Reynt að kúga rafeyri út úr Epal Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 28. janúar 2017 07:00 Heimasíða Epal varð fyrir tölvuárás og var fyrirtækið krafið um lausnargjald fyrir vefsíðuna. Mynd/Epal Brotist var inn á vefsíðu Epal aðfaranótt fimmtudags og hún tekin í gíslingu tölvuþrjóta. Var fyrirtækið beðið um lausnargjald ef það vildi fá vefsíðuna upp aftur. Það gerði fyrirtækið ekki heldur átti það afrit af síðunni og setti fyrirtækið hana í loftið. Þetta staðfesti Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar Íslands, segir að svona netárásir séu ein algengasta netárás í dag. „Svona árás flokkast í flokkinn sem kallaður er gagnagíslataka,“ segir Hrafnkell. Almennt séu slíkar árásir þannig að óværu sé komið fyrir sem dulriti efni viðkomandi vefs.Hrafnkell V. Gíslasonvísir/vilhelm„Vefur er bara forrit og gögn sem má dulrita. Við það verður vefurinn óaðgengilegur og myndir sem áður sýndu eitthvað fallegt sýna nú eitthvað annað. Þessir glæpamenn sem gera þetta senda svo tölvupóst sem segir að ef eigandinn borgi þá fái hann lykil sem hann getur afdulritað gögnin með og vefsíðan komist í samt lag.“ Venjan er að tölvuglæpamennirnir biðji eigendur vefsíðunnar að borga í Bitcoin-myntinni, sem er órekjanleg mynt. „Ef það er borgað, sem við almennt mælum ekki með, þá er ekki hægt að rekja hvert peningarnir fara,“ segir hann. Hrafnkell segir að þetta sé ekki í fyrsta eða annað sinn sem svona netárás verði hér á landi og ekki í síðasta skipti. „Svona árás er mjög algeng og getur verið útfærð með ýmsum hætti. Það er hægt að dulrita heilt netkerfi ef óværan kemst alla leið inn. Þá er betra að hafa afrit í lagi.“ Hrafnkell bætir við að viðbúnaður fyrir netöryggi hér á landi sé eins virkur og hægt er. „Ég minni á að það hefur verið brotist inn hjá CIA, FBI og NSA. Þetta er mikil barátta alla daga. Almennar ráðleggingar mínar eru að eiga afrit, sem er algjört lykilatriði. Ég hef talað við fólk sem var með margra mánaða vinnu farna í vaskinn. Grunnatriðið er að taka afrit og hafa nýjustu uppfærslu af eldvarnarveggnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Brotist var inn á vefsíðu Epal aðfaranótt fimmtudags og hún tekin í gíslingu tölvuþrjóta. Var fyrirtækið beðið um lausnargjald ef það vildi fá vefsíðuna upp aftur. Það gerði fyrirtækið ekki heldur átti það afrit af síðunni og setti fyrirtækið hana í loftið. Þetta staðfesti Kjartan Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Epal, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki en Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar Íslands, segir að svona netárásir séu ein algengasta netárás í dag. „Svona árás flokkast í flokkinn sem kallaður er gagnagíslataka,“ segir Hrafnkell. Almennt séu slíkar árásir þannig að óværu sé komið fyrir sem dulriti efni viðkomandi vefs.Hrafnkell V. Gíslasonvísir/vilhelm„Vefur er bara forrit og gögn sem má dulrita. Við það verður vefurinn óaðgengilegur og myndir sem áður sýndu eitthvað fallegt sýna nú eitthvað annað. Þessir glæpamenn sem gera þetta senda svo tölvupóst sem segir að ef eigandinn borgi þá fái hann lykil sem hann getur afdulritað gögnin með og vefsíðan komist í samt lag.“ Venjan er að tölvuglæpamennirnir biðji eigendur vefsíðunnar að borga í Bitcoin-myntinni, sem er órekjanleg mynt. „Ef það er borgað, sem við almennt mælum ekki með, þá er ekki hægt að rekja hvert peningarnir fara,“ segir hann. Hrafnkell segir að þetta sé ekki í fyrsta eða annað sinn sem svona netárás verði hér á landi og ekki í síðasta skipti. „Svona árás er mjög algeng og getur verið útfærð með ýmsum hætti. Það er hægt að dulrita heilt netkerfi ef óværan kemst alla leið inn. Þá er betra að hafa afrit í lagi.“ Hrafnkell bætir við að viðbúnaður fyrir netöryggi hér á landi sé eins virkur og hægt er. „Ég minni á að það hefur verið brotist inn hjá CIA, FBI og NSA. Þetta er mikil barátta alla daga. Almennar ráðleggingar mínar eru að eiga afrit, sem er algjört lykilatriði. Ég hef talað við fólk sem var með margra mánaða vinnu farna í vaskinn. Grunnatriðið er að taka afrit og hafa nýjustu uppfærslu af eldvarnarveggnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Rafmyntir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira