Ólafía Þórunn: Lærði helling af þessu móti | Var með lag Jóns Jónssonar á heilanum í allan dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. janúar 2017 20:42 Ólafía horfir á eftir upphafshöggi í dag. MYND/GSÍ/SETH@GOLF.IS „Þetta var venjulegur dagur hjá mér miðað við það sem var í gangi í gær. Mér leið vel þegar ég vaknaði í morgun og ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi en á þriðja hringnum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við fréttaritara golf.is eftir að hafa lokið leik á fyrsta mótinu á LPGA-mótaröðinni í dag. Ólafía var þakklát að hafa fengið að spila með vinkonu sinni úr Wake Forrest skólanum. „Ef ég dreg þetta mót saman þá var geggjað að fá að spila með Cheyenne Woods vinkonu minni fyrstu tvo hringina. Það hjálpaði mér mikið, sjálfstraustið er meira hjá mér eftir þetta mót en fyrir það.“Sjá einnig:Ólafía Þórunn lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari Nú tekur við rúmlega hálfs mánaðar pása þar sem Ólafía getur æft áður en næsta mót hefst í Ástralíu þann 16. febrúar næstkomandi. „Ég hlakka til að takast á við næsta verkefni í Ástralíu og ég lærði helling af þessu móti. Ég fór aðeins að efast um sjálfa mig á þriðja hringnum en það er frábært að leika þrjá hringi af fjórum undir pari – ég tek það með mér í framhaldið.“Sjá einnig:Fjórði hringurinn var mun líkari fyrstu tveimur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía sagðist hafa hugsað um lag eftir Jón Jónsson allan hringinn en hún sagðist gera það til þess að njóta dagsins. Hugmyndin kom frá kærasta hennar og kylfusveini. „Ég var með lag á heilanum á öllum hringnum eftir Jón Jónsson, Your Day, og það má þakka Thomas Bojanowski kærastanum mínum og aðstoðarmanni mínum í þessu móti fyrir það lagaval. Gott sálfræðitrix hjá honum,“ sagði Ólafía en nánar verður rætt við hana í Fréttablaðinu á morgun. Golf Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Þetta var venjulegur dagur hjá mér miðað við það sem var í gangi í gær. Mér leið vel þegar ég vaknaði í morgun og ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi en á þriðja hringnum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við fréttaritara golf.is eftir að hafa lokið leik á fyrsta mótinu á LPGA-mótaröðinni í dag. Ólafía var þakklát að hafa fengið að spila með vinkonu sinni úr Wake Forrest skólanum. „Ef ég dreg þetta mót saman þá var geggjað að fá að spila með Cheyenne Woods vinkonu minni fyrstu tvo hringina. Það hjálpaði mér mikið, sjálfstraustið er meira hjá mér eftir þetta mót en fyrir það.“Sjá einnig:Ólafía Þórunn lék lokahringinn á tveimur höggum undir pari Nú tekur við rúmlega hálfs mánaðar pása þar sem Ólafía getur æft áður en næsta mót hefst í Ástralíu þann 16. febrúar næstkomandi. „Ég hlakka til að takast á við næsta verkefni í Ástralíu og ég lærði helling af þessu móti. Ég fór aðeins að efast um sjálfa mig á þriðja hringnum en það er frábært að leika þrjá hringi af fjórum undir pari – ég tek það með mér í framhaldið.“Sjá einnig:Fjórði hringurinn var mun líkari fyrstu tveimur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía sagðist hafa hugsað um lag eftir Jón Jónsson allan hringinn en hún sagðist gera það til þess að njóta dagsins. Hugmyndin kom frá kærasta hennar og kylfusveini. „Ég var með lag á heilanum á öllum hringnum eftir Jón Jónsson, Your Day, og það má þakka Thomas Bojanowski kærastanum mínum og aðstoðarmanni mínum í þessu móti fyrir það lagaval. Gott sálfræðitrix hjá honum,“ sagði Ólafía en nánar verður rætt við hana í Fréttablaðinu á morgun.
Golf Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira