Háskólanemi talinn bera ábyrgð á skotárás í Kanada Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 23:16 Hinn grunaði heitir Alexandre Bissonnette og er 27 ára gamall háskólanemi. Vísir/Facebook/AFP Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. Þá eru fimm enn í lífshættu og tólf til viðbótar særðir. Meira en fimmtíu manns voru í moskunni þegar árásin var gerð og þeir látnu voru á aldrinum 35 til 65 ára. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði árásina vera hryðjuverk. Lögregla handtók tvo menn í kjölfar árásarinnar. Annar var handtekinn á staðnum og annar var handtekinn í kjölfar þess að hann hringdi í neyðarlínuna. Hinn grunaði heitir Alexandre Bissonnette og er 27 ára gamall háskólanemi. Maður af marokkóskum ættum var einnig handtekinn en er yfirheyrður sem vitni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Tilefnið ekki vitað Ekki er enn vitað hvert tilefni árásarinnar var og er málið enn rannsakað. „Þeir telja að hann hafi verið einn að verki,“ segir heimildarmaður Reuters. Justin Trudeau sagðist í yfirlýsingu vera sleginn yfir atburðinum en einnig sár og reiður. Hann sagði alla Kanadamenn fordæma árásir á bænahús trúarhópa þar sem fólk eigi sér sitt trúarlega skjól. Síðastliðið sumar var afskorið svínshöfuð skilið eftir fyrir framan dyrnar að sömu mosku. Í Quebec búa rúmlega 500 þúsund manns og er glæpatíðni þar frekar lág. Til að mynda voru tvö morð framin þar árið 2015. Þá eru skotárásir sjaldgæfar í Kanada, en þar eru lög um skotvopn umtalsvert strangari en í Bandaríkjunum. Tengdar fréttir Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Irv Gotti er látinn Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Fransk-kanadískur háskólanemi er talinn bera ábyrgð á skotárás á mosku í Quebec í gærkvöld þar sem sex létu lífið. Þá eru fimm enn í lífshættu og tólf til viðbótar særðir. Meira en fimmtíu manns voru í moskunni þegar árásin var gerð og þeir látnu voru á aldrinum 35 til 65 ára. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði árásina vera hryðjuverk. Lögregla handtók tvo menn í kjölfar árásarinnar. Annar var handtekinn á staðnum og annar var handtekinn í kjölfar þess að hann hringdi í neyðarlínuna. Hinn grunaði heitir Alexandre Bissonnette og er 27 ára gamall háskólanemi. Maður af marokkóskum ættum var einnig handtekinn en er yfirheyrður sem vitni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.Tilefnið ekki vitað Ekki er enn vitað hvert tilefni árásarinnar var og er málið enn rannsakað. „Þeir telja að hann hafi verið einn að verki,“ segir heimildarmaður Reuters. Justin Trudeau sagðist í yfirlýsingu vera sleginn yfir atburðinum en einnig sár og reiður. Hann sagði alla Kanadamenn fordæma árásir á bænahús trúarhópa þar sem fólk eigi sér sitt trúarlega skjól. Síðastliðið sumar var afskorið svínshöfuð skilið eftir fyrir framan dyrnar að sömu mosku. Í Quebec búa rúmlega 500 þúsund manns og er glæpatíðni þar frekar lág. Til að mynda voru tvö morð framin þar árið 2015. Þá eru skotárásir sjaldgæfar í Kanada, en þar eru lög um skotvopn umtalsvert strangari en í Bandaríkjunum.
Tengdar fréttir Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Í hart eftir að leigjandi málaði veggina dökkgráa í stað málarahvítra Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Irv Gotti er látinn Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Sex látnir eftir skotárás í mosku í Kanada Árásin var gerð þegar tugir höfðu komið saman í moskunni til kvöldbæna. 30. janúar 2017 07:14