að púsla saman mögulegu fjármagni í góð verkefni. Það mun líklega koma seint upp að það verði meira fjármagn til en í kassanum en menn finni góðar leiðir til þess að nýta.“„Dýrt og ömurlegt“ að vanrækja geðheilbrigðismálinHans fyrstu verk í nýja starfinu verði að kynna sér stöðuna sem uppi er í heilbrigðismálum því „það er ekki eins og þessi málaflokkur hafi verið í frosti.“ Þannig megi gera ráð fyrir því að það séu einhver verkefni sem hafa beðið nýrrar ríkisstjórnar. Meðal málefna sem hafi setið eftir að mati Óttars eru geðheilbrigðismál, ekki einungis þær vikur sem stjórnarmyndunarþreifingar hafa staðið yfir heldur undanfarin ár og áratugi. Úr því vill Óttarr bæta sem fagnar breiðri samstöðu um að gera betur í málaflokknum. „Það er mjög mikilvægt að horfa sérstaklega á þennan málaflokk, hann hefur svo mikil áhrif og það að sinna honum illa kemur svo illa niður á einstaklingum sem og samfélaginu öllu. Það er bæði dýrt og ömurlegt.“ Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar hefst klukkan 14:30 á Bessastöðum og mun Vísir og Stöð 2 greina frá fundinum í beinni útsendingu. Að honum loknum mun Óttarr taka við lyklunum að heilbrigðisráðuneytinu. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Nýskipaður heilbrigðisráðherra gerir passlega ráð fyrir að þurfa að takast á við fjármálaráðherra nýrrar ríkistjórnar um aukið fjármagn til ráðuneytis síns á komandi kjörtímabili. Hann segir það mikið styrkleikamerki að í stól heilbrigðisráðherra hafi sest formaður eins stjórnarflokkanna og sé það til marks um að ný ríkisstjórn leggi ríka áherslu á málaflokkinn. Óttarr Proppé mun síðar í dag taka við embætti heilbrigðisráðherra í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Hann segir tilfinningu fyrir nýja starfinu vera „samblöndu af spenningi og í ljósi þess að þetta er stærra verkefni en maður er vanur að taka við, þá segi ég ekki hræðslu, en mikilli eftirvæntingu." Óttarr segir að þrátt fyrir að heilbrigðisráðuneytið sé stundum talað niður og margir telji vont fyrir stjórnmálamenn að taka málaflokkinn að sér hafi Björt framtíð sóst eftir því að leiða heilbrigðismálin. „Það er skýrt í stjórnarsáttmálanum að ríkisstjórnin lítur á heilbrigðismál sem forgangsmál á kjörtímabilinu. Okkur fannst mjög mikilvægt að taka alvarlega á því, líka pólitískt. Mér finnst það mikið styrkleikamerki að það sjáist að formaður eins af stjórnarflokkunum setjist í þetta embætti sem að stundum hefur verið talað niður sem embætti sem er að vont að vera í en þetta er málaflokkur sem að skiptir mjög miklu máli. Þá skiptir auðvitað máli að taka á honum af öllum kröftum,“ segir Óttarr. „Fyrst maður er að bjóða sig fram til þess að taka þátt í svona starfi þá auðvitað sækist maður eftir allri ábyrgð sem er á borðinu.“Hverjum ráðherra þykir sinn fugl fagurEn krafan um aukin fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hefur verið hávær - á sama tíma og í stjórnarsáttmálanum er skýrt kveðið á um að hin nýja ríkisstjórn vilji halda stöðugleika. Býst Óttarr ekki við að lenda í slag við Benedikt Jóhannesson sem heldur um ríkisbudduna? „Alveg örugglega. Það á náttúrulega við um alla málaflokka að baráttan um fjármagnið er eilíf vegna þess að má alltaf nýta fé til góðra hluta. Svo hefur maður tilhneigingu til þess þegar maður fer að vinna og garfa í málaflokki umfram aðra að finnast sinn fugl fagur. Þannig að það verður örugglega áfram eins og alltaf barátta um fjármagn. Þetta er líka spurning um forgangsröðun en, eins og ég segi, þá stendur skýrt í stjórnarsáttmálanum að heilbrigðismálin eru sett í forgang. Það verður þó áfram snúið, eftir það sem á undan er gengið, að púsla saman mögulegu fjármagni í góð verkefni. Það mun líklega koma seint upp að það verði meira fjármagn til en í kassanum en menn finni góðar leiðir til þess að nýta.“„Dýrt og ömurlegt“ að vanrækja geðheilbrigðismálinHans fyrstu verk í nýja starfinu verði að kynna sér stöðuna sem uppi er í heilbrigðismálum því „það er ekki eins og þessi málaflokkur hafi verið í frosti.“ Þannig megi gera ráð fyrir því að það séu einhver verkefni sem hafa beðið nýrrar ríkisstjórnar. Meðal málefna sem hafi setið eftir að mati Óttars eru geðheilbrigðismál, ekki einungis þær vikur sem stjórnarmyndunarþreifingar hafa staðið yfir heldur undanfarin ár og áratugi. Úr því vill Óttarr bæta sem fagnar breiðri samstöðu um að gera betur í málaflokknum. „Það er mjög mikilvægt að horfa sérstaklega á þennan málaflokk, hann hefur svo mikil áhrif og það að sinna honum illa kemur svo illa niður á einstaklingum sem og samfélaginu öllu. Það er bæði dýrt og ömurlegt.“ Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar hefst klukkan 14:30 á Bessastöðum og mun Vísir og Stöð 2 greina frá fundinum í beinni útsendingu. Að honum loknum mun Óttarr taka við lyklunum að heilbrigðisráðuneytinu.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira