Með um 900 fasteignir skráðar í íbúðaskipti Haraldur Guðmundssson skrifar 8. febrúar 2017 17:30 Forstjóri Homeexchange.com er meðvitaður um miklar vinsældir Airbnb hér á landi. Vísir/Vilhelm „Íslendingar eru miðað við höfðatölu okkar fjölmennasti meðlimahópur og eftirspurn eftir íbúðaskiptum hér á landi hefur aukist mikið,“ segir Jim Pickell, forstjóri bandarísku íbúðaskiptasíðunnar Homeexchange.com.Jim Pickell, forstjóri Homeexchange.comPickell kom hingað til lands í gær en fyrirtæki hans, sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu, gefur viðskiptavinum sínum kost á að skiptast á húsnæði endurgjaldslaust. Forstjórinn og aðrir starfsmenn síðunnar ætla að halda kynningarfund í Salnum í Kópavogi síðar í mánuðinum. Markmiðið með honum er að vekja athygli á fyrirtækinu og fjölga skráðum eignum hér á landi sem hægt verði að skipta fyrir íbúðir erlendis. „Við ætlum að hitta fólk, funda með Ferðamálastofu og halda þennan kynningarfund. Síðustu ár hefur margt bent okkur í áttina að Íslandi. Samkvæmt þeim nýjustu tölum sem ég hef voru um 840 íbúðir skráðar hér á landi um síðustu áramót og það kæmi mér ekki á óvart ef talan væri núna nær 950. Eftirspurnin er mikil og svo mikil að Ísland er í hópi fimmtán eftirsóttustu viðskomustaða erlendra ferðamanna sem skráðir eru á síðunni,“ segir Pickell og bætir við að alls um 66 þúsund eignir séu skráðar á heimsvísu. Pickell tók við starfi forstjóra Homeexchange.com árið 2012 og skömmu síðar runnu þrjú önnur fyrirtæki í tengdum rekstri inn í félagið. Var hann áður aðstoðarforstjóri Sony Connect. Spurður hvernig hann útskýri þessa auknu eftirspurn eftir íbúðum hér á landi svarar Pickell að hana megi að miklu leyti rekja til ferða WOW air til og frá Bandaríkjunum. „Hér í Kaliforníu sem og annars staðar eru margir að tala um ferðir WOW air og að mínu mati hefur tilkoma þess hér haft mikil áhrif á okkar fyrirtæki og áhugann á Íslandi þegar kemur að íbúðaskiptum. Allavega þegar um er að ræða viðskiptavini okkar frá Bandaríkjunum en ég þekki ekki aðrar ferðir flugfélagsins,“ segir Pickell. Íslenskir viðskiptavinir Homeexchange.com leita að sögn forstjórans að jafnaði eftir íbúðum í Frakklandi, á Spáni, í Bandaríkjunum og á Ítalíu en einnig hér innanlands. Pickell segist meðvitaður um miklar vinsældir Airbnb hér á landi og þakkar fyrirtækinu fyrir að hafa rutt brautina varðandi gistiaðstöðu í deilihagkerfinu. „Sérstaða okkar er aftur á móti sú að peningar skipta ekki um hendur þegar fólk skiptir á íbúðum. Þegar þú leigir bíl af stórfyrirtæki þá finnurðu kannski ekki alltaf þörf fyrir að skila honum tandurhreinum eftir notkun. En það er eitthvað sem gerist þegar peningar eru teknir út úr dæminu. Þegar þú færð lánaðan bíl frá kunningja er aftur á móti mun líklegra að þú skilir honum tandurhreinum og í fullkomnu ástandi. Svo erum við á öðrum markaði en Airbnb. Við erum að keppa við erlenda námsmenn á meðan þeir keppa við hótel og frístundahús.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. WOW Air Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
„Íslendingar eru miðað við höfðatölu okkar fjölmennasti meðlimahópur og eftirspurn eftir íbúðaskiptum hér á landi hefur aukist mikið,“ segir Jim Pickell, forstjóri bandarísku íbúðaskiptasíðunnar Homeexchange.com.Jim Pickell, forstjóri Homeexchange.comPickell kom hingað til lands í gær en fyrirtæki hans, sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu, gefur viðskiptavinum sínum kost á að skiptast á húsnæði endurgjaldslaust. Forstjórinn og aðrir starfsmenn síðunnar ætla að halda kynningarfund í Salnum í Kópavogi síðar í mánuðinum. Markmiðið með honum er að vekja athygli á fyrirtækinu og fjölga skráðum eignum hér á landi sem hægt verði að skipta fyrir íbúðir erlendis. „Við ætlum að hitta fólk, funda með Ferðamálastofu og halda þennan kynningarfund. Síðustu ár hefur margt bent okkur í áttina að Íslandi. Samkvæmt þeim nýjustu tölum sem ég hef voru um 840 íbúðir skráðar hér á landi um síðustu áramót og það kæmi mér ekki á óvart ef talan væri núna nær 950. Eftirspurnin er mikil og svo mikil að Ísland er í hópi fimmtán eftirsóttustu viðskomustaða erlendra ferðamanna sem skráðir eru á síðunni,“ segir Pickell og bætir við að alls um 66 þúsund eignir séu skráðar á heimsvísu. Pickell tók við starfi forstjóra Homeexchange.com árið 2012 og skömmu síðar runnu þrjú önnur fyrirtæki í tengdum rekstri inn í félagið. Var hann áður aðstoðarforstjóri Sony Connect. Spurður hvernig hann útskýri þessa auknu eftirspurn eftir íbúðum hér á landi svarar Pickell að hana megi að miklu leyti rekja til ferða WOW air til og frá Bandaríkjunum. „Hér í Kaliforníu sem og annars staðar eru margir að tala um ferðir WOW air og að mínu mati hefur tilkoma þess hér haft mikil áhrif á okkar fyrirtæki og áhugann á Íslandi þegar kemur að íbúðaskiptum. Allavega þegar um er að ræða viðskiptavini okkar frá Bandaríkjunum en ég þekki ekki aðrar ferðir flugfélagsins,“ segir Pickell. Íslenskir viðskiptavinir Homeexchange.com leita að sögn forstjórans að jafnaði eftir íbúðum í Frakklandi, á Spáni, í Bandaríkjunum og á Ítalíu en einnig hér innanlands. Pickell segist meðvitaður um miklar vinsældir Airbnb hér á landi og þakkar fyrirtækinu fyrir að hafa rutt brautina varðandi gistiaðstöðu í deilihagkerfinu. „Sérstaða okkar er aftur á móti sú að peningar skipta ekki um hendur þegar fólk skiptir á íbúðum. Þegar þú leigir bíl af stórfyrirtæki þá finnurðu kannski ekki alltaf þörf fyrir að skila honum tandurhreinum eftir notkun. En það er eitthvað sem gerist þegar peningar eru teknir út úr dæminu. Þegar þú færð lánaðan bíl frá kunningja er aftur á móti mun líklegra að þú skilir honum tandurhreinum og í fullkomnu ástandi. Svo erum við á öðrum markaði en Airbnb. Við erum að keppa við erlenda námsmenn á meðan þeir keppa við hótel og frístundahús.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
WOW Air Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira