Fjórði hringurinn var mun líkari fyrstu tveimur hjá Ólafíu Þórunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. janúar 2017 20:00 MYND/GSÍ/SETH@GOLF.IS Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék síðasta hringinn á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni á tveimur höggum undir pari en hún náði sér aftur á strik eftir að hafa misst flugið á þriðja hring. Þegar rýnt er í tölfræði Ólafíu á mótinu má sjá að hún slær lengst af teig á öðrum degi, 254 yarda (232 metra) en hún sló töluvert styttra í gær, 236 yarda(216 metra), alls sextán metra munur. Þrátt fyrir að hafa verið að slá styttra tókst Ólafíu að hitta brautirnar vel í gær rétt eins og aðra daga á mótinu en hún hitti brautina úr upphafshögginu í 47 skipti í 56 tilraunum. Innáhöggin hjá Ólafíu voru mun betri í dag en hún þurfti aðeins fimm sinnum að bjarga parinu eftir innáhögg fyrir fugli, fimm sinnum sjaldnar en í gær. Hún var einnig stöðug með pútterinn en eftir að hafa púttað 30 sinnum á fyrsta hring notaði hún pútterinn 28 sinnum á seinustu þremur hringjunum. Tölfræði Ólafíu frá mótinu má sjá hér fyrir neðan í samantekt GSÍ.Tölfræðin skiptir máli, hér má sjá tölfræðina fyrir alla fjóra hringina hjá okkar konu á mótaröð þeirra bestu í heiminum. pic.twitter.com/q0yO2SVCqE— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) January 29, 2017 Golf Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék síðasta hringinn á Pure Silk Championship á LPGA-mótaröðinni á tveimur höggum undir pari en hún náði sér aftur á strik eftir að hafa misst flugið á þriðja hring. Þegar rýnt er í tölfræði Ólafíu á mótinu má sjá að hún slær lengst af teig á öðrum degi, 254 yarda (232 metra) en hún sló töluvert styttra í gær, 236 yarda(216 metra), alls sextán metra munur. Þrátt fyrir að hafa verið að slá styttra tókst Ólafíu að hitta brautirnar vel í gær rétt eins og aðra daga á mótinu en hún hitti brautina úr upphafshögginu í 47 skipti í 56 tilraunum. Innáhöggin hjá Ólafíu voru mun betri í dag en hún þurfti aðeins fimm sinnum að bjarga parinu eftir innáhögg fyrir fugli, fimm sinnum sjaldnar en í gær. Hún var einnig stöðug með pútterinn en eftir að hafa púttað 30 sinnum á fyrsta hring notaði hún pútterinn 28 sinnum á seinustu þremur hringjunum. Tölfræði Ólafíu frá mótinu má sjá hér fyrir neðan í samantekt GSÍ.Tölfræðin skiptir máli, hér má sjá tölfræðina fyrir alla fjóra hringina hjá okkar konu á mótaröð þeirra bestu í heiminum. pic.twitter.com/q0yO2SVCqE— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) January 29, 2017
Golf Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira