Gefa pör saman í hverri sýningu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. janúar 2017 10:00 Þau Guðrún Selma, Gígja, Loji og Eleni sem standa á bak við verkið A Guide to the Perfect Human. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég og Gígja Jónsdóttir unnum saman að dansleikhúsverkinu The drop dead diet en það fjallaði um nýjan megrunarkúr sem við bjuggum til. Það samstarf gekk svo vel að okkur langaði að taka þessa hugmynd lengra, það er baráttu mannsins við einhverja fullkomna ímynd sem samfélagið setur okkur. Því lá beinast við að færa sig frá hinum fullkomna líkama yfir í hina fullkomnu manneskju eins og hún leggur sig,“ segir Guðrún Selma Sigurjónsdóttir um verkið A guide to the perfect human sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói 14. janúar. „Verkið fjallar um hugmyndir okkar um hina fullkomnu manneskju og þær leiðir sem við notum til þess að reyna að verða sú manneskja. Verkið gerist í brúðkaupi og brúðkaupsveislu. Í veislunni spretta upp hinar ýmsu senur sem nálgast viðfangsefnið hin fullkomna manneskja frá mismunandi sjónarhornum. Þannig að fólk er bæði leikhúsgestir og gestir í raunverulegri brúðkaupsveislu. Við Gígja semjum sýninguna og stjórnum henni en Loji Höskuldsson, höfundur tónlistarinnar, og Eleni, leikmynda- og búningahönnuður, taka mjög virkan þátt í sköpunarferlinu – við Gígja og Loji verðum á sviðinu. En þar sem við erum að vinna með skilin á milli raunveruleika og sviðsetningar þá komum við fram sem við sjálf í verkinu. Við verðum líka með tíu þjóna og fullt af leynigestum sem koma fram sem þeir sjálfir sem ákveðin birtingarmynd hinnar fullkomnu manneskju.“Hvernig hefur ferlið gengið hjá ykkur? „Það er komið eitt og hálft ár síðan hugmyndin kviknaði og rúmt hálft ár síðan við byrjuðum að vinna formlega að verkinu. Æfingaferlið hefur verið öðruvísi heldur en öll önnur listræn ferli sem við höfum farið í gegnum. Við erum með mikið af fólki í sýningunni sem þarf að leikstýra og semja hreyfingar fyrir og svo erum við líka í því að hanna matseðilinn og skipuleggja brúðkaup. Svo er það sýningin sjálf sem byggist upp að vissu marki á áhorfendunum og brúðkaupsgestunum þannig að þann hluta er ekki hægt æfa að fullu nema bara vera á tánum í sýningunni.“Hvernig gekk að fá fólk til að vera með í sýningunni? „Í hverri sýningu verður eitt par gefið saman og það gekk bara ótrúlega vel að fá fólk til að vera með. Við auglýstum eftir fólki í haust og fullt af fólki hafði áhuga. Að lokum voru þrjú ótrúlega hress og skemmtileg pör sem vildu taka þátt. Þau áttu það öll sameiginlegt að hafa verið saman í góðan tíma, langaði að taka stóra skrefið en vildu gera það á óhefðbundinn hátt og gripu þá þetta tækifæri.“ Verkið er styrkt af Reykjavíkurborg og mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er sýnt í Tjarnarbíói 14., 20. og 21. janúar og hefjast allar sýningarnar klukkan sjö. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég og Gígja Jónsdóttir unnum saman að dansleikhúsverkinu The drop dead diet en það fjallaði um nýjan megrunarkúr sem við bjuggum til. Það samstarf gekk svo vel að okkur langaði að taka þessa hugmynd lengra, það er baráttu mannsins við einhverja fullkomna ímynd sem samfélagið setur okkur. Því lá beinast við að færa sig frá hinum fullkomna líkama yfir í hina fullkomnu manneskju eins og hún leggur sig,“ segir Guðrún Selma Sigurjónsdóttir um verkið A guide to the perfect human sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói 14. janúar. „Verkið fjallar um hugmyndir okkar um hina fullkomnu manneskju og þær leiðir sem við notum til þess að reyna að verða sú manneskja. Verkið gerist í brúðkaupi og brúðkaupsveislu. Í veislunni spretta upp hinar ýmsu senur sem nálgast viðfangsefnið hin fullkomna manneskja frá mismunandi sjónarhornum. Þannig að fólk er bæði leikhúsgestir og gestir í raunverulegri brúðkaupsveislu. Við Gígja semjum sýninguna og stjórnum henni en Loji Höskuldsson, höfundur tónlistarinnar, og Eleni, leikmynda- og búningahönnuður, taka mjög virkan þátt í sköpunarferlinu – við Gígja og Loji verðum á sviðinu. En þar sem við erum að vinna með skilin á milli raunveruleika og sviðsetningar þá komum við fram sem við sjálf í verkinu. Við verðum líka með tíu þjóna og fullt af leynigestum sem koma fram sem þeir sjálfir sem ákveðin birtingarmynd hinnar fullkomnu manneskju.“Hvernig hefur ferlið gengið hjá ykkur? „Það er komið eitt og hálft ár síðan hugmyndin kviknaði og rúmt hálft ár síðan við byrjuðum að vinna formlega að verkinu. Æfingaferlið hefur verið öðruvísi heldur en öll önnur listræn ferli sem við höfum farið í gegnum. Við erum með mikið af fólki í sýningunni sem þarf að leikstýra og semja hreyfingar fyrir og svo erum við líka í því að hanna matseðilinn og skipuleggja brúðkaup. Svo er það sýningin sjálf sem byggist upp að vissu marki á áhorfendunum og brúðkaupsgestunum þannig að þann hluta er ekki hægt æfa að fullu nema bara vera á tánum í sýningunni.“Hvernig gekk að fá fólk til að vera með í sýningunni? „Í hverri sýningu verður eitt par gefið saman og það gekk bara ótrúlega vel að fá fólk til að vera með. Við auglýstum eftir fólki í haust og fullt af fólki hafði áhuga. Að lokum voru þrjú ótrúlega hress og skemmtileg pör sem vildu taka þátt. Þau áttu það öll sameiginlegt að hafa verið saman í góðan tíma, langaði að taka stóra skrefið en vildu gera það á óhefðbundinn hátt og gripu þá þetta tækifæri.“ Verkið er styrkt af Reykjavíkurborg og mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er sýnt í Tjarnarbíói 14., 20. og 21. janúar og hefjast allar sýningarnar klukkan sjö.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira