Ómar með fullkomna vítanýtingu á HM

Ómar Ingi, sem er 19 ára gamall, kom nokkuð við sögu á HM og tók m.a. við hlutverki vítaskyttu íslenska liðsins eftir fyrstu tvo leikina.
Ómar Ingi sýndi gríðarlegt öryggi á vítalínunni og nýtti öll átta vítin sem hann tók á HM. Selfyssingurinn skoraði m.a. af öryggi framhjá Thierry Omeyer í leiknum gegn Frökkum á laugardaginn. Raunar á Ómar Ingi enn eftir að klúðra víti í A-landsleik.
Af þeim leikmönnum sem hafa tekið átta víti eða fleiri á HM er aðeins einn annar með 100% nýtingu. Það er Svíinn Niclas Ekberg sem hefur skorað úr öllum 12 vítunum sem hann hefur tekið.
Ómar Ingi er þaulvanur að taka víti, bæði hjá sínu félagsliði og í yngri landsliðunum.
Á HM U-19 ára liða í Rússlandi fyrir tveimur árum, þar sem Ísland lenti í 3. sæti, nýtti Ómar Ingi t.a.m. 26 af þeim 28 vítum sem hann tók.
Þá hefur hann skorað 30 mörk úr vítum í 36 tilraunum með Århus í dönsku úrvalsdeildinni í vetur.
Tengdar fréttir

HM gefur okkur von um bjartari tíma
Strákarnir okkar sýndu ítrekað á HM að þeir hafa fulla burði til að vera samkeppnishæfir áfram þó svo gullkynslóðin sé að hverfa af sviðinu. Mörg jákvæð skref til framtíðar voru stigin í Frakklandi og á því mun landsliðið græða til lengri tíma. Margir leikmenn stimpluðu sig inn í liðið.

Einkunnir strákanna okkar: Bjarki Már bestur
Ísland tapaði fyrir heimsmeisturum Frakklands, 31-25, fyrir framan tæplega 30.000 manns í Lille í dag.

Einar Andri gerir upp leik Íslands: Von fyrir framtíð landsliðsins
Ísland féll í dag úr leik með sóma eftir sex marka tap fyrir Frakklandi á HM í handbolta.

Þetta eru ofboðslega flottir drengir
Þó svo landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson sé svekktur að vera á leið heim þá er hann mjög ánægður með margt hjá íslenska liðinu á HM. Hann lítur björtum augum til framtíðarinnar með drengjum sem hann er afar stoltur af. Breiddin í landsliðinu er orðin meiri.

Strákarnir okkar hafa bara einu sinni endaði neðar á HM | Ísland í 14. sæti
Íslenska handboltalandsliðið endaði í fjórtánda sæti á HM í Frakklandi en þetta varð ljóst eftir að keppni í sextán liða úrslitunum lauk í gær.

Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé
Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld.