Króatíski framherjinn Hrvoje Tokic er genginn í raðir Breiðabliks. Þetta kemur fram á Blikar.is, stuðningsmannavef Breiðabliks.
Tokic, sem er 27 ára, kemur til Breiðabliks frá Víkingi Ó.
Tokic kom til Víkings um mitt sumar 2015 og skoraði þá 12 mörk í átta leikjum í 1. deildinni.
Hann hélt uppteknum hætti í fyrri umferðinni í Pepsi-deildinni í fyrra og skoraði þá átta mörk. Í heildina skoraði Tokic níu mörk í 21 leik og var þriðji markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar.
Breiðablik hefur nú fengið til sín tvo af fjórum markahæstu leikmönnum Pepsi-deildarinnar í fyrra. Fyrr í mánuðinum gekk Daninn Martin Lund Pedersen í raðir Breiðabliks frá Fjölni. Hann skoraði níu mörk í 22 deildarleikjum í fyrra.
Breiðablik endaði í 6. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili.
Tokic til Blika
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
