Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaður hjá danska liðinu Álaborg er mættur til Metz í Frakklandi þar sem hann æfði með íslenska landsliðinu í gær.
Stefán Rafn var ekki valinn í íslenska landsliðið fyrir HM í handbolta, þar sem Guðjón Valur Sigurðsson og Bjarki Már Elísson gegna stöðu vinstri hornamanns í liðinu.
Bjarki Már meiddist hins vegar á æfingamótinu í Danmörku um síðustu helgi og missti af þeim sökum af síðasta leik íslenska liðsins.
Sjá einnig: Þetta er ógeðslega leiðinlegt
Stefán Rafn var því kallaður í hóppinn en óvíst er hvort að hann verði í leikmannahópi Geirs Sveinssonar fyrir leikinn gegn Spánverjum á morgun.
Vignir Svavarsson missti einnig af leik Íslands og Danmerkur um helgina vegna veikinda og er hann enn heima fyrir vegna þessa.
Þá hefur Aron Pálmarsson ekkert spilað með Íslandi í aðdraganda mótsins vegna meiðsla og er óvíst um þátttöku hans. Arnór Atlason og Arnór Hallgrímsson verða þó klárir í slaginn en þeir hafa verið að glíma við meiðsli.
