Í hættu í Surtseyjargosinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2017 10:00 Elín var eitt ár hjá Sameinuðu þjóðunum eftir að hún varð stúdent. Svo vann hún á Mogganum í tæp 40 ár. Vísir/GVA Þetta eru vissulega tímamót,“ segir hin níræða Elín Pálmadóttir, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, þegar minnst er á níræðisafmælið í dag. Hún kveðst þó ekkert ætla að halda upp á það. „Ættingjar mínir héldu kaffiveislu fyrir mig á sunnudaginn. Þangað var enginn boðinn en þetta spurðist út og það mættu um 60 manns, samstarfsmenn, ættingjar og vinir, þar á meðal sjö skólasystur mínar úr MR - við eigum 70 ára stúdentsafmæli í vor. Davíð Oddsson birtist meira að segja. Þetta var óskaplega ánægjulegt alltsaman og ég náði að tala við alla.“ Elín hóf blaðamennskuna 1951 og er með reyndustu blaðamönnum Íslands. Hún segir Vestmannaeyjagosið einn af stóratburðunum sem hún upplifði. „Eldgosin eru öll minnisstæð, þau voru líka svo ólík. Ég fór til Surtseyjar með Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi og við vorum hér um bil drukknuð. Fórum of snemma í land og fengum 600 metra hátt gos yfir okkur. Svo ætluðum við aldrei að komast frá landi aftur, því það kom alltaf gos yfir þennan tanga sem við vorum á. En ég var ekkert hrædd um líf mitt. Það er svo gott að hafa eitthvað að gera, þá hefur maður ekki tíma til að hugsa um hættuna.“ Spurð hvort hún hafi oftar lent í lífsháska við starf sitt svarar hún. „Hvenær er maður í háska og hvenær ekki? Ég fór til Bosníu þegar stríðið var í algleymingi þar og ég hlusta öðru vísi á fréttir frá þeim stöðum sem ég hef verið á.“ Eftir Elínu liggja nokkrar bækur. Sú þekktasta er Fransí biskví sem fjallar um franska sjómenn við Íslandsstrendur. Sumarið 2015 var hún sæmd æðstu orðu Frakklands, Légion d'honneur, fyrir einstakt framlag sitt í þágu Frakklands og franskrar menningar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017. Lífið Surtsey Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Þetta eru vissulega tímamót,“ segir hin níræða Elín Pálmadóttir, fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu, þegar minnst er á níræðisafmælið í dag. Hún kveðst þó ekkert ætla að halda upp á það. „Ættingjar mínir héldu kaffiveislu fyrir mig á sunnudaginn. Þangað var enginn boðinn en þetta spurðist út og það mættu um 60 manns, samstarfsmenn, ættingjar og vinir, þar á meðal sjö skólasystur mínar úr MR - við eigum 70 ára stúdentsafmæli í vor. Davíð Oddsson birtist meira að segja. Þetta var óskaplega ánægjulegt alltsaman og ég náði að tala við alla.“ Elín hóf blaðamennskuna 1951 og er með reyndustu blaðamönnum Íslands. Hún segir Vestmannaeyjagosið einn af stóratburðunum sem hún upplifði. „Eldgosin eru öll minnisstæð, þau voru líka svo ólík. Ég fór til Surtseyjar með Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi og við vorum hér um bil drukknuð. Fórum of snemma í land og fengum 600 metra hátt gos yfir okkur. Svo ætluðum við aldrei að komast frá landi aftur, því það kom alltaf gos yfir þennan tanga sem við vorum á. En ég var ekkert hrædd um líf mitt. Það er svo gott að hafa eitthvað að gera, þá hefur maður ekki tíma til að hugsa um hættuna.“ Spurð hvort hún hafi oftar lent í lífsháska við starf sitt svarar hún. „Hvenær er maður í háska og hvenær ekki? Ég fór til Bosníu þegar stríðið var í algleymingi þar og ég hlusta öðru vísi á fréttir frá þeim stöðum sem ég hef verið á.“ Eftir Elínu liggja nokkrar bækur. Sú þekktasta er Fransí biskví sem fjallar um franska sjómenn við Íslandsstrendur. Sumarið 2015 var hún sæmd æðstu orðu Frakklands, Légion d'honneur, fyrir einstakt framlag sitt í þágu Frakklands og franskrar menningar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. janúar 2017.
Lífið Surtsey Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira