Ræður enginn við Frakka í þessum ham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2017 11:00 Frakkar fagna sjötta heimsmeistaratitli sínum. vísir/getty „Fyrri hálfleikur var geggjaður. Það var hrikalega gaman að sjá uppleggið hjá Norðmönnum, þeir keyrðu í bakið á Frökkum og stjórnuðu hraðanum í leiknum,“ sagði Einar Andri Einarsson, sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM 2017 og þjálfari karlaliðs Aftureldingar, um úrslitaleik Frakklands og Noregs í gær. Hann segir að Norðmenn hafi farið illa að ráði sínu undir lok fyrri hálfleiks og þeir hefðu átt að fara með betri stöðu til búningsherbergja. „Frakkar voru í basli. Norðmenn komust mest þremur mörkum yfir og hefðu með smá heppni getað náð meiri forystu. En endirinn á fyrri hálfleik var hræðilegur hjá Noregi, þeir áttu að vera yfir eða með jafna stöðu. Markið undir lokin kveikti svo í höllinni,“ sagði Einar Andri og vísaði til marksins sem Valentin Porte skoraði í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Hann kom Frökkum þá í 18-17. Markvarslan var engin hjá Frökkum í fyrri hálfleik en reynsluboltinn Thierry Omeyer náði sér ekki á strik. Markvarslan snarbatnaði í upphafi seinni hálfleiks. Vincent Gerard varði frábærlega, alls 11 skot (41%), og lagði grunninn að sigri Frakklands. „Gerard ver eins og skepna, þeir gengu á lagið og kunna þetta. Það ræður enginn við Frakka í þessum ham. Menn eins og Nicola Karabatic og Daniel Narcisse kunna þetta,“ sagði Einar Andri sem hreifst af frammistöðu norska liðsins sem vann sér ekki sæti á HM í gegnum umspil, heldur fékk úthlutað sæti frá Alþjóðahandknattleikssambandinu. „Þetta er stórkostlegt. Maður sá það ekki alveg gerast að Norðmenn færu í úrslit, en ekki Þjóðverjar, Danir eða Spánverjar. Þeir eiga hrós skilið, liðsheildin er sterk og skipulagið frábært. Það er magnað að koma þessu liði í úrslit því það eru ekki margir heimsklassaleikmenn í því,“ sagði Einar Andri. Honum fannst mótið í Frakklandi heilt yfir gott. „Það er frábært fyrir handboltann hvað þessi íþrótt er orðin stór í Frakklandi. Umgjörðin og mætingin var frábær og þetta var virkilega flott mót. Það var talsverð endurnýjun hjá nokkrum liðum sem hafa verið lengi saman og handboltinn var nokkuð góður,“ sagði Einar Andri að lokum. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar vörðu heimsmeistaratitilinn á heimavelli | Fjórði titilinn í fimm tilraunum Franska landsliðið í handbolta er heimsmeistari á ný eftir 33-26 sigur á Noregi á heimavelli í dag en þetta í fjórða skiptið sem þetta ógnarsterka franska landslið hampar heimsmeistaratitlinum á aðeins tíu ára tímabili. 29. janúar 2017 18:15 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
„Fyrri hálfleikur var geggjaður. Það var hrikalega gaman að sjá uppleggið hjá Norðmönnum, þeir keyrðu í bakið á Frökkum og stjórnuðu hraðanum í leiknum,“ sagði Einar Andri Einarsson, sérfræðingur íþróttadeildar 365 um HM 2017 og þjálfari karlaliðs Aftureldingar, um úrslitaleik Frakklands og Noregs í gær. Hann segir að Norðmenn hafi farið illa að ráði sínu undir lok fyrri hálfleiks og þeir hefðu átt að fara með betri stöðu til búningsherbergja. „Frakkar voru í basli. Norðmenn komust mest þremur mörkum yfir og hefðu með smá heppni getað náð meiri forystu. En endirinn á fyrri hálfleik var hræðilegur hjá Noregi, þeir áttu að vera yfir eða með jafna stöðu. Markið undir lokin kveikti svo í höllinni,“ sagði Einar Andri og vísaði til marksins sem Valentin Porte skoraði í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Hann kom Frökkum þá í 18-17. Markvarslan var engin hjá Frökkum í fyrri hálfleik en reynsluboltinn Thierry Omeyer náði sér ekki á strik. Markvarslan snarbatnaði í upphafi seinni hálfleiks. Vincent Gerard varði frábærlega, alls 11 skot (41%), og lagði grunninn að sigri Frakklands. „Gerard ver eins og skepna, þeir gengu á lagið og kunna þetta. Það ræður enginn við Frakka í þessum ham. Menn eins og Nicola Karabatic og Daniel Narcisse kunna þetta,“ sagði Einar Andri sem hreifst af frammistöðu norska liðsins sem vann sér ekki sæti á HM í gegnum umspil, heldur fékk úthlutað sæti frá Alþjóðahandknattleikssambandinu. „Þetta er stórkostlegt. Maður sá það ekki alveg gerast að Norðmenn færu í úrslit, en ekki Þjóðverjar, Danir eða Spánverjar. Þeir eiga hrós skilið, liðsheildin er sterk og skipulagið frábært. Það er magnað að koma þessu liði í úrslit því það eru ekki margir heimsklassaleikmenn í því,“ sagði Einar Andri. Honum fannst mótið í Frakklandi heilt yfir gott. „Það er frábært fyrir handboltann hvað þessi íþrótt er orðin stór í Frakklandi. Umgjörðin og mætingin var frábær og þetta var virkilega flott mót. Það var talsverð endurnýjun hjá nokkrum liðum sem hafa verið lengi saman og handboltinn var nokkuð góður,“ sagði Einar Andri að lokum.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar vörðu heimsmeistaratitilinn á heimavelli | Fjórði titilinn í fimm tilraunum Franska landsliðið í handbolta er heimsmeistari á ný eftir 33-26 sigur á Noregi á heimavelli í dag en þetta í fjórða skiptið sem þetta ógnarsterka franska landslið hampar heimsmeistaratitlinum á aðeins tíu ára tímabili. 29. janúar 2017 18:15 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Frakkar vörðu heimsmeistaratitilinn á heimavelli | Fjórði titilinn í fimm tilraunum Franska landsliðið í handbolta er heimsmeistari á ný eftir 33-26 sigur á Noregi á heimavelli í dag en þetta í fjórða skiptið sem þetta ógnarsterka franska landslið hampar heimsmeistaratitlinum á aðeins tíu ára tímabili. 29. janúar 2017 18:15