Að gera sitt allra besta Helga Vala Helgadóttir skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum þjóðarinnar við störfum og framkomu Guðna Th. Jóhannessonar á fyrstu mánuðum í embætti forseta. Það örlar á djúpu þakklæti fyrir það hvað hann virðist einlæglega vera að leggja sig fram. Hvað hann er alþýðlegur og tekur sjálfan sig lítið hátíðlegan. Hvernig hann setur verkefnið framar sjálfum sér og sinni persónu. Ég er ein af þeim sem finn fyrir þessu þakklæti í hans garð. Þakklæti yfir því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum og Elízu þegar þau eru í opinberum erindagjörðum hérlendis sem erlendis. Ég treysti þeim til að vera okkur ekki til skammar. En er það eðlilegt? Er það eðlilegt að það hafi slík áhrif á mann þegar kjörinn þjóðarleiðtogi kemur fram eins og alvöru maður? Ætti það ekki að vera frekar venja en hitt að kjörnir fulltrúar fari fram með sóma? Einhverra hluta vegna hefur tilfinningin frekar verið vantrú á getu þeirra að undanförnu. Nístandi kjánahrollur sem hríslast um mann aftur og aftur. Nú eða vonbrigði og ótti yfir því hvað viðkomandi ráðamaður er nú að bralla. Auðvitað á þetta ekki að vera svona. Best væri ef við gætum treyst því að hinn kjörni fulltrúi sé í fyllstu einlægni að starfa í þágu okkar og af sinni bestu getu. Gætum við fengið einhvers konar þjóðarsátt þar sem kjörnir fulltrúar gera sitt allra besta fyrir heildina? Þjóðarsátt um að vanda sig eins mikið og mögulegt er? Er það ekki fyrirtaks markmið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum þjóðarinnar við störfum og framkomu Guðna Th. Jóhannessonar á fyrstu mánuðum í embætti forseta. Það örlar á djúpu þakklæti fyrir það hvað hann virðist einlæglega vera að leggja sig fram. Hvað hann er alþýðlegur og tekur sjálfan sig lítið hátíðlegan. Hvernig hann setur verkefnið framar sjálfum sér og sinni persónu. Ég er ein af þeim sem finn fyrir þessu þakklæti í hans garð. Þakklæti yfir því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum og Elízu þegar þau eru í opinberum erindagjörðum hérlendis sem erlendis. Ég treysti þeim til að vera okkur ekki til skammar. En er það eðlilegt? Er það eðlilegt að það hafi slík áhrif á mann þegar kjörinn þjóðarleiðtogi kemur fram eins og alvöru maður? Ætti það ekki að vera frekar venja en hitt að kjörnir fulltrúar fari fram með sóma? Einhverra hluta vegna hefur tilfinningin frekar verið vantrú á getu þeirra að undanförnu. Nístandi kjánahrollur sem hríslast um mann aftur og aftur. Nú eða vonbrigði og ótti yfir því hvað viðkomandi ráðamaður er nú að bralla. Auðvitað á þetta ekki að vera svona. Best væri ef við gætum treyst því að hinn kjörni fulltrúi sé í fyllstu einlægni að starfa í þágu okkar og af sinni bestu getu. Gætum við fengið einhvers konar þjóðarsátt þar sem kjörnir fulltrúar gera sitt allra besta fyrir heildina? Þjóðarsátt um að vanda sig eins mikið og mögulegt er? Er það ekki fyrirtaks markmið?
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar