Berger: Vettel vanmat áhrif Michael Schumacher á Ferrari Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. febrúar 2017 20:30 Sebastian Vettel með skeifu. Vísir/Getty Gerhard Berger, fyrrum ökumaður og liðsstjóri í Formúlu 1 telur að Sebastian Vettel hafi vanmetið vandamál Ferrari og áhrifin sem Michael Schumacher hafði á liðið. Fjórfaldi heimsmeistarinn kom til Ferrari fyrir tímabilið 2015. Hann hafði þá unnið fjóra heimsmeistaratitla á sex tímabilum með Red Bull liðinu. Honum var ætlað mikilvægt hlutverk í endurreisn Ferrari liðsins, liðið hafði ekki unnið titil í sjö ár. Vettel byrjaði vel, vann þrjár keppnir á fyrsta tímabilinu en þurfti svo að sætta sig við að vinna ekki keppni í fyrra. Þar fyrir utan missti Ferrari Red Bull fram úr sér í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Margt er sambærilegt með komu Vettel til Ferrari og var með komu Michael Schumacher til liðsins árið 1996. Schumacher hafði þá unnið tvo heimsmeistaratitla með Benetton liðinu. Schumacher gaf sig allan í að snúa gæfu ítalska stórveldisins við og tókst það heldur betur. Hann vann fimm heimsmeistaratitla í röð með Ferrari, en það tók tíma. Titlarnir komu ekki fyrr en á árunum 2000-2004. Ef Vettel ætlar að snúa Ferrari við á sama hraða þarf hann að skila sínum fyrsta titli fyrir liðið árið 2019. Berger ók fyrir Ferrari á sínum tíma en hann telur að Vettel hafi vanmetið vandan sem blasir við Ferrari. Eins telur Berger að Vettel hafi vanmetið hver hrein áhrif Schumacher voru á liðið. „Hann vanmat hvað Michael gerði á sínum tíma. Michael fór til Ferrari með mikið af lykilfólki frá Benetton,“ sagði Berger í samtali við Auto Motor und Sport.„Þegar Sebastian kom til Ferrari var það í sama ástandi og það er í í dag. Hann hefði einungis átt að koma til Ferrari með rassvasann fullan af lykilfólki frá Red Bull,“ bætti Berger við. „Á einhvern hátt er Ferrari komið í sömu stöðu núna og það var árið 1995, þegar ég ók fyrir liðið,“ sagði Berger að lokum. Formúla Tengdar fréttir Þetta eru frumsýningardagar nýju Formúlu eitt bílanna Nýtt tímabil Formúlu 1 hefst með æfingum á Barselóna brautinni 27. febrúar. Liðin kappkosta nú við að klára 2017 bílana sína. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt um frumsýningardag, Vísir fer yfir málið. 30. janúar 2017 18:30 Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30 Ferrari dregur lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull í efa Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað. 4. janúar 2017 22:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira
Gerhard Berger, fyrrum ökumaður og liðsstjóri í Formúlu 1 telur að Sebastian Vettel hafi vanmetið vandamál Ferrari og áhrifin sem Michael Schumacher hafði á liðið. Fjórfaldi heimsmeistarinn kom til Ferrari fyrir tímabilið 2015. Hann hafði þá unnið fjóra heimsmeistaratitla á sex tímabilum með Red Bull liðinu. Honum var ætlað mikilvægt hlutverk í endurreisn Ferrari liðsins, liðið hafði ekki unnið titil í sjö ár. Vettel byrjaði vel, vann þrjár keppnir á fyrsta tímabilinu en þurfti svo að sætta sig við að vinna ekki keppni í fyrra. Þar fyrir utan missti Ferrari Red Bull fram úr sér í heimsmeistarakeppni bílasmiða. Margt er sambærilegt með komu Vettel til Ferrari og var með komu Michael Schumacher til liðsins árið 1996. Schumacher hafði þá unnið tvo heimsmeistaratitla með Benetton liðinu. Schumacher gaf sig allan í að snúa gæfu ítalska stórveldisins við og tókst það heldur betur. Hann vann fimm heimsmeistaratitla í röð með Ferrari, en það tók tíma. Titlarnir komu ekki fyrr en á árunum 2000-2004. Ef Vettel ætlar að snúa Ferrari við á sama hraða þarf hann að skila sínum fyrsta titli fyrir liðið árið 2019. Berger ók fyrir Ferrari á sínum tíma en hann telur að Vettel hafi vanmetið vandan sem blasir við Ferrari. Eins telur Berger að Vettel hafi vanmetið hver hrein áhrif Schumacher voru á liðið. „Hann vanmat hvað Michael gerði á sínum tíma. Michael fór til Ferrari með mikið af lykilfólki frá Benetton,“ sagði Berger í samtali við Auto Motor und Sport.„Þegar Sebastian kom til Ferrari var það í sama ástandi og það er í í dag. Hann hefði einungis átt að koma til Ferrari með rassvasann fullan af lykilfólki frá Red Bull,“ bætti Berger við. „Á einhvern hátt er Ferrari komið í sömu stöðu núna og það var árið 1995, þegar ég ók fyrir liðið,“ sagði Berger að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Þetta eru frumsýningardagar nýju Formúlu eitt bílanna Nýtt tímabil Formúlu 1 hefst með æfingum á Barselóna brautinni 27. febrúar. Liðin kappkosta nú við að klára 2017 bílana sína. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt um frumsýningardag, Vísir fer yfir málið. 30. janúar 2017 18:30 Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30 Ferrari dregur lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull í efa Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað. 4. janúar 2017 22:30 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira
Þetta eru frumsýningardagar nýju Formúlu eitt bílanna Nýtt tímabil Formúlu 1 hefst með æfingum á Barselóna brautinni 27. febrúar. Liðin kappkosta nú við að klára 2017 bílana sína. Nokkur lið hafa þegar tilkynnt um frumsýningardag, Vísir fer yfir málið. 30. janúar 2017 18:30
Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár? Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa. 31. janúar 2017 20:30
Ferrari dregur lögmæti fjöðrunar Mercedes og Red Bull í efa Ferrari hefur skrifað bréf til FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandið) þar sem liðið dregur í efa lögmæti þeirrar fjöðrunar sem Mercedes og Red Bull hafa þróað. 4. janúar 2017 22:30