Sjáðu eina ótrúlegustu senu í sögu Super Bowl sem leiddi til sigurs Patriots Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. febrúar 2017 13:45 New England Patriots varð í nótt Super Bowl-meistari í fimmta sinn þegar liðið lagði Atlanta Falcons, 34-28, í fyrsta framlengda úrslitaleik NFL-deildarinnar frá upphafi. Leikurinn var algjör sturlun og endurkoma New England söguleg en liðið lenti mest 28-3 undir. Tom Brady tók þá til sinna ráða og skoraði 25 stig í röð á sama tíma og Atlanta-liðið brotnaði niður. New England var 28-20 undir þegar Brady og félagar fóru í síðustu sóknina þar sem þeir þurftu að skora snertimark og tvö aukastig. Í þeirri sókn leit eitt ótrúlegasta grip í sögu Super Bowl dagsins ljó. Þegar tvær mínútur og 28 sekúndur voru eftir kastaði Tom Brady boltanum í áttina að útherjanum Julian Edelman en það var Robert Alford, bakvörður Falcons, sem snerti boltann fyrstur. Þrír leikmenn Atlanta stukku svo í áttina að boltanum á móti Edelman einum. Boltinn fór aldrei í grasið og á einhvern ótrúlegan hátt tókst Edelman að nýta sér það og grípa boltann á sturlaðan hátt. Þetta kerfi varð til þess að sókn New England hélt áfram og endaði liðið á því að jafna leikinn og vinna hann í framlengingu. Það var erfitt að sjá hvort þetta væri gripinn bolti eða ekki. Dómarinn vildi meina að svo væri á vellinum en Atlanta véfengdi úrskurðun dómarans og lét skoða þetta í myndavélabásnum. Eftir smá jappl, jaml og fuður stóð kerfið og New England hélt áfram í sókn. Þetta ótrúlega atvik má sjá í spilaranum hér að ofan í lýsingu Tómasar Þórs Þórðarsonar. NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Treyju Brady stolið eftir leik "Ég veit nákvæmlega hvar ég setti hana.“ 6. febrúar 2017 10:00 Nýkrýndur Super Bowl meistari sleppir ferð Patriots í Hvíta Húsið vegna Trumps Martellus Bennett er enginn aðdáandi nýja forsetans og ætlar ekki að heimsækja hann með bikarinn. 6. febrúar 2017 11:00 Tilfinningarnar báru Tom Brady ofurliði: Vann leikinn fyrir móður sína sem berst fyrir lífinu Tom Brady skráði nafn sitt í íþróttasöguna í gær þegar hann leiddi New England Patriots til sigurs í NFL-deildinni þegar liðið vann Atanta Falcons, 34-28, í einum magnaðasta íþróttaleik sögunnar. 6. febrúar 2017 11:15 NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Sjá meira
New England Patriots varð í nótt Super Bowl-meistari í fimmta sinn þegar liðið lagði Atlanta Falcons, 34-28, í fyrsta framlengda úrslitaleik NFL-deildarinnar frá upphafi. Leikurinn var algjör sturlun og endurkoma New England söguleg en liðið lenti mest 28-3 undir. Tom Brady tók þá til sinna ráða og skoraði 25 stig í röð á sama tíma og Atlanta-liðið brotnaði niður. New England var 28-20 undir þegar Brady og félagar fóru í síðustu sóknina þar sem þeir þurftu að skora snertimark og tvö aukastig. Í þeirri sókn leit eitt ótrúlegasta grip í sögu Super Bowl dagsins ljó. Þegar tvær mínútur og 28 sekúndur voru eftir kastaði Tom Brady boltanum í áttina að útherjanum Julian Edelman en það var Robert Alford, bakvörður Falcons, sem snerti boltann fyrstur. Þrír leikmenn Atlanta stukku svo í áttina að boltanum á móti Edelman einum. Boltinn fór aldrei í grasið og á einhvern ótrúlegan hátt tókst Edelman að nýta sér það og grípa boltann á sturlaðan hátt. Þetta kerfi varð til þess að sókn New England hélt áfram og endaði liðið á því að jafna leikinn og vinna hann í framlengingu. Það var erfitt að sjá hvort þetta væri gripinn bolti eða ekki. Dómarinn vildi meina að svo væri á vellinum en Atlanta véfengdi úrskurðun dómarans og lét skoða þetta í myndavélabásnum. Eftir smá jappl, jaml og fuður stóð kerfið og New England hélt áfram í sókn. Þetta ótrúlega atvik má sjá í spilaranum hér að ofan í lýsingu Tómasar Þórs Þórðarsonar.
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Treyju Brady stolið eftir leik "Ég veit nákvæmlega hvar ég setti hana.“ 6. febrúar 2017 10:00 Nýkrýndur Super Bowl meistari sleppir ferð Patriots í Hvíta Húsið vegna Trumps Martellus Bennett er enginn aðdáandi nýja forsetans og ætlar ekki að heimsækja hann með bikarinn. 6. febrúar 2017 11:00 Tilfinningarnar báru Tom Brady ofurliði: Vann leikinn fyrir móður sína sem berst fyrir lífinu Tom Brady skráði nafn sitt í íþróttasöguna í gær þegar hann leiddi New England Patriots til sigurs í NFL-deildinni þegar liðið vann Atanta Falcons, 34-28, í einum magnaðasta íþróttaleik sögunnar. 6. febrúar 2017 11:15 NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Sjá meira
Nýkrýndur Super Bowl meistari sleppir ferð Patriots í Hvíta Húsið vegna Trumps Martellus Bennett er enginn aðdáandi nýja forsetans og ætlar ekki að heimsækja hann með bikarinn. 6. febrúar 2017 11:00
Tilfinningarnar báru Tom Brady ofurliði: Vann leikinn fyrir móður sína sem berst fyrir lífinu Tom Brady skráði nafn sitt í íþróttasöguna í gær þegar hann leiddi New England Patriots til sigurs í NFL-deildinni þegar liðið vann Atanta Falcons, 34-28, í einum magnaðasta íþróttaleik sögunnar. 6. febrúar 2017 11:15
NFL: Eins sögulegt og það getur orðið þegar Brady vann sinn fimmta Super Bowl í nótt Tom Brady leiddi sögulega endurkomu New England Patriots í nótt þegar liðið tryggði sér NFL-titilinn með 34-28 sigri á Atlanta Falcons í Super Bowl í Houston. Aldrei hefur lið kom til baka eftir að hafa lent svona mikið undir og í fyrsta sinn réðust úrslitin í Super Bowl í framlengingu. 6. febrúar 2017 03:41