Dagur: Tapið langstærstu vonbrigðin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2017 10:30 Dagur hefði eflaust viljað enda betur með Þýskalandi. vísir/getty Dagur Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við tap Þýskalands fyrir Katar í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Þýskaland tapaði með minnsta mun, 21-20, eftir að hafa verið með góð tök á leiknum í síðari hálfleik. Sjá einnig: Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur var spurður af þýskum fjölmiðlum hvort að tapið hafi verið mestu vonbrigði hans sem landsliðsþjálfari Þýskalands. „Þetta voru langstærstu vonbrigðin. Við sáum fyrir okkur að ná mun lengra. En líka vegna þess að við spiluðum mjög vel í riðlakeppninni og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik,“ sagði Dagur. „Þetta var ekki hræðilegur leikur af okkar hálfu í dag en ekki heldur góður. Katar náði einu sinni forystunni í leiknum og það var einmitt á réttum tímapunkti.“ Hann gerir þó ekki mikið úr málinu, jafnvel þó svo að hann sé nú hættur sem þjálfari þýska liðsins. Hann ákvað að segja starfi sínu lausu til að taka við landsliði Japans. „Þetta er ekkert „extra-drama“. Það voru einfaldlega vonbrigði að tapa leiknum. Við þurfum ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu - það eru 10-15 lið í heiminum sem geta unnið hvert annað,“ sagði Dagur og benti á sigur Ungverjalands á Dönum í þeim efnum. Sjá einnig: Guðmundur og Danir úr leik á HM Bob Hanning, varaforseti þýska sambandsins, hefur sagt við þýska fjölmiðla að hann vonast til að hægt verði að kveðja Dag formlega í stjörnuleik þýsku úrvalsdeildarinnar, þegar landsliðið mætir úrvalsliði deildarinnar. Sá leikur fer fram í Leipzig þann 3. febrúar en ljóst er að Dagur mun fá góða kveðju frá þýska sambandinu, enda gerði hann Þýskaland að Evrópumeisturum á síðasta ári og vann brons með liðinu á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Eftirmaður Dags hefur ekki verið ráðinn en líklegt er að það verði Christian Prokop, þjálfari Leipzig. Hanning vonast til að gengið verði frá ráðningu nýs þjálfara innan skamms. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Katar sló Evrópumeistara Dags úr leik á HM Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld. 22. janúar 2017 18:37 Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00 Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Dagur Sigurðsson segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við tap Þýskalands fyrir Katar í 16-liða úrslitum á HM í handbolta. Þýskaland tapaði með minnsta mun, 21-20, eftir að hafa verið með góð tök á leiknum í síðari hálfleik. Sjá einnig: Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur var spurður af þýskum fjölmiðlum hvort að tapið hafi verið mestu vonbrigði hans sem landsliðsþjálfari Þýskalands. „Þetta voru langstærstu vonbrigðin. Við sáum fyrir okkur að ná mun lengra. En líka vegna þess að við spiluðum mjög vel í riðlakeppninni og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik,“ sagði Dagur. „Þetta var ekki hræðilegur leikur af okkar hálfu í dag en ekki heldur góður. Katar náði einu sinni forystunni í leiknum og það var einmitt á réttum tímapunkti.“ Hann gerir þó ekki mikið úr málinu, jafnvel þó svo að hann sé nú hættur sem þjálfari þýska liðsins. Hann ákvað að segja starfi sínu lausu til að taka við landsliði Japans. „Þetta er ekkert „extra-drama“. Það voru einfaldlega vonbrigði að tapa leiknum. Við þurfum ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu - það eru 10-15 lið í heiminum sem geta unnið hvert annað,“ sagði Dagur og benti á sigur Ungverjalands á Dönum í þeim efnum. Sjá einnig: Guðmundur og Danir úr leik á HM Bob Hanning, varaforseti þýska sambandsins, hefur sagt við þýska fjölmiðla að hann vonast til að hægt verði að kveðja Dag formlega í stjörnuleik þýsku úrvalsdeildarinnar, þegar landsliðið mætir úrvalsliði deildarinnar. Sá leikur fer fram í Leipzig þann 3. febrúar en ljóst er að Dagur mun fá góða kveðju frá þýska sambandinu, enda gerði hann Þýskaland að Evrópumeisturum á síðasta ári og vann brons með liðinu á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Eftirmaður Dags hefur ekki verið ráðinn en líklegt er að það verði Christian Prokop, þjálfari Leipzig. Hanning vonast til að gengið verði frá ráðningu nýs þjálfara innan skamms.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Katar sló Evrópumeistara Dags úr leik á HM Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld. 22. janúar 2017 18:37 Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00 Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Keflavík - Njarðvík 93-83 | Montrétturinn Keflvíkinga Körfubolti ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Sjá meira
Katar sló Evrópumeistara Dags úr leik á HM Katar gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Þýskalands í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í handbolta í Frakklandi í kvöld. 22. janúar 2017 18:37
Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00
Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48