Óvelkomnar minningar Berglind Pétursdóttir skrifar 30. janúar 2017 11:00 Internetið virðist, þvert á það sem áður var talið, vera eitthvað miklu meira en bara bóla. Það er að minnsta kosti enn á góðu róli í dag, áratugum eftir að það kom fyrst fram á sjónarsviðið. Við erum dugleg að nýta okkur þetta fyrirbæri, sérstaklega eftir að samfélagsmiðlarnir urðu hluti af okkar daglega lífi. Nú hef ég verið virkur notandi á Facebook í að verða átta ár og á þessum tíma hef ég hlaðið upp ógrynni af hræðilega lélegum myndum og tjáð mig fjálglega um mál sem skipta mig mismiklu máli. Þetta rifjast reglulega upp þar sem miðillinn hefur tekið upp á því nýlega að minna mig daglega á hluti sem gerðust fyrir nákvæmlega X mörgum árum. Á hverjum morgni bíður mín ný gömul mynd af mér kófdrukkinni á þorrablóti eða stöðuuppfærslur fylltar svo ungæðislegri yfirlýsingagleði að mig langar helst að skera af mér fingurna til að tryggja að þeir rati aldrei aftur á lyklaborð. Hvernig gat ég haft svona lélegar skoðanir einu sinni? Hvernig gat mér fundist fyndið að hlaða upp þessu myndbandi? Þetta er svolítið eins og að allir og amma þeirra hefðu aðgang að myndaalbúminu heima hjá foreldrum manns með fermingarmyndunum, ef maður var jafn ótrúlega ófrítt fermingarbarn og ég sjálf það er að segja. Það er fátt erfiðara en að rembast allan daginn við að vera ágætis týpa en sjá svo mynd af sér frá sumrinu þegar maður starfaði sem götulistamaður. Það er einfaldlega ekki hægt. Mín fyrstu viðbrögð við þessari viðbót voru að ég þyrfti helst að taka mér langt frí frá vinnu og byrja að eyða. Þurrka út þessar minningar sem ég hef engan áhuga á að varðveita. Og ég held að það sé bara ágætis lausn, tek ekki símann næstu vikuna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Internetið virðist, þvert á það sem áður var talið, vera eitthvað miklu meira en bara bóla. Það er að minnsta kosti enn á góðu róli í dag, áratugum eftir að það kom fyrst fram á sjónarsviðið. Við erum dugleg að nýta okkur þetta fyrirbæri, sérstaklega eftir að samfélagsmiðlarnir urðu hluti af okkar daglega lífi. Nú hef ég verið virkur notandi á Facebook í að verða átta ár og á þessum tíma hef ég hlaðið upp ógrynni af hræðilega lélegum myndum og tjáð mig fjálglega um mál sem skipta mig mismiklu máli. Þetta rifjast reglulega upp þar sem miðillinn hefur tekið upp á því nýlega að minna mig daglega á hluti sem gerðust fyrir nákvæmlega X mörgum árum. Á hverjum morgni bíður mín ný gömul mynd af mér kófdrukkinni á þorrablóti eða stöðuuppfærslur fylltar svo ungæðislegri yfirlýsingagleði að mig langar helst að skera af mér fingurna til að tryggja að þeir rati aldrei aftur á lyklaborð. Hvernig gat ég haft svona lélegar skoðanir einu sinni? Hvernig gat mér fundist fyndið að hlaða upp þessu myndbandi? Þetta er svolítið eins og að allir og amma þeirra hefðu aðgang að myndaalbúminu heima hjá foreldrum manns með fermingarmyndunum, ef maður var jafn ótrúlega ófrítt fermingarbarn og ég sjálf það er að segja. Það er fátt erfiðara en að rembast allan daginn við að vera ágætis týpa en sjá svo mynd af sér frá sumrinu þegar maður starfaði sem götulistamaður. Það er einfaldlega ekki hægt. Mín fyrstu viðbrögð við þessari viðbót voru að ég þyrfti helst að taka mér langt frí frá vinnu og byrja að eyða. Þurrka út þessar minningar sem ég hef engan áhuga á að varðveita. Og ég held að það sé bara ágætis lausn, tek ekki símann næstu vikuna.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun