Sköpunargleði og fjölbreytni var í fyrirrúmi á sýningu þar sem bæði fötin og förðunin voru eins og sköpuð fyrir hvort annað. Hver einasta förðun var einstök og útpæld.
Pat McGrath er einn reynslumesti förðunarfræðingur tískubransans enda toppar hún sig á hverri sýningu sem hún tekur sér fyrir hendur. Það er þó erfitt að ímynda sér hvernig henni mun takast að toppa þessa Maison Margiela sýningu.
Fyrir neðan má sjá nokkrar eftirminnilegar farðanir sem og hápunkta sýningarinnar sjálfrar.