Ólafía með stórstjörnum í ráshópi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2017 08:50 Cheyenne Woods, Ólafía Þórunn og Natalie Gulbis. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur á morgun leik á LPGA-mótaröðinni í golfi er hún keppir á Pure Silk-mótinu sem fer fram á Bahama-eyjum. Ólafía er í ráshópi með þekktum kylfingum á mótaröðinni, Cheyenne Woods og Natalie Gulbis. Woods er eitt þekktasta nafnið í golfheiminum en frændi hennar er Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma og einn þekktasti íþróttamaður heims. Cheyenne Woods er 26 ára en faðir hennar, Earl, er hálfbróðir Tiger. Hún útskrifaðist úr Wake Forest-háskólanum árið 2012, þeim sama og Ólafía Þórunn sótti á sínum tíma. Sjá einnig: Ólafía Þórunn sveiflandi kát í íslensku roki á Bahama | Myndir Woods komst inn á Evrópumótaröðina árið 2013 og vann sitt fyrsta mót ári síðar. Hún komst svo í gegnum úrtökumótaröðina fyrir LPGA síðla árs 2014. Gulbis er 34 ára og hefur verið á LPGA-mótaröðinni síðan 2002. Hún á einn sigur að baki en Gulbis er engu að síður eitt þekktasta nafnið á mótaröðinni og hefur verið síðustu árin. Hún hefur einnig vakið athygli utan golfvallarins. Margir af bestu kylfingum heims taka þátt í mótinu, þeirra á meðal Ariya Jutanugarn sem varð efst á peningalistanum á síðasta tímabili og er í öðru sæti heimslistans. Meðal annarra keppenda má nefna Lexi Thompson og Brooke Henderson. Ólafía hefur á morgun leik á 1. teig, klukkan 13.22 á íslenskum tíma. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 16.30. Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur á morgun leik á LPGA-mótaröðinni í golfi er hún keppir á Pure Silk-mótinu sem fer fram á Bahama-eyjum. Ólafía er í ráshópi með þekktum kylfingum á mótaröðinni, Cheyenne Woods og Natalie Gulbis. Woods er eitt þekktasta nafnið í golfheiminum en frændi hennar er Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma og einn þekktasti íþróttamaður heims. Cheyenne Woods er 26 ára en faðir hennar, Earl, er hálfbróðir Tiger. Hún útskrifaðist úr Wake Forest-háskólanum árið 2012, þeim sama og Ólafía Þórunn sótti á sínum tíma. Sjá einnig: Ólafía Þórunn sveiflandi kát í íslensku roki á Bahama | Myndir Woods komst inn á Evrópumótaröðina árið 2013 og vann sitt fyrsta mót ári síðar. Hún komst svo í gegnum úrtökumótaröðina fyrir LPGA síðla árs 2014. Gulbis er 34 ára og hefur verið á LPGA-mótaröðinni síðan 2002. Hún á einn sigur að baki en Gulbis er engu að síður eitt þekktasta nafnið á mótaröðinni og hefur verið síðustu árin. Hún hefur einnig vakið athygli utan golfvallarins. Margir af bestu kylfingum heims taka þátt í mótinu, þeirra á meðal Ariya Jutanugarn sem varð efst á peningalistanum á síðasta tímabili og er í öðru sæti heimslistans. Meðal annarra keppenda má nefna Lexi Thompson og Brooke Henderson. Ólafía hefur á morgun leik á 1. teig, klukkan 13.22 á íslenskum tíma. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni en útsending hefst klukkan 16.30.
Golf Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti