Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2017 15:37 Björn Ingi Hrafnsson hefur verið virkur í fjárfestingum undanfarin misseri en þó aðallega á fjölmiðlamarkaði. Vísir/Ernir Samkeppniseftirlitið mun ekkert aðhafast í kaupum Pressunnar hf. á Birtingi útgáfufélagi. Eftirlitið telur að kaupin brjóti ekki í bága við samkeppnislög. Ákvörðunin var birt á vef Samkeppniseftirlitsins á föstudag.Frá kaupunum var greint í nóvember en um svipað leyti festi Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður, útgefandi og 25% eigandi í Pressunni, kaup á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Fjölmiðlafyrirtækið var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði á síðasta ári en á sama tíma eru dótturfélögin rekin með tapi. Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is en Vefpressan tapaði 20 milljónum á síðasta ári og Eyjan tæplega sjö milljónum. Ársreikningi DV ehf. fyrir árið 2015 hefur ekki verið skilað. Samkeppniseftirlitið telur að samruninn muni ekki hindra samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Minnst er á bága fjárhagsstöðu Birtings í því sambandi. „Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni, fjölræði eða fjölbreytni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti,“ segir í úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Flaggskip Birtings hafa verið tímaritin Gestgjafinn og svo samkvæmistímaritið Séð og heyrt. Þar virðist Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir hafa ritstýrt sínu síðasta blaði, ef marka má viðtal við hana í Brennslunni á FM957 á dögunum, og óvissa er hvað tekur við hjá blaðinu. Gert er ráð fyrir því að sameiginleg velta Pressunnar og tengdra félaga árið 2017 verði um tveir milljarðar króna. Starfsfólk samstæðunnar verður vel á annan hundrað, en starfsstöðvar eru í Kringlunni, Garðabæ, Ármúla og Skeifunni. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. 24. janúar 2017 14:01 Tap hjá ÍNN Fjölmiðlafyrirtækið ÍNN-Ísland Nýjasta Nýtt tapaði 16,5 milljónum króna á síðasta ári. 20. desember 2016 14:29 Björn Ingi verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN Björn Ingi gerir ráð fyrir fleiri tíðindum af fjölmiðlamarkaði. 12. október 2016 22:41 Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. 25. janúar 2017 13:48 Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Samkeppniseftirlitið mun ekkert aðhafast í kaupum Pressunnar hf. á Birtingi útgáfufélagi. Eftirlitið telur að kaupin brjóti ekki í bága við samkeppnislög. Ákvörðunin var birt á vef Samkeppniseftirlitsins á föstudag.Frá kaupunum var greint í nóvember en um svipað leyti festi Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður, útgefandi og 25% eigandi í Pressunni, kaup á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Fjölmiðlafyrirtækið var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði á síðasta ári en á sama tíma eru dótturfélögin rekin með tapi. Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is en Vefpressan tapaði 20 milljónum á síðasta ári og Eyjan tæplega sjö milljónum. Ársreikningi DV ehf. fyrir árið 2015 hefur ekki verið skilað. Samkeppniseftirlitið telur að samruninn muni ekki hindra samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Minnst er á bága fjárhagsstöðu Birtings í því sambandi. „Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni, fjölræði eða fjölbreytni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti,“ segir í úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Flaggskip Birtings hafa verið tímaritin Gestgjafinn og svo samkvæmistímaritið Séð og heyrt. Þar virðist Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir hafa ritstýrt sínu síðasta blaði, ef marka má viðtal við hana í Brennslunni á FM957 á dögunum, og óvissa er hvað tekur við hjá blaðinu. Gert er ráð fyrir því að sameiginleg velta Pressunnar og tengdra félaga árið 2017 verði um tveir milljarðar króna. Starfsfólk samstæðunnar verður vel á annan hundrað, en starfsstöðvar eru í Kringlunni, Garðabæ, Ármúla og Skeifunni.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. 24. janúar 2017 14:01 Tap hjá ÍNN Fjölmiðlafyrirtækið ÍNN-Ísland Nýjasta Nýtt tapaði 16,5 milljónum króna á síðasta ári. 20. desember 2016 14:29 Björn Ingi verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN Björn Ingi gerir ráð fyrir fleiri tíðindum af fjölmiðlamarkaði. 12. október 2016 22:41 Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. 25. janúar 2017 13:48 Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Pressan skilar hagnaði en dótturfélögin tapi Fjölmiðlafyrirtækið Pressan, móðurfélag Vefpressunnar, DV og Eyjunnar.is, var rekið með ellefu milljóna króna hagnaði árið 2015. Afkoman stóð því í stað milli ára en dótturfélagið Vefpressan ehf. tapaði aftur á móti 20 milljónum króna samanborið við 28 milljóna hagnað árið 2014. 24. janúar 2017 14:01
Tap hjá ÍNN Fjölmiðlafyrirtækið ÍNN-Ísland Nýjasta Nýtt tapaði 16,5 milljónum króna á síðasta ári. 20. desember 2016 14:29
Björn Ingi verður með Eyjuþátt sinn á ÍNN Björn Ingi gerir ráð fyrir fleiri tíðindum af fjölmiðlamarkaði. 12. október 2016 22:41
Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. 25. janúar 2017 13:48