Ólafía Þórunn: Upphafshöggin voru lengri í dag en fyrir nokkrum vikum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2017 19:17 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði góða hluti á fyrsta hringnum á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. Ólafía lék hringinn á 71 höggi, eða tveimur höggum undir pari. Hún er sem stendur í 21. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. „Mér líður mjög vel og þar var virkilega gaman að spila í dag,“ sagði Ólafía í samtali við golf.is eftir að hún kláraði hringinn í dag. Ólafía var í ráshópi með Cheyenne Woods og Natalie Gulbis og sló fyrsta högg. Hún segir að hjartað hafi slegið ört fyrir upphafshöggið. „Gaurinn sem var að ræsa okkur út sagði að það væru svona tvær mínútur í það að ég ætti að slá. Hann hafði varla lokið við að segja þetta þegar hann kallaði mig upp, þetta voru svona 30 sekúndur, ég var því ekki alveg tilbúin,“ sagði Ólafía. „Það fór aðeins til vinstri en var allt í lagi og ég fékk par. Ég var að leika svipað golf í dag og á úrtökumótinu fyrir LPGA. Hitti mikið af brautum í upphafshöggunum, margar flatir í tilætluðum höggafjölda og púttaði vel. Upphafshöggin voru mjög góð og ég fann einhvern takt á hringnum sem ég hef ekki verið með lengi. Upphafshöggin voru mun lengri í dag en fyrir nokkrum vikum, og það var ánægjulegt.“ Ólafía og Cheyenne Woods, frænka Tigers, þekkjast vel en þær voru saman í Wake Forest háskólanum á sínum tíma. „Tíminn flaug í dag, við Cheyenne vorum að rifja upp gamlar minningar úr skólanum, hvernig við vorum að stríða þjálfaranum okkar, og allskonar sögur sagðar. Natalie Gulbis var líka frábær, skemmtilegur kylfingur, og það var virkilega gaman að fá að leika með henni,“ sagði Ólafía. Hún ætlar að fara eftir sömu leikáætlun á morgun. „Ég fer í þetta mót eins og úrtökumótið. Er ekki með miklar væntingar, reyni bara að fá eins mörg pör og hægt er, það er geggjað ef fuglarnir koma og ég mun fá einhverja skolla. Þetta er planið mitt og ekkert flókið við það,“ sagði Ólafía sem hefur leik klukkan 17:37 á morgun. Golf Tengdar fréttir Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék einkar vel á fyrsta degi Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. 26. janúar 2017 18:15 Sjáðu Ólafíu stíga sín fyrstu spor á LPGA Ólafía Þórunn kynnt til leiks í fyrsta sinn á LPGA-mótaröðinni og hennar fyrstu högg á myndbandi. 26. janúar 2017 16:30 Vil mjólka það að ég sé frá Íslandi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir brýtur í dag blað í sögu íslensks golfs er hún verður fyrsti íslenski kvenkylfingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Bahama-eyjum. 26. janúar 2017 06:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði góða hluti á fyrsta hringnum á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. Ólafía lék hringinn á 71 höggi, eða tveimur höggum undir pari. Hún er sem stendur í 21. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. „Mér líður mjög vel og þar var virkilega gaman að spila í dag,“ sagði Ólafía í samtali við golf.is eftir að hún kláraði hringinn í dag. Ólafía var í ráshópi með Cheyenne Woods og Natalie Gulbis og sló fyrsta högg. Hún segir að hjartað hafi slegið ört fyrir upphafshöggið. „Gaurinn sem var að ræsa okkur út sagði að það væru svona tvær mínútur í það að ég ætti að slá. Hann hafði varla lokið við að segja þetta þegar hann kallaði mig upp, þetta voru svona 30 sekúndur, ég var því ekki alveg tilbúin,“ sagði Ólafía. „Það fór aðeins til vinstri en var allt í lagi og ég fékk par. Ég var að leika svipað golf í dag og á úrtökumótinu fyrir LPGA. Hitti mikið af brautum í upphafshöggunum, margar flatir í tilætluðum höggafjölda og púttaði vel. Upphafshöggin voru mjög góð og ég fann einhvern takt á hringnum sem ég hef ekki verið með lengi. Upphafshöggin voru mun lengri í dag en fyrir nokkrum vikum, og það var ánægjulegt.“ Ólafía og Cheyenne Woods, frænka Tigers, þekkjast vel en þær voru saman í Wake Forest háskólanum á sínum tíma. „Tíminn flaug í dag, við Cheyenne vorum að rifja upp gamlar minningar úr skólanum, hvernig við vorum að stríða þjálfaranum okkar, og allskonar sögur sagðar. Natalie Gulbis var líka frábær, skemmtilegur kylfingur, og það var virkilega gaman að fá að leika með henni,“ sagði Ólafía. Hún ætlar að fara eftir sömu leikáætlun á morgun. „Ég fer í þetta mót eins og úrtökumótið. Er ekki með miklar væntingar, reyni bara að fá eins mörg pör og hægt er, það er geggjað ef fuglarnir koma og ég mun fá einhverja skolla. Þetta er planið mitt og ekkert flókið við það,“ sagði Ólafía sem hefur leik klukkan 17:37 á morgun.
Golf Tengdar fréttir Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék einkar vel á fyrsta degi Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. 26. janúar 2017 18:15 Sjáðu Ólafíu stíga sín fyrstu spor á LPGA Ólafía Þórunn kynnt til leiks í fyrsta sinn á LPGA-mótaröðinni og hennar fyrstu högg á myndbandi. 26. janúar 2017 16:30 Vil mjólka það að ég sé frá Íslandi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir brýtur í dag blað í sögu íslensks golfs er hún verður fyrsti íslenski kvenkylfingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Bahama-eyjum. 26. janúar 2017 06:00 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Frábær fyrsti hringur hjá Ólafíu Þórunni Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék einkar vel á fyrsta degi Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. 26. janúar 2017 18:15
Sjáðu Ólafíu stíga sín fyrstu spor á LPGA Ólafía Þórunn kynnt til leiks í fyrsta sinn á LPGA-mótaröðinni og hennar fyrstu högg á myndbandi. 26. janúar 2017 16:30
Vil mjólka það að ég sé frá Íslandi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir brýtur í dag blað í sögu íslensks golfs er hún verður fyrsti íslenski kvenkylfingurinn sem keppir á bandarísku atvinnumótaröðinni í golfi. Mótið fer fram á Bahama-eyjum. 26. janúar 2017 06:00