Cedrick Bowen, leikmaður KR, er á leið frá félaginu eftir því sem fram kemur á karfan.is.
Bowen hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir frammistöðuna með KR í vetur en í þrettán leikjum hefur hann verið með að meðaltali 13,2 stig og 6,8 fráköst í leik.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var spurður eftir sigurleik liðsins gegn Grindavík í síðustu viku hvort að núverandi leikmannahópur myndi klára tímabilið.
„Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða okkar mál á mörgum stöðum, ég veit alveg hvað þú ert að hugsa en það eru aðrir hlutir sem við þurfum að einbeita okkur að og laga áður en við förum að nota það sem afsökun,“ sagði Finnur Freyr.
KR-ingar hafa unnið alla fjóra leiki sína eftir áramót, í deild og bikar, en lent í vandræðum með andstæðinga sína. Liðið trónir þó á toppi deildarinnar með 22 stig og mætir Haukum á heimavelli í kvöld.
Michael Craion var lykilmaður í meistaraliðum KR síðustu ára en hann fór frá liðinu eftir síðastliðið tímabil.
Bowen sagður á útleið hjá KR
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið






Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn


Fleiri fréttir
