Náttúran minnir á sig Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 31. janúar 2017 07:00 Á Íslandi tökum við nálægðinni við náttúruna og allar þær lystisemdir sem hún hefur upp á að bjóða sem gefnum hlut. Við stundum útivist á víðavangi í æ ríkari mæli – hlaup, hjólreiðar, fjallgöngur og skíði. Rannsóknir sýna að við erum ein feitasta þjóð í Evrópu. Með reglulegri hreyfingu getum við hvert og eitt dregið úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Sá hluti þjóðarinnar sem stundar heilbrigða lífshætti greiðir niður þjónustu fyrir hin sem heima sitja og berjast við aukakílóin eins og Don Kíkóti við vindmyllurnar. Að búa í líflegri borg og geta á hálftíma skotist í skíðabrekkur í Bláfjöllum eða fjallgöngu í Esjunni er ómetanlegt. Sama á við í öðru þéttbýli. Akureyringar eiga heima við rætur skíðaparadísarinnar í Hlíðarfjalli með ósnortin skíðalönd Tröllaskaga innan seilingar. Ísfirðingar og grannar þeirra fyrir vestan hafa ægifagra náttúruna með óteljandi möguleikum til útivistar alltumlykjandi. Austfirðir eru engu líkir. Ferðamennirnir, sem flykkjast hingað í æ stærri hópum eru vitnisburður um, að umheimurinn hefur áttað sig á þessu. Þeir koma til að upplifa ósnortna náttúruna. Í hugum margra er Ísland land án fólks – enda ein strjálbýlasta byggð í víðri veröld. En reglulega fáum við áminningar um að á fjöllum leynast hættur. Ferðafólk lendir í hremmingum þegar veður eru válynd. Nú síðast fórst ungur maður voveiflega í snjóflóði í Esjunni. Við þurfum að læra af þessum sorgarsögum. Öryggið þarf ávallt að setja á oddinn þegar farið er á fjöll. Brýna þarf fyrir fólki að ferðast í hópum og hafa meðferðis búnað sem hæfir aðstæðum. Til að mynda snjóflóðabjörgunarbúnað; ýlur, skóflur og stangir þar sem snjóflóðahætta vofir yfir. Nauðsynlegt er að lesa vel í aðstæður þegar veður eru slæm og horfur óvissar. Þar kemur að hinu opinbera. Eins og sakir standa er engin snjóflóðavakt á suðvesturhorninu. Er tími til kominn að taka það til endurskoðunar? Slíkt mat þarf stöðugt að vera í gangi. Stjórnvöldum ber að sjá til þess að innviðir landsins beri átroðninginn. Að ferðamenn, heimafólk og útlendir gestir, geti farið um fjöll og firnindi eins öruggir og kostur er. Um leið og landið er verndað svo það glati ekki aðdráttarafli sínu þarf að sjá til þess að við getum notið þeirra gæða sem það býður. Ekki dugir að stóla einfaldlega á okkar frábæru björgunarsveitir. Þrátt fyrir hætturnar mun fjallaferðum eftir öllum sólarmerkjum að dæma fjölga á næstu árum. Það er keppikefli í sjálfu sér. En okkur ber að taka áminningar náttúrunnar alvarlega.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Á Íslandi tökum við nálægðinni við náttúruna og allar þær lystisemdir sem hún hefur upp á að bjóða sem gefnum hlut. Við stundum útivist á víðavangi í æ ríkari mæli – hlaup, hjólreiðar, fjallgöngur og skíði. Rannsóknir sýna að við erum ein feitasta þjóð í Evrópu. Með reglulegri hreyfingu getum við hvert og eitt dregið úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Sá hluti þjóðarinnar sem stundar heilbrigða lífshætti greiðir niður þjónustu fyrir hin sem heima sitja og berjast við aukakílóin eins og Don Kíkóti við vindmyllurnar. Að búa í líflegri borg og geta á hálftíma skotist í skíðabrekkur í Bláfjöllum eða fjallgöngu í Esjunni er ómetanlegt. Sama á við í öðru þéttbýli. Akureyringar eiga heima við rætur skíðaparadísarinnar í Hlíðarfjalli með ósnortin skíðalönd Tröllaskaga innan seilingar. Ísfirðingar og grannar þeirra fyrir vestan hafa ægifagra náttúruna með óteljandi möguleikum til útivistar alltumlykjandi. Austfirðir eru engu líkir. Ferðamennirnir, sem flykkjast hingað í æ stærri hópum eru vitnisburður um, að umheimurinn hefur áttað sig á þessu. Þeir koma til að upplifa ósnortna náttúruna. Í hugum margra er Ísland land án fólks – enda ein strjálbýlasta byggð í víðri veröld. En reglulega fáum við áminningar um að á fjöllum leynast hættur. Ferðafólk lendir í hremmingum þegar veður eru válynd. Nú síðast fórst ungur maður voveiflega í snjóflóði í Esjunni. Við þurfum að læra af þessum sorgarsögum. Öryggið þarf ávallt að setja á oddinn þegar farið er á fjöll. Brýna þarf fyrir fólki að ferðast í hópum og hafa meðferðis búnað sem hæfir aðstæðum. Til að mynda snjóflóðabjörgunarbúnað; ýlur, skóflur og stangir þar sem snjóflóðahætta vofir yfir. Nauðsynlegt er að lesa vel í aðstæður þegar veður eru slæm og horfur óvissar. Þar kemur að hinu opinbera. Eins og sakir standa er engin snjóflóðavakt á suðvesturhorninu. Er tími til kominn að taka það til endurskoðunar? Slíkt mat þarf stöðugt að vera í gangi. Stjórnvöldum ber að sjá til þess að innviðir landsins beri átroðninginn. Að ferðamenn, heimafólk og útlendir gestir, geti farið um fjöll og firnindi eins öruggir og kostur er. Um leið og landið er verndað svo það glati ekki aðdráttarafli sínu þarf að sjá til þess að við getum notið þeirra gæða sem það býður. Ekki dugir að stóla einfaldlega á okkar frábæru björgunarsveitir. Þrátt fyrir hætturnar mun fjallaferðum eftir öllum sólarmerkjum að dæma fjölga á næstu árum. Það er keppikefli í sjálfu sér. En okkur ber að taka áminningar náttúrunnar alvarlega.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun