Benedikt um skýrsluna: Slök dómgreind og klúður Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. janúar 2017 05:00 Bjarni Benediktsson fékk kynningu á skýrslu um aflandseignir Íslendinga í byrjun október. Hún var gerð opinber á föstudag. vísir/eyþór Fjórir þingmenn hafa óskað eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til þess að ræða skýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Skýrslan var birt opinberlega á föstudag. Í fréttum RÚV hefur verið fullyrt að skýrslunni hafi verið skilað til ráðuneytisins 13. september og að Bjarni hafi fengið kynningu á henni 5. október. Gagnrýnt hefur verið að skýrslan hafi ekki verið birt opinberlega samstundis, eða fyrir kosningar 29. október. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, óskaði á laugardag eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd. Nefndarmennirnir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Elsa Lára Arnardóttir, fulltrúi Framsóknarflokks, og Smári McCarthy, fulltrúi Pírata, hafa síðan tekið undir þá ósk. „Það er forkastanlegt ef menn hafa verið að halda einhverju svona gagni frá þinginu,“ segir Logi Einarsson. „Það er auðvitað rétt að minna á það að kosningunum er flýtt vegna þessara mála í tengslum við Panamaskjölin. Þetta er hluti af sömu umræðu og það er algjört lykilatriði að formaður efnahags- og viðskiptanefndar boði fund strax í dag eða á morgun.“ Logi treystir sér ekki til að segja hvort efni skýrslunnar hefði haft áhrif á kosningabaráttuna. „Það er ómögulegt að segja en það er vel mögulegt.“ Katrín Jakobsdóttir fullyrðir ekki heldur um slíkt. „En stóra málið finnst mér vera að svona gögn á auðvitað bara að birta þegar þau liggja fyrir. Ég er ekki viss um að þessi gögn hefðu haft áhrif á kosningabaráttuna, en það á ekki að hafa áhrif á það hvenær svona gögn eru birt,“ segir Katrín. „Það er rosaleg skítalykt af þessu máli,“ segir Smári McCarthy. Þingflokkur Pírata sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að Bjarni hefði látið persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga fyrir hagsmunum almennings með því að birta ekki skýrsluna þegar hann fékk hana afhenta. „Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Benedikt upplýsti í gær í lokuðum hópi á Facebook sem trúnaðarmenn Viðreisnar hafa aðgang að hann hefði rætt málið við Bjarna og af því samtali megi ráða að um hafi verið að ræða frekar „klaufaskap og lélega dómgreind en ásetning um feluleik“, eins og Benedikt segir í færslu sem lesa má hér að neðan.Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar á fundi ráðgjafaráðs í gær.vísir/hannaSæl, ekki þarf að fjölyrða um að klúðrið í kringum birtingu á skýrslunni um aflandseyjar og skattaundanskot er afar slæmt og sýnir að nýrra vinnubragða er þörf.Þingflokkur okkar heyrði frá BB í dag og ég hygg að miðað við hans frásögn hafi verið um að ræða klaufaskap og slaka dómgreind en ásetning um feluleik, það breytir því ekki að mín skoðun (og allra í þingflokknum) er sú að hann hefði átt að birta skýrsluna strax og hann fékk hana í hendur.Einmitt þetta undirstrikar áherslur okkar um að hugsa hlutina upp á nýtt. Vinnubrögð af þessu tagi verður að uppræta.Ég er formaður í Efnahags- og viðskiptanefnd og setti mig strax í morgun í samband við varaformann um að við ættum að boða til fundar í nefndinni hið snarasta. Ég var svo líka í sambandi við Katrínu Jakobsdóttur, sem bað um fundinn, og við ræddum um mögulegan tíma og hverjir ættu að koma fyrir nefndina. Fundurinn hefur þegar verið boðaður og verður haldinn næstkomandi fimmtudag vegna þess að óskað var eftir því af einum nefndarmanni að hafður yrði góður fyrirvari að fundinum.Skýrslan sjálf er hið þarfasta plagg og mikilvægt innlegg í umræðuna. Vegna þess að ég reikna með að fæstir séu búnir að lesa hana þá er rétt að undirstrika að hún fjallar ekki um neina einstaklinga. Mikilvægt að láta þetta mál ekki yfirskyggja allt okkar góða starf. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: Varðaði almannahagsmuni að birta skýrsluna strax Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, hefur óskað eftir opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga í aflandsfélögum. 9. janúar 2017 12:45 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Fjórir þingmenn hafa óskað eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til þess að ræða skýrslu starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Skýrslan var birt opinberlega á föstudag. Í fréttum RÚV hefur verið fullyrt að skýrslunni hafi verið skilað til ráðuneytisins 13. september og að Bjarni hafi fengið kynningu á henni 5. október. Gagnrýnt hefur verið að skýrslan hafi ekki verið birt opinberlega samstundis, eða fyrir kosningar 29. október. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, óskaði á laugardag eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd. Nefndarmennirnir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Elsa Lára Arnardóttir, fulltrúi Framsóknarflokks, og Smári McCarthy, fulltrúi Pírata, hafa síðan tekið undir þá ósk. „Það er forkastanlegt ef menn hafa verið að halda einhverju svona gagni frá þinginu,“ segir Logi Einarsson. „Það er auðvitað rétt að minna á það að kosningunum er flýtt vegna þessara mála í tengslum við Panamaskjölin. Þetta er hluti af sömu umræðu og það er algjört lykilatriði að formaður efnahags- og viðskiptanefndar boði fund strax í dag eða á morgun.“ Logi treystir sér ekki til að segja hvort efni skýrslunnar hefði haft áhrif á kosningabaráttuna. „Það er ómögulegt að segja en það er vel mögulegt.“ Katrín Jakobsdóttir fullyrðir ekki heldur um slíkt. „En stóra málið finnst mér vera að svona gögn á auðvitað bara að birta þegar þau liggja fyrir. Ég er ekki viss um að þessi gögn hefðu haft áhrif á kosningabaráttuna, en það á ekki að hafa áhrif á það hvenær svona gögn eru birt,“ segir Katrín. „Það er rosaleg skítalykt af þessu máli,“ segir Smári McCarthy. Þingflokkur Pírata sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að Bjarni hefði látið persónulega og pólitíska hagsmuni sína ganga fyrir hagsmunum almennings með því að birta ekki skýrsluna þegar hann fékk hana afhenta. „Í ljósi þess að fjármálaráðherra er meðal þeirra Íslendinga sem átt hefur félag á aflandssvæði var hann einnig með öllu vanhæfur til að taka ákvörðun um tímasetningu birtingar skýrslunnar, hvað þá að fresta henni um tæpa fjóra mánuði.“ Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Benedikt upplýsti í gær í lokuðum hópi á Facebook sem trúnaðarmenn Viðreisnar hafa aðgang að hann hefði rætt málið við Bjarna og af því samtali megi ráða að um hafi verið að ræða frekar „klaufaskap og lélega dómgreind en ásetning um feluleik“, eins og Benedikt segir í færslu sem lesa má hér að neðan.Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar á fundi ráðgjafaráðs í gær.vísir/hannaSæl, ekki þarf að fjölyrða um að klúðrið í kringum birtingu á skýrslunni um aflandseyjar og skattaundanskot er afar slæmt og sýnir að nýrra vinnubragða er þörf.Þingflokkur okkar heyrði frá BB í dag og ég hygg að miðað við hans frásögn hafi verið um að ræða klaufaskap og slaka dómgreind en ásetning um feluleik, það breytir því ekki að mín skoðun (og allra í þingflokknum) er sú að hann hefði átt að birta skýrsluna strax og hann fékk hana í hendur.Einmitt þetta undirstrikar áherslur okkar um að hugsa hlutina upp á nýtt. Vinnubrögð af þessu tagi verður að uppræta.Ég er formaður í Efnahags- og viðskiptanefnd og setti mig strax í morgun í samband við varaformann um að við ættum að boða til fundar í nefndinni hið snarasta. Ég var svo líka í sambandi við Katrínu Jakobsdóttur, sem bað um fundinn, og við ræddum um mögulegan tíma og hverjir ættu að koma fyrir nefndina. Fundurinn hefur þegar verið boðaður og verður haldinn næstkomandi fimmtudag vegna þess að óskað var eftir því af einum nefndarmanni að hafður yrði góður fyrirvari að fundinum.Skýrslan sjálf er hið þarfasta plagg og mikilvægt innlegg í umræðuna. Vegna þess að ég reikna með að fæstir séu búnir að lesa hana þá er rétt að undirstrika að hún fjallar ekki um neina einstaklinga. Mikilvægt að láta þetta mál ekki yfirskyggja allt okkar góða starf. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín: Varðaði almannahagsmuni að birta skýrsluna strax Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, hefur óskað eftir opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga í aflandsfélögum. 9. janúar 2017 12:45 Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Katrín: Varðaði almannahagsmuni að birta skýrsluna strax Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, hefur óskað eftir opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga í aflandsfélögum. 9. janúar 2017 12:45
Óvíst hvort Björt framtíð samþykki stjórnarsáttmála Kurr er á meðal stjórnarmanna í flokknum vegna skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. 9. janúar 2017 18:44